„Veiðiárangur er oft spurning um heppni“

Makrílveiðar | 15. júlí 2024

„Veiðiárangur er oft spurning um heppni“

Mikil dreifing makrílsins á miðunum innan lögsögunnar torveldur veiðum íslensku skipanna.

„Veiðiárangur er oft spurning um heppni“

Makrílveiðar | 15. júlí 2024

Beitir NK landaði 1.300 tonnum af makríl í síðustu viku. …
Beitir NK landaði 1.300 tonnum af makríl í síðustu viku. Skipstjórinn Sigurður Valgeir Jóhannesson segir makrílinn mynda litla bletti á miðunum og er erfitt að sjá þá á tækjunum. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Mikil dreifing makrílsins á miðunum innan lögsögunnar torveldur veiðum íslensku skipanna.

Mikil dreifing makrílsins á miðunum innan lögsögunnar torveldur veiðum íslensku skipanna.

Fiskurinn hérna innan íslensku lögsögunnar myndar litla bletti eða torfur og það skiptir öllu máli að hitta á slíka bletti. Vandinn er sá að fiskurinn sést illa á tækjum og það er mikil ferð á honum þannig að veiðiárangur er oft spurning um heppni,“ útskýrir Sigurður Valgeir Jóhannesson, skipstjóri á Beiti NK, í færslu sem birt var á vef Síldarvinnslunnar fyrir helgi.

Eins og fjallað var um á 200 mílum í síðustu viku hefur veiðin víða gengið hægt og ná fæstir að fylla áður en haldið er í land.

„Vonandi getum við verið innan íslenskrar lögsögu fram eftir mánuðinum. Í fyrra lauk veiði í lögsögunni í lok júlí og eftir það var veitt í Smugunni. Síðustu árin hefur ágúst verið besti mánuðurinn á makrílvertíðinni en þá hefur yfirleitt verið um Smuguveiðar að ræða. Til dæmis var góð veiði í Smuginni í ágúst í fyrra,“ segir Sigurður í færslunni.

Næg áta

Beitir NK kom til Neskaupstaðar miðvikudagskvöld með rúm 1.300 tonn af makríl. Hófst vinnsla um leið og lauk henni síðdegis á föstudag.

Þá segir að að mikil áta hafi verið í makrílnum og er það í samræmi við mælingar vísindamanna sem hafa sýnt að næg æta og hagstætt hitastig hefur verið á Íslandsmiðum fyrir makrílin undanfarin ár. Að ekki sé meiri makríll í lögsögunni en raun ber vitni skýrist því af öðrum breytum.

Þegar veiðin er svona gloppótt hentar vel að skipin stundi veiða rí samstarfi og var á fimmtúdag dælt nokkur hundruð tonnum í Vilhelm Þorsteinsson EA úr Berki NK, Barða NK og Margréti EA. Föstudag var dælt um fimm hundruð tonnum í Vilhelm sem kom til Neskaupstaðar með 1.500 tonn um helgina. Aflinn var þó töæuvert síldarblandaður.

„Skipin hafa verið að færa sig austar en þau hafa verið en þar eru hitaskil í sjónum sem fiskurinn leitar í. Þó svo að makrílaflinn að undanförnu hafi verið misjafn er ekki ástæða til að kvarta á meðan vinnsla helst samfelld og veiðin fer fram innan íslenskrar lögsögu,“ segir í færslu Síldarvinnslunnar.

mbl.is