Embla og Janus Daði eiga von á barni

Meðganga | 10. júlí 2024

Embla og Janus Daði eiga von á barni

Embla Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og handboltakappinn Janus Daði Smárason eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Embla og Janus Daði eiga von á barni

Meðganga | 10. júlí 2024

Embla Jónsdóttir og Janus Daði Smárason eiga von á sínu …
Embla Jónsdóttir og Janus Daði Smárason eiga von á sínu fyrsta barni saman. Skjáskot/Instagram

Embla Jóns­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og hand­bol­takapp­inn Jan­us Daði Smára­son eiga von á sínu fyrsta barni sam­an.

Embla Jóns­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og hand­bol­takapp­inn Jan­us Daði Smára­son eiga von á sínu fyrsta barni sam­an.

Parið til­kynnti ný­verið gleðifregn­irn­ar og greindu frá því að þau ættu von á stúlku. Embla birti mynd á In­sta­gram þar sem hún skart­ar fal­legri óléttu­kúlu og skrifaði: „Lít­il Janus­ar­dótt­ir mæt­ir í haust.“

Ásamt því að spila með ís­lenska landsliðinu í hand­bolta hef­ur Jan­us Daði leikið með þýska liðinu SC Mag­deburg á þessu tíma­bili, en hann er nú á leiðinni til ung­verska stórliðsins Pick Sze­ged og skrifaði und­ir tveggja ára samn­ing við fé­lagið í des­em­ber síðastliðnum. 

Syst­urn­ar sam­ferða

Það er mikið barnalán í fjöl­skyld­unni, en í apríl síðastliðnum til­kynnti syst­ir Emblu, Nótt Jóns­dótt­ir, að hún ætti von á sínu öðru barni með hand­bol­takapp­an­um Sig­valda Birni Guðjóns­syni, sem hef­ur einnig leikið með Jan­usi Daða í ís­lenska landsliðinu und­an­far­in ár. 

Fyr­ir eiga Nótt og Sig­valdi son­inn Jök­ul sem kom í heim­inn þann 22. sept­em­ber 2022. 

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju! 

mbl.is