Taka yfir Hvolsvöll um helgina

Hjólreiðar | 18. júlí 2024

Taka yfir Hvolsvöll um helgina

Tæplega 1.200 keppendur eru skráðir til leiks í alþjóðlegu hjólakeppninni The Rift sem hefst á Hvolsvelli á laugardaginn. Hjólað er upp á Fjallabak og í kringum Heklu á þeirri 200 kílómetra leið sem keppendur munu fara um. Mikill meirihluti keppenda kemur erlendis frá og hefur um helmingur þeirra tekið þátt áður. Nýjungar verða í kvennaflokkinum í ár og miðað við veðurspá virðast veðurguðir ætla að vera í liði með hjólreiðafólkinu.

Taka yfir Hvolsvöll um helgina

Hjólreiðar | 18. júlí 2024

Hjólað er frá Hvolsvelli inn á Syðra-Fjallabak og að Landmannahelli, …
Hjólað er frá Hvolsvelli inn á Syðra-Fjallabak og að Landmannahelli, hring um Heklu og til baka, samtals 200 km. Ljósmynd/The Rift

Tæp­lega 1.200 kepp­end­ur eru skráðir til leiks í alþjóðlegu hjóla­keppn­inni The Rift sem hefst á Hvols­velli á laug­ar­dag­inn. Hjólað er upp á Fjalla­bak og í kring­um Heklu á þeirri 200 kíló­metra leið sem kepp­end­ur munu fara um. Mik­ill meiri­hluti kepp­enda kem­ur er­lend­is frá og hef­ur um helm­ing­ur þeirra tekið þátt áður. Nýj­ung­ar verða í kvenna­flokk­in­um í ár og miðað við veður­spá virðast veðurguðir ætla að vera í liði með hjól­reiðafólk­inu.

Tæp­lega 1.200 kepp­end­ur eru skráðir til leiks í alþjóðlegu hjóla­keppn­inni The Rift sem hefst á Hvols­velli á laug­ar­dag­inn. Hjólað er upp á Fjalla­bak og í kring­um Heklu á þeirri 200 kíló­metra leið sem kepp­end­ur munu fara um. Mik­ill meiri­hluti kepp­enda kem­ur er­lend­is frá og hef­ur um helm­ing­ur þeirra tekið þátt áður. Nýj­ung­ar verða í kvenna­flokk­in­um í ár og miðað við veður­spá virðast veðurguðir ætla að vera í liði með hjól­reiðafólk­inu.

Skipu­leggj­end­ur keppn­inn­ar segj­ast leggja sér­staka áherslu í ár að gera svæðið í kring­um enda­markið sem skemmti­leg­ast, fyr­ir kepp­end­ur, fjöl­skyld­ur þeirra og aðra áhorf­end­ur. Hvetja þeir áhuga­samt hjól­reiðafólk til að fjöl­menna eft­ir há­degi á laug­ar­dag­inn á Hvolsvöll til að taka þátt í hjól­reiðaveisl­unni og skapa skemmti­lega stemn­ingu.

Píla­gríms­ferð til fyr­ir­heitna lands­ins

Þetta er í fimmta skipti sem keppn­in fer fram, en hún laðar til lands­ins um 3.000 er­lenda gesti ár hvert þar sem mjög al­gengt er að kepp­end­ur komi hingað með fjöl­skyld­um og staldri við hér á landi í ein­hvern tíma fyr­ir og eft­ir keppni.

Það er ís­lenski hjóla­fram­leiðand­inn Lauf cycl­ing sem stend­ur á bak við keppn­ina, en hún var fyrst hald­in árið 2019, eft­ir að fyr­ir­tækið setti á markað sitt fyrsta mal­ar­hjól. Varð keppn­in þannig að einskon­ar píla­gríms­ferð fyr­ir áhuga­sama hjól­reiðamenn sem vildu fá að hjóla um í lands­lag­inu þar sem hug­mynd­in að Lauf-hjól­un­um fædd­ist. Hafa hjól­in enda vakið verðskuldaða at­hygli á und­an­förn­um árum vegna sér­staks demp­aragaffals sem er nokkuð frá­brugðinn hefðbundn­um demp­ur­um á hjól­um.

