Fjöldatakmörk ekki lausnin

Leigubílaþjónusta | 18. júlí 2024

Fjöldatakmörk ekki lausnin

Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir leigubílaþjónustuna þurfa að stíga meira inn í nútímann og hætta að kalla eftir því að markaðurinn fari í sama far og var áður en ný leigubifreiðalög voru tekin upp.

Fjöldatakmörk ekki lausnin

Leigubílaþjónusta | 18. júlí 2024

Pawel segir það vera í höndum aðila á leigubílamarkaðnum að …
Pawel segir það vera í höndum aðila á leigubílamarkaðnum að hlusta á markaðinn. mbl.is/Jim Smart

Pawel Bartoszek vara­borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar seg­ir leigu­bílaþjón­ust­una þurfa að stíga meira inn í nú­tím­ann og hætta að kalla eft­ir því að markaður­inn fari í sama far og var áður en ný leigu­bif­reiðalög voru tek­in upp.

Pawel Bartoszek vara­borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar seg­ir leigu­bílaþjón­ust­una þurfa að stíga meira inn í nú­tím­ann og hætta að kalla eft­ir því að markaður­inn fari í sama far og var áður en ný leigu­bif­reiðalög voru tek­in upp.

Hann seg­ir það vera í hönd­um aðila á leigu­bíla­markaðnum að hlusta á markaðinn og á það sem hann seg­ir. Þá geti þeir reynt að koma með lausn­ir sem tryggja þeim áfram góða stöðu á markaðnum.

Pawel Bartoszek.
Pawel Bartoszek. mbl.is/​Eggert

Beita þurfi lög­um

Um hvernig hann myndi vilja sjá lög­in end­ur­skoðuð seg­ir hann að ekki þurfi að taka stór skref í frjáls­ræðisátt en ekki ætti að taka skref til baka held­ur.

Seg­ir hann að þau vanda­mál sem upp hafa komið í kjöl­far nýju lag­anna verði ekki leyst með fjölda­tak­mörk­un­um. Þess í stað þurfi að beita lög­um.

„Ég hef ná­kvæm­lega ekk­ert á móti því að rík­is­valdið beiti sín­um úrræðum til þess að koma í veg fyr­ir óeðli­lega viðskipa­hætti,“ seg­ir Pawel og bæt­ir við:

„Rík­is­valdið þarf nátt­úru­lega að beita sinni sleggju af öll­um þunga til að geta komið í veg fyr­ir allt slíkt svo að heiðarlegt fólk geti staðið í sín­um viðskipt­um. En við eig­um að gera það með því að beita lög­um en ekki endi­lega beita fjölda­tak­mörk­un­um sem leiðum að því mark­miði.“

Um­fjöll­un­ina má finna í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is