Dagsferðir fyrir börnin skammt frá höfuðborginni

Föndur og afþreying | 18. júlí 2024

Dagsferðir fyrir börnin skammt frá höfuðborginni

Margar fjölskyldur eru komnar í sumarfrí og sumum vantar eflaust hugmyndir að afþreyingu í grennd við höfuðborgina fyrir helgina. Fjölskylduvefur mbl.is tók því saman nokkrar spennandi dagsferðir sem ættu að hitta beint í mark hjá börnunum!

Dagsferðir fyrir börnin skammt frá höfuðborginni

Föndur og afþreying | 18. júlí 2024

Skelltu þér í dagferð með börnin!
Skelltu þér í dagferð með börnin! Ljósmynd/Unsplash/Artem Kinaz

Marg­ar fjöl­skyld­ur eru komn­ar í sum­ar­frí og sum­um vant­ar ef­laust hug­mynd­ir að afþrey­ingu í grennd við höfuðborg­ina fyr­ir helg­ina. Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is tók því sam­an nokkr­ar spenn­andi dags­ferðir sem ættu að hitta beint í mark hjá börn­un­um!

Marg­ar fjöl­skyld­ur eru komn­ar í sum­ar­frí og sum­um vant­ar ef­laust hug­mynd­ir að afþrey­ingu í grennd við höfuðborg­ina fyr­ir helg­ina. Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is tók því sam­an nokkr­ar spenn­andi dags­ferðir sem ættu að hitta beint í mark hjá börn­un­um!

Laut­ar­ferð við Garðskaga­vita og halda á sjáv­ar­dýr­um í Sand­gerði

Fyr­ir for­vit­in börn sem elska dýr er gam­an að heim­sækja Þekk­ing­ar­set­ur Suður­nesja í Sand­gerði. Þar er frá­bær nátt­úru­sýn­ing þar sem má sjá lif­andi sjáv­ar­dýr og þau sem þora mega koma við þau. Einnig er að finna yfir 70 upp­stoppuð dýr á sýn­ing­unni, þar á meðal risa­vax­inn rost­ung. Eft­ir sýn­ing­una er til­valið að skoða hinn tign­ar­lega Garðskaga­vita í næsta bæ við og fara jafn­vel í laut­ar­ferð í fjör­unni við vit­ann.

Á Þekkingarsetri Suðurnesja meiga gestir koma við sjávarverurnar sem getur …
Á Þekk­ing­ar­setri Suður­nesja meiga gest­ir koma við sjáv­ar­ver­urn­ar sem get­ur verið frá­bær upp­lif­un fyr­ir börn­in! Ljós­mynd/​Pex­elx/​Mybrugh Roux

Hoppaðu um borð í vík­inga­skip og heilsaðu upp á skess­una í hell­in­um!

Á Reykja­nes­inu eru marg­ar æv­in­týra­leg­ar afþrey­ing­ar í boði fyr­ir börn, en í Reykja­nes­bæ er vík­inga­safn þar sem meðal ann­ars er hægt að fara um borð í vík­inga­skipið Íslend­ing sem sigldi alla leið til Am­er­íku árið 2000. Þegar staðið er í skip­inu er vel hægt að ímynda sér hvernig vík­ing­arn­ir sigldu um höf­in. Aðgengi er einnig gott fyr­ir fólk sem er í hjóla­stól eða á erfitt með gang.

Síðan er gam­an að halda æv­in­týr­inu áfram og heim­sækja Skess­una í Svarta­helli við smá­báta­höfn­ina í Gróf í Kefla­vík að kostnaðarlausu. Skess­an er aðal­sögu­per­sóna æv­in­týrs­ins Sigga og skess­an í fjall­inu eft­ir Her­dísi Eg­ils­dótt­ur, en hún hef­ur gefið út 16 barna­bæk­ur um skess­una. Nýj­asta sag­an fjall­ar um það þegar skess­an flutti til Suður­nesja en nú má sjá hana í fullri stærð heima í hell­in­um sín­um. Skess­an kann hins veg­ar ekki mikla mannasiði og á það til að prumpa hátt þegar gest­ir eru í heim­sókn!

