Leikarinn Matthew McConaughey var nýlega stunginn illa af býflugu í andlitið með þeim afleiðingum að hægra augað hans bólgnaði svo mikið að hann gat ekki opnað það.
Leikarinn Matthew McConaughey var nýlega stunginn illa af býflugu í andlitið með þeim afleiðingum að hægra augað hans bólgnaði svo mikið að hann gat ekki opnað það.
Leikarinn Matthew McConaughey var nýlega stunginn illa af býflugu í andlitið með þeim afleiðingum að hægra augað hans bólgnaði svo mikið að hann gat ekki opnað það.
Þrátt fyrir óþægilegt óhapp virðist vera stutt í grínið hjá leikaranum, en hann deildi mynd af sér brosandi með bólgna augað í gær á samfélagsmiðlum.
Aðdáendur voru ekki lengi að hughreysta McConaughey en hver á fætur öðrum skrifaði við myndina að hann væri samt jafn fríður og áður.
Býflugan stakk hann aðeins nokkrum dögum eftir að fjölskylda McConaughey fagnaði saman afmæli elsta sonarins Levi sem varð 16 ára þann 7. júlí síðastliðinn.
Á afmælisdaginn deildi McConaughey hjartnæmri afmæliskveðju til Levi þar sem hann gaf honum nokkur góð lífsráð.
„Við verðum kannski ekki alltaf öryggisnetið þitt þarna úti í þessari fallegu villtu veröld að eilífu. Farðu þarna út, njóttu. Vertu meðvitaður um umhverfið þitt. Vertu þú sjálfur. Lærðu hvenær þú átt að segja já, nei og kannski,“ segir McConaughey í myndbandi til sonarins.