Laufey og Sinfónían rokseljast á ný

Laufey | 12. júlí 2024

Laufey og Sinfónían rokseljast á ný

Tónleikaplata Laufeyjar og Sinfóníu Íslands er ein best selda plata á plötusafnarasíðunni Discogs það sem af er ári. Vínillinn er í 23. sæti á lista mest seldu platna á fyrstu 6 mánuðum 2024 þrátt fyrir að hafa komið út seint í apríl.

Laufey og Sinfónían rokseljast á ný

Laufey | 12. júlí 2024

Laufey Lín Jónsdóttir lék á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið …
Laufey Lín Jónsdóttir lék á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2022. Platan virðist nú afar eftirsótt af söfnurum. mbl.is/Hákon

Tón­leikaplata Lauf­eyj­ar og Sin­fón­íu Íslands er ein best selda plata á plötusafn­arasíðunni Discogs það sem af er ári. Vínill­inn er í 23. sæti á lista mest seldu platna á fyrstu 6 mánuðum 2024 þrátt fyr­ir að hafa komið út seint í apríl.

Tón­leikaplata Lauf­eyj­ar og Sin­fón­íu Íslands er ein best selda plata á plötusafn­arasíðunni Discogs það sem af er ári. Vínill­inn er í 23. sæti á lista mest seldu platna á fyrstu 6 mánuðum 2024 þrátt fyr­ir að hafa komið út seint í apríl.

A Nig­ht At The Symp­hony er tón­leikaplata Lauf­eyj­ar og Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands sem tek­in var upp á tón­leik­um sem haldn­ir voru í Eld­borg­ar­sal Hörp­unn­ar vet­ur­inn 2022. Plat­an lenti á streym­isveit­um í mars 2023 og í ár kom hún loks­ins út á vínil. 

Fyrsta vínilút­gáf­an af plöt­unni var gef­in út þann 20. apríl í aðeins 4.200 ein­tök­um. 

Sú út­gáfa virðist nú vera afar eft­ir­sótt þar sem hún sit­ur nú í 23. sæti á met­sölu­lista Discogs fyr­ir 2024 og sit­ur plat­an því mitt á milli plöt­unn­ar Blond eft­ir Frank Oce­an og tón­leika­plötu Talk­ing Heads.

A Night At The Symphony er tónleikaplata Laufeyjar og Sinfóníuhljómsveitar …
A Nig­ht At The Symp­hony er tón­leikaplata Lauf­eyj­ar og Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands sem tek­in var upp á tón­leik­um í Hörpu í vor. Plötu­um­slag/​Spotify

Aldrei fleiri hlustað á Ég veit þú kem­ur

Á tón­leik­un­um spiluðu Lauf­ey og Sin­fón­í­an ekki aðeins lög eft­ir Lauf­eyju held­ur tóku einnig hinar ýmsu djassper­ur, m.a. lagið Ég veit þú kem­ur, sem samið er af Odd­geiri Kristjáns­syni en text­inn eft­ir laga­smiðinn Ástgeir Krist­inn Ólafs­son, eða Ása í Bæ.

Upp­runa­leg­ur fluttn­ing Ellýj­ar Vil­hjálms­dótt­ur á lag­inu hef­ur vita­skuld verið sá þekkt­asti, þar til nú.

Á Spotify hef­ur fluttn­ing­ur Lauf­eyj­ar og Sin­fón­í­unn­ar á Ég veit þú kem­ur hlotið tæp­lega 7 millj­ón­ir hlust­ana – u.þ.b. þre­fallt fleiri hlust­an­ir en all­ar aðrar út­gáf­ur lags­ins hafa fengið sam­an­lag og allt að sex­fallt fleiri hlust­an­ir en fluttn­ing­ur Ellýj­ar.

Það kann þess vegna að vera að þetta ís­lenska þjóðhátíðarlag frá ár­inu 1962 hef­ur náð nýj­um vin­sæld­um er­lend­is.

Hver veit? Kannski hef­ur Ellý fyr­ir vikið eign­ast nýj­an aðdá­enda­hóp utan ís­lenskra land­steina. 

mbl.is