Emma Roberts trúlofuð

Poppkúltúr | 18. júlí 2024

Emma Roberts trúlofuð

Leikkonan Emma Roberts er trúlofuð kærasta sínum Cody John, leikara, eftir tveggja ára samband. 

Emma Roberts trúlofuð

Poppkúltúr | 18. júlí 2024

stjörnuparið Emma Roberts og Cody John eru trúlofuð.
stjörnuparið Emma Roberts og Cody John eru trúlofuð. Samsett mynd

Leikkonan Emma Roberts er trúlofuð kærasta sínum Cody John, leikara, eftir tveggja ára samband. 

Leikkonan Emma Roberts er trúlofuð kærasta sínum Cody John, leikara, eftir tveggja ára samband. 

Roberts tilkynnti trúlofunina á samfélagsmiðlum sínum á dögunum. 

„Ég set þetta bara hingað inn áður en mamma mín segir öllum,“ skrifar leikkonan við huggulega mynd af sér með stóran gylltan demantshring að faðma sinn heittelskaða.

Parið fór að stinga saman nefjum sumarið 2022 eftir að sameiginlegir vinir kynntu þau fyrir hvort öðru. Í ágúst sama ár fór það ekki framhjá neinum að parið væri yfir sig ástfangið þar sem John birti mynd af þeim kyssast á snekkju.

Roberts og John í rómantískri siglingu á snekkju.
Roberts og John í rómantískri siglingu á snekkju. Skjáskot/Instagram

Heimildarmaður segir að Roberts hafi fallið fyrir John út af persónuleika hans en það er alltaf stutt í grínið hjá parinu. Hann bætir við að í byrjun sambandsins hafi Roberts alls ekki viljað drífa sig í nýtt samband.

Leikkonan á eitt barn út fyrra sambandi með Garrett Hedlund, leikara, sem kom í heiminn í desember 2020, en ástin slokknaði hjá parinu árið 2022. 

Page six

View this post on Instagram

A post shared by Emma Roberts (@emmaroberts)

mbl.is