Sigurbjörg ÁR-67, nýsmíði Ísfélagsins, lagði úr höfn í Tyrklandi á föstudag. Fyrst lagðist skipið fyrir akkeri og beið þess að fá afgreidda olíu en hélt síðan af stað til Íslands.
Sigurbjörg ÁR-67, nýsmíði Ísfélagsins, lagði úr höfn í Tyrklandi á föstudag. Fyrst lagðist skipið fyrir akkeri og beið þess að fá afgreidda olíu en hélt síðan af stað til Íslands.
Sigurbjörg ÁR-67, nýsmíði Ísfélagsins, lagði úr höfn í Tyrklandi á föstudag. Fyrst lagðist skipið fyrir akkeri og beið þess að fá afgreidda olíu en hélt síðan af stað til Íslands.
Togarinn er nú staddur á miðju Jónahafi milli syðsta hluta meginslands Grikklands og Síkileyjar. Áhöfninni er líklega heitt enda létt vestanátt glampandi sól og á bilinu 33 til 42 stiga hiti samkvæmt veðurspám.
Fram kom í færslu Ísfélagsins að ellefu hefðu verið um borð við brottför, níu íslenskir skipverjar og tveir tyrkneski tæknimenn. Tæknimennirnir fóru frá borði þegar Sigurbjörg fór í gegnum Dardanellasund. Skipstjóri á Sigurbjörgu er Sigvaldi Páll Þorleifsson og yfirvélstjóri er Þorfinnur Hjaltason.
Áætlað er að skipið komi til heimahafnar á Íslandi 26. júlí samkvæmt skráningu MarineTraffic.