Þetta eru ódýrustu tjaldsvæði landsins

Gisting | 17. júlí 2024

Þetta eru ódýrustu tjaldsvæði landsins

Fyrr í sumar tók ferðavefur mbl.is saman lista yfir þrjú dýrustu tjaldsvæði landsins samkvæmt vef tjalda.is. Nú er hins vegar komið að því að fara yfir ódýrustu tjaldsvæði landsins!

Þetta eru ódýrustu tjaldsvæði landsins

Gisting | 17. júlí 2024

Hvar ætli ódýrsta tjaldsvæði landsins sé?
Hvar ætli ódýrsta tjaldsvæði landsins sé? mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrr í sum­ar tók ferðavef­ur mbl.is sam­an lista yfir þrjú dýr­ustu tjaldsvæði lands­ins sam­kvæmt vef tjalda.is. Nú er hins veg­ar komið að því að fara yfir ódýr­ustu tjaldsvæði lands­ins!

Fyrr í sum­ar tók ferðavef­ur mbl.is sam­an lista yfir þrjú dýr­ustu tjaldsvæði lands­ins sam­kvæmt vef tjalda.is. Nú er hins veg­ar komið að því að fara yfir ódýr­ustu tjaldsvæði lands­ins!

Kleif­ar

Ódýr­asta tjaldsvæðið er tjaldsvæðið Kleif­ar sem stend­ur við Geir­lands­veg í um 2,5 kíló­metra fjar­lægð frá Kirkju­bæj­arklaustri. Við tjaldsvæðið er foss­inn Stjórn­ar­foss og þekk­ist það að á góðviðris­dög­um verði vatnið í hon­um svo heitt að hægt sé að stinga sér til sunds. 

Á tjaldsvæðinu kost­ar nótt­in fyr­ir full­orðna 750 krón­ur og gista börn 15 ára og yngri frítt á svæðinu í fylgd með for­eldri eða for­ráðamanni. Á svæðinu er aðgengi að köldu vatni og sal­erni. Þá eru hund­ar leyfðir. 

Ódýrasta tjaldsvæði landsins er rétt fyrir utan Kirkjubæjarklaustur.
Ódýr­asta tjaldsvæði lands­ins er rétt fyr­ir utan Kirkju­bæj­arklaust­ur. Ljós­mynd/​Blika.is

Stóri-Lambhagi 4

Næ­stó­dýr­asta tjaldsvæði lands­ins er staðsett í ró­legu um­hverfi við þjóðveg 47 í Hval­fjarðarsveit. Svæðið er lítið en býður upp á ein­stakt sól­ar­lag og sól­set­ur ef horft er yfir Gunna­fjörð. 

Á tjaldsvæðinu kost­ar nótt­in fyr­ir full­orðna 1.100 krón­ur. Þá gista börn 15 ára og yngri frítt á svæðinu og raf­magn kost­ar 600 krón­ur hverja nóttu. Á svæðinu er aðgengi að heitu og köldu vatni, raf­magni og sal­erni. 

Tjaldsvæðið býður upp á einstakt sólarlag og sólsetur.
Tjaldsvæðið býður upp á ein­stakt sól­ar­lag og sól­set­ur. Ljós­mynd/​Tjalda.is

Laug­ar­hóll í Bjarnafirði

Þriðja ódýr­asta tjaldsvæði lands­ins er við Laug­ar­hól í Bjarnafirði, en frá svæðinu er stutt að fara á Hót­el Laug­ar­hól þar sem hægt er að finna veit­ingastað, sund­laug og heit­an nátt­úrupott. 

Á tjaldsvæðinu kost­ar nótt­in fyr­ir full­orðna 1.200 krón­ur. Börn frá aldr­in­um 6-12 ára borga 600 krón­ur fyr­ir nótt­ina og er gist­ing á svæðinu frí fyr­ir börn yngri en 6 ára. Þá er gistinátta­skatt­ur á hverja ein­ingu 333 krón­ur. Á svæðinu er aðgengi að köldu vatni og sal­erni. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu. 

Þriðja ódýrasta tjaldsvæðið er við Laugarhól í Bjarnafirði.
Þriðja ódýr­asta tjaldsvæðið er við Laug­ar­hól í Bjarnafirði. Ljós­mynd/​Tjalda.is
mbl.is