KAPP með tilboð í hluta Skagans 3X

Skaginn 3X gjaldþrota | 11. júlí 2024

KAPP með tilboð í hluta Skagans 3X

Nokkrar fyrirspurnir mögulegra kaupenda að þrotabúi Skagans 3X á Akranesi hafa borist Helga Jóhannessyni lögmanni, skiptastjóra fyrirtækisins, en einungis eitt tilboð hefur borist og það tekur aðeins til hluta af rekstri fyrirtækisins. Það er til skoðunar hjá skiptastjóra og Íslandsbanka.

KAPP með tilboð í hluta Skagans 3X

Skaginn 3X gjaldþrota | 11. júlí 2024

Blikur eru á lofti í atvinnulífinu á Akranesi eftir að …
Blikur eru á lofti í atvinnulífinu á Akranesi eftir að Skaginn 3X varð gjaldþrota. mbl.is/Sigurður Bogi

Nokkrar fyrirspurnir mögulegra kaupenda að þrotabúi Skagans 3X á Akranesi hafa borist Helga Jóhannessyni lögmanni, skiptastjóra fyrirtækisins, en einungis eitt tilboð hefur borist og það tekur aðeins til hluta af rekstri fyrirtækisins. Það er til skoðunar hjá skiptastjóra og Íslandsbanka.

Nokkrar fyrirspurnir mögulegra kaupenda að þrotabúi Skagans 3X á Akranesi hafa borist Helga Jóhannessyni lögmanni, skiptastjóra fyrirtækisins, en einungis eitt tilboð hefur borist og það tekur aðeins til hluta af rekstri fyrirtækisins. Það er til skoðunar hjá skiptastjóra og Íslandsbanka.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er tilboðið frá KAPP sem er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á búnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. Helgi vildi í samtali við Morgunblaðið ekki staðfesta að KAPP væri téður tilboðsgjafi.

Helgi segir að honum hafi borist fyrirspurnir frá ýmsum aðilum, en fleiri tilboð hafi ekki borist enn. Þeir séu flestir íslenskir, en aðeins væri þó farið að verða vart við áhuga erlendra aðila á félaginu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is