Áslaug Arna leyfði hárinu að flaksa í seyðfirsku sumargolunni

Brúðkaup | 10. júlí 2024

Áslaug Arna leyfði hárinu að flaksa í seyðfirsku sumargolunni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, brá sér í betri fötin um helgina og skellti sér austur á Seyðisfjörð til að vera viðstödd brúðkaup.

Áslaug Arna leyfði hárinu að flaksa í seyðfirsku sumargolunni

Brúðkaup | 10. júlí 2024

Af myndum að dæma þá var heljarinnar stemning í brúðkaupinu.
Af myndum að dæma þá var heljarinnar stemning í brúðkaupinu. Samsett mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, brá sér í betri fötin um helgina og skellti sér austur á Seyðisfjörð til að vera viðstödd brúðkaup.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, brá sér í betri fötin um helgina og skellti sér austur á Seyðisfjörð til að vera viðstödd brúðkaup.

Góðvinir ráðherrans, Unnur Sif Hjartardóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, og Jón Gísli Ström, stafrænn markaðsstjóri hjá Sahara, giftu sig í Seyðisfjarðarkirkju á laugardag. 

Áslaug Arna var stórglæsileg í sumarlegum síðkjól með opinni klauf og kremuðum hælaskóm. Hún leyfði hárinu að flaksa í seyðfirsku sumargolunni.  

Ráðherrann deildi myndum frá helginni á Instagram-reikningi sínum.

„Seyðisfjörður og þessar stelpur,“ skrifaði Áslaug Arna við færsluna. 

mbl.is