Víkingaskipið Íslendingur.
Vík­inga­skipið Íslend­ing­ur. Ljós­mynd/Þ​orkell Þorkels­son

Göngu­ferð á Þing­völl­um og heim­sækja dýr­in á Slakka

Auðvelt er að fara með börn­in í skemmti­lega göngu­ferð um Þing­velli þar sem marg­ar mis­mun­andi göngu­leiðir, mest­megn­is á jafn­sléttu, er að finna. Það get­ur verið mik­il upp­lif­un fyr­ir krakka að sjá Öxar­ár­foss, ganga yfir brýrn­ar sem eru ná­lægt Þing­valla­kirkju og sjá fal­lega nátt­úru ásamt fjöl­breyttu dýra­lífi.

Eft­ir göng­una er hægt að keyra í um 35 mín­út­ur til að heim­sækja dýrag­arðinn Slakka, en þar er meðal ann­ars hægt að sjá litla kett­linga og stund­um hvolpa ásamt öðrum sæt­um dýr­um.

Oft má klappa dýrunum í Slakka.
Oft má klappa dýr­un­um í Slakka. Ljós­mynd/​mbl.is

Nátt­úru­laug­in Guðlaug og Hopp­land á Akra­nesi

Það er ynd­is­legt að ylja sér í nátt­úru­laug­inni Guðlaugu og horfa yfir fjör­una og út á hafið en laug­in er staðsett við grjót­g­arðinn í fjör­unni við Langasand á Akra­nesi. Fyr­ir þá sem elska sjó­sund er til­valið að taka kald­an sund­sprett í sjón­um og fara svo beint í hlýja laug­ina eft­ir á.

Fjöl­skyld­ur sem eru sér­stak­lega æv­in­týra­gjarn­ar geta gengið fjör­una að enda og skellt sér í Hopp­land sem er skammt frá Guðlaugu. Hopp­land býður hóp­um og ein­stak­ling­um að hoppa út í sjó í blaut­bún­ing af stökkpöll­um sem eru allt að tíu metra háir! Það get­ur verið efl­andi fyr­ir sjálfs­traustið að ögra sér svo­lítið en oft mynd­ast skemmti­leg stemn­ing þegar fjöl­skyld­an tekst á við áskor­un sam­an. Þjálfað og reynslu­mikið starfs­fólk tek­ur á móti stökkvur­um og halda uppi stemn­ing­unni á svæðinu.

Hoppland er með aðstöðu á Akranesi. Hoppaðu ef þú þorir!
Hopp­land er með aðstöðu á Akra­nesi. Hoppaðu ef þú þorir! Ljós­mynd/​Aðsend

Göngu­ferð í Reykja­dal og önn­ur afþrey­ing í Hvera­gerði

Ung­ir og dug­leg­ir göngugarp­ar gætu gengið þrjá kíló­metra að heita lækn­um í Reykja­dal fyr­ir utan Hvera­gerði. Það get­ur verið ein­stök upp­lif­un að fyr­ir börn að upp­lifa Ísland á al­gjör­lega nýj­an hátt og prófa að fara í heit­an læk! Gott er að hafa í huga að aðeins lít­ill skjól­vegg­ur er til staðar til að skipta um föt sem er hluti af nátt­úru­upp­lif­un­inni.

Fyr­ir þá sem treysta sér ekki í göng­una í Reykja­dal er margt annað hægt að gera í Hvera­gerði. Til dæm­is er sund­laug­in í Lauga­sk­arði mjög huggu­leg og einnig er hægt að skella sér í sviflín­una Mega Zipline Ice­land sem ligg­ur yfir Svarta­gljúf­ur. Eft­ir fjörið er til­valið að fá sér eitt­hvað gott í gogg­inn í mat­höll­inni eða á þeim fjöl­mörgu frá­bæru veit­inga­stöðum sem Hvera­gerði hef­ur upp á að bjóða.

Tilvalið að slaka á í heita læknum í Reykjadal úti …
Til­valið að slaka á í heita lækn­um í Reykja­dal úti í fal­legri nátt­úru. Rax / Ragn­ar Ax­els­son
mbl.is