Humarveiðarnar voru skemmtilegt tímabil

Fólkið í sjávarútvegi | 14. júlí 2024

Humarveiðarnar voru skemmtilegt tímabil

Að vera á humri fyrir sunnan land er eitt skemmtilegasta tímabilið sem ég hef átt til sjós,“ segir Stefán Guðmundsson á Húsavík í viðtali í síðasta blaði 200 mílna. Hann var í áhöfninni á Aroni ÞH sem árið 1987 var gerður út á humarveiðar við suðurströndina. Verkefnið var að nýta þær humarheimildir sem voru á bátnum og fá viðbót á móti. Róið var á ný mið í orðsins fyllstu merkingu.

Humarveiðarnar voru skemmtilegt tímabil

Fólkið í sjávarútvegi | 14. júlí 2024

Stefán Guðmundsson ræddi huramvertíðarnar á árum áður í síðasta blaði …
Stefán Guðmundsson ræddi huramvertíðarnar á árum áður í síðasta blaði 200 mílna. Hann sagði það eitt skemmtilegasta tímabil sem hann man eftir. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Að vera á humri fyr­ir sunn­an land er eitt skemmti­leg­asta tíma­bilið sem ég hef átt til sjós,“ seg­ir Stefán Guðmunds­son á Húsa­vík í viðtali í síðasta blaði 200 mílna. Hann var í áhöfn­inni á Aroni ÞH sem árið 1987 var gerður út á humar­veiðar við suður­strönd­ina. Verk­efnið var að nýta þær humar­heim­ild­ir sem voru á bátn­um og fá viðbót á móti. Róið var á ný mið í orðsins fyllstu merk­ingu.

Að vera á humri fyr­ir sunn­an land er eitt skemmti­leg­asta tíma­bilið sem ég hef átt til sjós,“ seg­ir Stefán Guðmunds­son á Húsa­vík í viðtali í síðasta blaði 200 mílna. Hann var í áhöfn­inni á Aroni ÞH sem árið 1987 var gerður út á humar­veiðar við suður­strönd­ina. Verk­efnið var að nýta þær humar­heim­ild­ir sem voru á bátn­um og fá viðbót á móti. Róið var á ný mið í orðsins fyllstu merk­ingu.

„Fyr­ir okk­ur Hús­vík­ing­ana var nýtt að veiða hum­ar og skötu­sel. Árið byrjaði gjarn­an á Breiðafirði með neta­veiðum á þorski sem var landað í Ólafs­vík. Þegar var svo komið fram í maí var farið í humar­inn,“ til­tek­ur Stefán þegar hann rifjar þetta upp.

Ólafur Skúli Guðjónsson hér í lestinni með stóran og bráðfallegan …
Ólaf­ur Skúli Guðjóns­son hér í lest­inni með stór­an og bráðfal­leg­an hum­ar. Veiðin var yf­ir­leitt góð á þess­um árum, en nú hafa humar­veiðarn­ar verið stöðvaðar. mbl.is/Þ​or­geir

Knarr­areyri hf., fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið sem stóð að út­gerð Arons ÞH, var árið 1987 kom­in í föst viðskipti við Glett­ing í Þor­láks­höfn. Þar var humar­inn tek­inn til vinnslu, en á þess­um tíma voru mik­il um­svif í tengsl­um við hum­ar þar í byggðarlag­inu.

„Veðrið var rysj­ótt á köfl­um en veiðarn­ar gengu vel. Fengn­ir voru reynslu­bolt­ar af svæðinu til þess að koma okk­ur í sann­leik­ann um veiðarn­ar. Gísli Kristjáns­son var skip­stjóri á Aroni ÞH í byrj­un. Svo tók Þor­leif­ur Jóns­son við. Árið 1989 var svo komið að mér að taka við kefl­inu sem var bara skemmti­leg áskor­un fyr­ir ung­an mann,“ seg­ir Stefán. Þegar hér var komið hafði hann ný­lega lokið tveggja ára skip­stjórn­ar­námi í Vest­manna­eyj­um og var á fyrsta ári í far­manna­deild Stýri­manna­skól­ans í Reykja­vík. Var því fær í flest­an sjó, svo gripið sé í þekkt orðatil­tæki.

Aron ÞH var traustur bátur sem skilaði jafnan sínu. Hér …
Aron ÞH var traust­ur bát­ur sem skilaði jafn­an sínu. Hér sést hann koma inn til Húsa­vík­ur á fal­leg­um haust­degi eft­ir góðan róður á Skjálf­anda­fló­an­um. mbl.is/Þ​or­geir
Hólmgeir Austfjörð með humar í körfu
Hólm­geir Aust­fjörð með hum­ar í körfu mbl.is/Þ​or­geir

„Við fór­um víða til að ná humr­in­um sem hélt sig gjarn­an aust­ar­lega við Suður­landið svona í upp­hafi,“ seg­ir Stefán.

„Við lönduðum oft­ast í Þor­láks­höfn. Þegar bet­ur lá við miðunum eða annarra aðstæðna vegna var landað í Vest­manna­eyj­um, Höfn í Hornafirði eða Sand­gerði. Þaðan var afl­inn flutt­ur í Höfn­ina. Svona hélst þetta í mörg ár enda þótt Glett­ing­ur yrði síðar Árnes. Síðast vor­um við á humri og skötu­sel þarna árið 2002 en þá ákváðum við að snúa okk­ur að öðru. Eft­ir stend­ur hins veg­ar að á þess­um árum fyr­ir sunn­an, aust­an og vest­an kynnt­ist ég stór­um hópi af frá­bæru fólki til sjós og lands sem ég hef verið í sam­bandi við æ síðan.“

Viðtalið við Stefán má lesa í heild sinni hér.

mbl.is