„Erum vonbetri í dag en í gær“

Skaginn 3X gjaldþrota | 11. júlí 2024

„Erum vonbetri í dag en í gær“

Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, kveðst bjartsýnn á að vænta megi farsællar lausnar um framtíð Skagans 3X.

„Erum vonbetri í dag en í gær“

Skaginn 3X gjaldþrota | 11. júlí 2024

Blikur eru á lofti í atvinnulífinu á Akranesi eftir að …
Blikur eru á lofti í atvinnulífinu á Akranesi eftir að Skaginn 3X varð gjaldþrota. mbl.is/Sigurður Bogi

Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri Akra­ness, kveðst bjart­sýnn á að vænta megi far­sæll­ar lausn­ar um framtíð Skag­ans 3X.

Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri Akra­ness, kveðst bjart­sýnn á að vænta megi far­sæll­ar lausn­ar um framtíð Skag­ans 3X.

„Við átt­um fund með stjórn­end­um Íslands­banka í morg­un þar sem við lögðum áherslu á að bank­inn freistaðist til að end­ur­reisa fé­lagið í heilu lagi. Síðan í kjöl­farið höf­um við fengið upp­lýs­ing­ar um að það sé að fæðast ein­hver nýr hóp­ur í dag sem hef­ur haft sam­band við skipta­stjóra,“ seg­ir Har­ald­ur í sam­tali við mbl.is en hann kveðst ekki geta veitt upp­lýs­ing­ar um téðan hóp.

„Við erum von­betri í dag en í gær.“

Haraldur Benediktsson.
Har­ald­ur Bene­dikts­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mik­il­vægt að varðveita fyr­ir­tækið

Að hans sögn hef­ur höfuðáhersla bæj­ar­stjórn­ar ætíð verið að varðveita fyr­ir­tækið í heilu lagi og að það sé stakk­búið til að halda áfram starf­semi á Akra­nesi.

„Við erum að von­ast til þess að það sé að fæðast ein­hver hóp­ur sem vill reyna taka fyr­ir­tækið í heilu lagi og end­ur­reisa það og við höf­um verið að laða fram slík­ar hreyf­ing­ar. Það hef­ur verið að tak­ast og von­um að það komi aðilar sem vilja láta reyna á það.“

Samstaða milli bæj­ar­stjórn­ar og stjórn­valda

Hann seg­ir það myndu verða mikið högg fyr­ir Akra­nes ef ekki næðist að end­ur­reisa fé­lagið sem og fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

„Við höf­um flaggað áhyggj­um okk­ar um rekst­ur sjáv­ar­út­vegs heilt yfir í sam­skipt­um við þing­menn og ráðherra. Sam­band okk­ar við fjár­málaráðherra hef­ur verið gott og hann dok­ar þessu eins og hægt er. Það er vilji hjá öll­um að þetta tak­ist.“

mbl.is