Íslenskir fjárfestar bjóða í eignir Skagans 3X

Skaginn 3X gjaldþrota | 13. júlí 2024

Íslenskir fjárfestar bjóða í eignir Skagans 3X

Formlegt tilboð barst í allar eignir og rekstur Skagans 3X í gærkvöldi. Tilboðið barst frá hópi íslenskra fjárfestra.

Íslenskir fjárfestar bjóða í eignir Skagans 3X

Skaginn 3X gjaldþrota | 13. júlí 2024

Akranes - Skaginn - Skipaskagi - Vesturland - Norðvesturkjördæmi
Akranes - Skaginn - Skipaskagi - Vesturland - Norðvesturkjördæmi mbl.is

Form­legt til­boð barst í all­ar eign­ir og rekst­ur Skag­ans 3X í gær­kvöldi. Til­boðið barst frá hópi ís­lenskra fjár­festra.

Form­legt til­boð barst í all­ar eign­ir og rekst­ur Skag­ans 3X í gær­kvöldi. Til­boðið barst frá hópi ís­lenskra fjár­festra.

Þetta staðfesti Helgi Jó­hann­es­son skipta­stjóri í sam­tali við mbl.is, en Skessu­horn greindi fyrst frá.

Viðræður hefjast í næstu viku

Hann seg­ir lög­fræðing hafa lagt fram til­boðið fyr­ir hóp­inn og áætl­ar að viðræður hefj­ist í næstu viku eft­ir fund með Íslands­banka, sem á hlut í fast­eign­um Skag­ans 3X.

„Þetta er samt háð ýms­um skil­yrðum sem tengj­ast bæði fast­eign­um sem að þrota­búið á ekki og ein­hverj­um lóðamál­um í Akra­nes­bæ,“ seg­ir Helgi.

Helgi Jóhannesson.
Helgi Jó­hann­es­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Von á fleiri til­boðum

Þar að auki seg­ist hann hafa heyrt af öðrum hópi sem hef­ur áhuga á heild­arpakk­an­um og er að reyna hnoða sam­an til­boði.

„Þetta er mikið af fyr­ir­vör­um en mér líst vel á að það sé áhugi fyr­ir þessu og það sé verið að gera til­boð frek­ar en ekki neitt.“

mbl.is