Stór hluti kem­ur ár eft­ir ár

Ólaf­ur Thor­ar­en­sen, sölu- og markaðsstjóri hjá Lauf, seg­ir að af þeim tæp­lega 1.200 sem eru skráðir til leiks komi 90% er­lend­is frá og tals­verður meiri­hluti þeirra frá Banda­ríkj­un­um, en þar hafa mal­ar­hjól­reiðar átt hvað bestu gengi að fagna. Ólaf­ur seg­ir að rest­in af er­lendu kepp­end­un­um komi víðs veg­ar að úr heim­in­um, en flest­ir þó frá Evr­ópu. Þeir sem lengst komi að komi alla leið frá Ástr­al­íu til þess að taka þátt í keppn­inni. Allt að helm­ing­ur hafi einnig komið áður og marg­ir oft­ar en einu sinni. Því sé ljóst að keppn­in tog­ar fast í marga mal­ar­hjól­reiðamenn sem eru með hana sem fast­an punkt á hjóla­da­ga­tal­inu sínu.

Upp­selt hef­ur verið öll árin í The Rift, en annað árið þurfti þó að af­lýsa keppn­inni vegna far­ald­urs­ins. Síðan þá hef­ur henni vaxið fisk­ur um hrygg og eft­ir­spurn­in alltaf verið meiri en fram­boð miða. Fyrstu þrjú árin var miðum í keppn­ina fjölgað nokkuð og upp í nú­ver­andi fjölda. Hef­ur sá fjöldi hald­ist síðan, en Ólaf­ur seg­ir að það sé í raun skort­ur á gistiplássi í ná­grenni Hvolsvall­ar sem komi í veg fyr­ir að keppn­in sé stækkuð enn meira. Ræst sé snemma að morgni og því séu kepp­end­ur ekki spennt­ir fyr­ir því að gista t.d. á höfuðborg­ar­svæðinu og keyra yfir 100 km um miðja nótt.

„Við vilj­um ekk­ert endi­lega stækka keppn­ina mikið, en 1.500 kepp­end­ur væri reynd­ar æðis­legt," seg­ir hann og bend­ir á að verið sé að byggja nýtt hót­el á Hvols­velli sem mun ef­laust hjálpa eitt­hvað til.

Nokkur vöð eru á leiðinni, meðal annars þetta hér sem …
Nokk­ur vöð eru á leiðinni, meðal ann­ars þetta hér sem er í Fiská. Sum­ir skella sér yfir á ferðinni meðan aðrir velja ör­ugg­ari kost­inn og stökkva af baki. Ljós­mynd/​The Rift

Dvelja fleiri næt­ur á Hvols­velli

Þá nefn­ir Ólaf­ur einnig á að meðald­völ kepp­enda á Hvols­velli og ná­grenni í heim­sókn sinni til lands­ins sé 3-4 næt­ur. Yfir há­sum­ar­tím­ann er ekki óal­gengt að ferðamenn séu að keyra um landið og er meðal­tími á hverj­um stað því færri næt­ur og seg­ir hann að þetta því sér­stak­lega gott fyr­ir ferðaþjón­ust­una. Til viðbót­ar seg­ir Ólaf­ur að stór hluti þeirra sem taki þátt nýti tæki­færið og haldi í viku ferðalag um landið fyr­ir eða eft­ir keppn­ina.

The Rift er bæði keppni fyr­ir at­vinnu­menn sem horfa á góðan ár­ang­ur sem stórt prik í fer­il­skrána og áhuga­fólk sem er að keppa við sjálft sig og aðra í svipuðum getu­flokki. Ekki er óal­gengt að fólk sem nálg­ast miðjan ald­ur finni sig í úti­vist, hvort sem um er að ræða ut­an­vega­hlaup eða hjól­reiðar og seg­ir Ólaf­ur ekk­ert leynd­ar­mál að stærsti hluti kepp­enda í The Rift sé á aldr­in­um 40 til 60 ára.

„Þetta er fólk í allskon­ar formi,“ seg­ir hann og bend­ir á að sum­ir séu eins og at­vinnu­menn meðan aðrir séu þrek­lega vaxn­ir og meira gam­an af því að lifa og njóta en að ná besta tím­an­um. Aðallega snú­ist þetta þá um að keppa við sjálf­an sig. Með þenn­an ald­urs­flokk seg­ir Ólaf­ur einnig að al­mennt sé um nokkuð efnaða ferðamenn að ræða sem séu á dýr­ari gerðinni af hjól­um og komi hingað til lands, þrátt fyr­ir hátt verðlag, og ferðist um með fjöl­skyld­unni.

