Eitt uppeldisráð breytti öllu fyrir Kim Kardashian

Uppeldi og heilsa | 17. júlí 2024

Eitt uppeldisráð breytti öllu fyrir Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var lengi vel ekki ströng móðir en nú er hún byrjuð að setja reglur sem margborgar sig. Kardashian á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kanye West. 

Eitt uppeldisráð breytti öllu fyrir Kim Kardashian

Uppeldi og heilsa | 17. júlí 2024

Kim Kardashian er fjögurra barna móðir.
Kim Kardashian er fjögurra barna móðir. AFP/Angela Weiss

Raun­veru­leika­stjarn­an Kim Kar­dashi­an var lengi vel ekki ströng móðir en nú er hún byrjuð að setja regl­ur sem marg­borg­ar sig. Kar­dashi­an á fjög­ur börn með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, Kanye West. 

Raun­veru­leika­stjarn­an Kim Kar­dashi­an var lengi vel ekki ströng móðir en nú er hún byrjuð að setja regl­ur sem marg­borg­ar sig. Kar­dashi­an á fjög­ur börn með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, Kanye West. 

Kar­dashi­an fannst auðveld­ara að vera ekki með strang­ar regl­ur á heim­il­inu en nú er það breytt. „Ég trúi því ekki að það sé friður á heim­il­inu,“ sagði Kar­dashi­ans í þætt­in­um The Kar­dashi­ans að því fram kem­ur á vef People

Kar­dashi­an seg­ist allt hafa breyst þegar hún byrjaði að fara í ráðgjöf. Ráðgjaf­inn sagði henni að minnka skjá­tím­ann. Kar­dashi­an seg­ir þetta hafi í raun verið ein­falt ráð en það hafi verið erfitt að fylgja því þar sem að börn­in myndu öskra og slást í heila viku þegar þeim yrði sagt að þau mættu ekki vera í sím­an­um við mat­ar­borðið. 

„Ég var bara mjög mild af því að það var auðveld­ara fyr­ir mig,“ sagði Kar­dashi­an sem sagðist bara þurfa kom­ast í gegn­um erfiðu tím­ana þar sem börn­in spurðu af hverju hún væri að breyta regl­un­um, af hverju þau mættu ekki vera með tæk­in alltaf á sér. 

Kim Kardashian.
Kim Kar­dashi­an. AFP/​DIA DIPA­SUPIL
mbl.is