Pitt fær að hitta yngri börnin

Jolie/Pitt | 12. júlí 2024

Pitt fær að hitta yngri börnin

Leikarinn Brad Pitt fær að hitta yngri börnin sín en er í engu sambandi við eldri börnin. Pitt á sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Angelinu Jolie. 

Pitt fær að hitta yngri börnin

Jolie/Pitt | 12. júlí 2024

Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie, …
Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie, og Zahara Jolie-Pitt. Börnin eru aðallega með móður sinni. AFP

Leik­ar­inn Brad Pitt fær að hitta yngri börn­in sín en er í engu sam­bandi við eldri börn­in. Pitt á sex börn með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, leik­kon­unni Ang­el­inu Jolie. 

Leik­ar­inn Brad Pitt fær að hitta yngri börn­in sín en er í engu sam­bandi við eldri börn­in. Pitt á sex börn með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, leik­kon­unni Ang­el­inu Jolie. 

„Hann er í ná­kvæm­lega engu sam­bandi við full­orðnu börn­in. Sam­skipti hans við yngri börn­in eru tak­mörkuð þar sem hann hef­ur verið í tök­um und­an­farna mánuði,“ sagði heim­ild­armaður People. Pitt hef­ur verið í tök­um í Evr­ópu á kapp­akst­urs­mynd­inni F1. 

Í sam­komu­lagi á milli hjón­anna fyrr­ver­andi kem­ur fram að Pitt eigi rétt á að um­gang­ast börn­in sín sem eru und­ir lögaldri. „Jolie er oft­ast með börn­in en sam­kvæmt sam­komu­lag­inu hef­ur hann rétt til þess að heim­sækja yngri börn­in,“ seg­ir heim­ild­armaður­inn. 

Ný­lega ákvað hin 18 ára Shi­loh að hætta að bera nafn föður síns en börn­in hafa hingað til borið eft­ir­nafnið Jolie-Pitt. Pitt veit af nafna­breyt­ing­unni og er sagður miður sín vegna þess. Er breyt­ing­in sögð minna hann á að hann hafi misst börn­in frá sér. „Hann elsk­ar börn­in sín og sakn­ar þeirra. Hann er mjög sorg­mædd­ur,“ sagði heim­ild­armaður People í júní. 

Brad Pitt er lítið með börnum sínum.
Brad Pitt er lítið með börn­um sín­um. AFP/​RUDY CAREZZEVOLI
mbl.is