Máli Alecs Baldwin vísað frá dómi

Alec Baldwin | 12. júlí 2024

Máli Alecs Baldwin vísað frá dómi

Máli ákæruvaldsins gegn leikaranum Alec Baldwin, sem var sakaður um manndráp af gáleysi, hefur verið vísað frá dómi.

Máli Alecs Baldwin vísað frá dómi

Alec Baldwin | 12. júlí 2024

Baldwin brast í grát er hann faðmaði eiginkonu sína Hilaria …
Baldwin brast í grát er hann faðmaði eiginkonu sína Hilaria Baldwin. AFP

Máli ákæru­valds­ins gegn leik­ar­an­um Alec Baldw­in, sem var sakaður um mann­dráp af gá­leysi, hef­ur verið vísað frá dómi.

Máli ákæru­valds­ins gegn leik­ar­an­um Alec Baldw­in, sem var sakaður um mann­dráp af gá­leysi, hef­ur verið vísað frá dómi.

Að sögn dóm­ar­ans Mary Mar­low Somm­er hélt ákæru­valdið mik­il­væg­um sönn­un­ar­gögn­um vís­vit­andi frá verj­end­um leik­ar­ans.

Er það niðurstaða dóm­stóls­ins að þessi fram­koma hafi verið skaðleg fyr­ir stefnda,“ sagði Somm­er er hún greindi frá ákvörðun sinni.

Faðmaði sína nán­ustu

Baldw­in var ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi eft­ir að hafa skotið sam­starfs­konu sína Halyna Hutchins til bana með leik­muna­byssu við tök­ur á kvik­mynd­inni Rust í októ­ber árið 2021. 

Þetta var til­finn­ingaþrung­in stund fyr­ir Baldw­in sem brast í grát er hann faðmaði lög­fræðing sinn og sína nán­ustu fjöl­skyldu.

Átti ekki að skrá sönn­un­ar­gögn­in und­ir Rust-mál­inu

Alex Spiro, lög­fræðing­ur Baldw­ins, sakaði lög­regl­una um að hafa grafið sönn­un­ar­gögn­in og svipt verj­end­um tæki­færi til að berja þau aug­um.

Marissa Popp­el, sem kom að rann­sókn vett­vangs­ins, sagðist hafa skráð sönn­un­ar­gögn­in en að hún hefði fengið leiðbein­ing­ar um að skrá þau ekki und­ir Rust-mál­inu.

Sak­sókn­ar­inn Kari Morriss­ey sagðist hvorki hafa séð né heyrt af þess­um sönn­un­ar­gögn­um. Fljót­lega kom þó í ljós að Morriss­ey hafði verið viðstödd þegar ákvörðunin að skrá sönn­un­ar­gögn­in ekki und­ir Rust-mál­inu var tek­in.

Máli leikarans hefur verið vísað frá dómi.
Máli leik­ar­ans hef­ur verið vísað frá dómi. AFP/​Ramsay De Give
Kari Morrissey saksóknarinn í málinu.
Kari Morriss­ey sak­sókn­ar­inn í mál­inu. AFP
mbl.is