Þriðja tilboðið hugsanlega á leiðinni

Skaginn 3X gjaldþrota | 17. júlí 2024

Þriðja tilboðið hugsanlega á leiðinni

Hugsanlegt er að þriðja tilboðið sé á leiðinni í þrotabú fyrirtækisins Skagans 3X.

Þriðja tilboðið hugsanlega á leiðinni

Skaginn 3X gjaldþrota | 17. júlí 2024

mbl.is

Hugs­an­legt er að þriðja til­boðið sé á leiðinni í þrota­bú fyr­ir­tæk­is­ins Skag­ans 3X.

Hugs­an­legt er að þriðja til­boðið sé á leiðinni í þrota­bú fyr­ir­tæk­is­ins Skag­ans 3X.

Skipta­stjóri þrota­bús­ins mun í dag funda með for­svars­mönn­um ís­lensks fyr­ir­tæk­is þess efn­is, að sögn Har­alds Bene­dikts­son­ar, bæj­ar­stjóra Akra­ness.

Nú þegar er verið að skoða til­boð frá ís­lensk­um fjár­fest­um sem tek­ur til allra eigna þrota­bús­ins auk fast­eigna þar sem starf­sem­in hef­ur verið hýst en eru ekki í eigu þrota­bús­ins.

Annað til­boð hef­ur einnig borist í hluta rekst­urs­ins frá fyr­ir­tæk­inu KAPP.

„Sam­kvæmt okk­ar vitn­eskju eru þessi tvö til­boð form­leg en við vit­um aft­ur á móti af hreyf­ing­um frá þriðja aðila sem er sömu­leiðis til end­ur­reisn­ar en ég veit ekki á hvaða stigi það er,“ seg­ir Har­ald­ur.

Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness.
Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri Akra­ness. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ótt­ast að starf­sem­in flytji annað

Aðspurður seg­ist hann ekki vera hissa á þess­um áhuga og nefn­ir að hann sé einnig ánægður með að aðilar séu komn­ir sem vilja end­ur­reisa í bæn­um.

Har­ald­ur kveðst þó hafa áhyggj­ur af því ef Íslands­banki tel­ur það sér í hag að skipta fyr­ir­tæk­inu upp.

„Við höf­um ástæðu til að ótt­ast það að bank­inn horfi meira í eig­in hag held­ur en í heild­ar­hag Akra­nes­kaupstaðar,“ seg­ir hann og bend­ir á að KAPP sé með starf­semi á höfuðborg­ar­svæðinu og að starf­semi Skag­ans 3X gæti því flust þangað.

„Þegar maður skoðar hverj­ir eru eig­end­ur KAPP, sýn­ist mér Íslands­sjóðir [sem er í eigu Íslands­banka] vera þar stór aðili. Ég hef áhyggj­ur af þess­ari þróun.“

Eins og komið hef­ur fram er hús­næðið þar sem Skag­inn 3X var með starf­semi ekki í eigu þrota­bús­ins.

Har­ald­ur seg­ir að til þess að hægt verði að hafa starf­semi þar áfram þurfi að ná sam­komu­lagi við eig­and­ann um af­not af hús­næðinu. Það sé ekki til að ein­falda mynd­ina að ekki sé allt í einni sam­stæðu. Har­ald­ur kveðst þó vona að sam­talið við hann verði upp­byggi­legt.

Nóg fram­boð af lóðum 

Spurður út í mögu­leg­ar lóðir ann­arstaðar á Akra­nesi fyr­ir starf­sem­ina seg­ir hann að verið sé að ljúka gatna­gerð við nýtt hverfi fyr­ir at­vinnu­hús­næði, þ.e. í svo­kölluðum Græn­um iðngörðum rétt fyr­ir utan bæ­inn.

Bæði sé mikið fram­boð af lóðum fyr­ir at­vinnu­hús­næði á Akra­nesi og hag­stætt að byggja.

Hann nefn­ir þó að hús­næðið þar sem Skag­inn 3X var með starf­semi hafi að hluta til verið byggt utan um tæk­in og tól­in sem þar eru. Ekki sé auðvelt að flytja þau í burtu þótt ann­ar taki þau yfir.

„Þetta er svo­lítið stórt verk­efni.“

mbl.is