Það að setja upp stóra keppni sem þessa, þar sem hjólað er 200 km leið þar af stór hluti á há­lend­inu, er ekki ein­föld aðgerð. Ólaf­ur seg­ir að Lauf ráði sér­stak­an skipu­leggj­anda, Hrann­ar Haf­steins­son hjá Live producti­on, til að sjá um upp­setn­ingu, merk­ing­ar og ým­iss önn­ur mál tengt keppn­is­hald­inu og þegar allt sé tekið sam­an nemi sú vinna lík­lega 25-30% starfi yfir árið. Að sama skapi sé hann sjálf­ur í um 15% hlut­falli yfir árið sem teng­ist bara ut­an­um­haldi, sam­skipt­um og öðru skipu­lagi við keppn­ina

Þegar nálg­ast keppn­is­dag eykst þetta hlut­fall nokkuð og seg­ir Ólaf­ur í smá gríni að nótt­in í nótt hafi lík­leg­ast verið sú síðasta í þrjá til fjóra sól­ar­hringa þar sem hann fær al­menni­leg­an svefn. Í raun seg­ir hann að öll at­hygli annarra starfs­manna Lauf fari líka í keppn­ina síðustu dag­ana fyr­ir ræs­ingu.

Hjólreiðakappinn Guðlaugur Stefán Egilsson með Krakatind í bakgrunni á einum …
Hjól­reiðakapp­inn Guðlaug­ur Stefán Eg­ils­son með Krakatind í bak­grunni á ein­um hæsta og bratt­asta kafla leiðar­inn­ar. Fáir ef ein­hverj­ir ná að hjóla upp þessa brekku, en leiðin niður er þeim mun áhuga­verðari. Ljós­mynd/​The Rift

70 starfs­menn kring­um keppn­ina

Ólaf­ur seg­ir Lauf hafa verið gríðarlega heppið með teymi í kring­um keppn­is­haldið og það hafi að mestu verið óbreytt síðustu þrjú árin. Fyr­ir utan að sjá um ræs­ingu og um­gjörð við enda­markið þarf ör­ygg­is­gæslu í braut­inni, starfs­menn á drykkj­ar- og mat­ar­stöðvar, aðstoð við vöð og al­menna stjórn­un. Ólaf­ur seg­ir að hóp­ur­inn stækki alltaf þegar nær dragi keppni, en á keppn­is­dag­inn sjálf­an séu tæp­lega 70 starfs­menn.

Það er þó ekki aðeins keppt í 200 km vega­lengd, því einnig er boðið upp á 100 km og seg­ir Ólaf­ur að um 25% kepp­enda fari þá vega­lengd. Þá er einnig í boði þægi­legt 45 km sam­hjól á keppn­is­dag, en slíkt sé meðal ann­ars vin­sælt meðal maka kepp­enda og annarra sem mæti til að fylgj­ast með. Ekki þarf að skrá sig í sam­hjólið og hefst það um klukk­an 10 á laug­ar­dag­inn.

Breyt­ing­ar á kvenna­flokk­in­um

Í ár var ákveðið að gera breyt­ingu á kvenna­flokki þannig að kon­urn­ar fara af stað hálf­tíma á und­an körl­un­um, eða klukk­an 7:00 meðan karl­arn­ir ræsa 7:30. Seg­ir Ólaf­ur þetta gert til kven­kepp­end­ur fái sína eig­in keppni og séu meira að keppa við aðrar kon­ur en að keppa við karl­ana. Hlut­fall kvenna meðal þátt­tak­enda er um 20%, en það ger­ir yfir 200 kon­ur, þannig að um nokkuð stór­an hóp er að ræða.

Meðal er­lendra kepp­enda sem munu lík­lega skipa sér í fremsta flokk í keppn­inni í ár eru þau Si­men Nor­dahl Svendsen, en hann varð öll­um að óvör­um sig­ur­veg­ari í fyrra og mun lík­lega gera allt sem hann get­ur til að verja titil­inn. Í kvenna­flokki verða meðal ann­ars þær Morg­an Aguir­re sem hjól­ar með Enough cycl­ing og Leah Van der Lind­en. Þá er rétt að nefna að þrjár af helstu ís­lensku von­ar­stjörn­un­um mæta til leiks, en það er þríeykið Krist­inn og Davíð Jóns­syn­ir og Breki Gunn­ars­son. Þá er gamla brýnið Haf­steinn Ægir Geirs­son einnig skráður til leiks og það er aldrei hægt að af­skrifa hann. Þannig varð Krist­inn um dag­inn Íslands­meist­ari í götu­hjól­reiðum og Haf­steinn í öðru sæti.

Keppendur í The Rift eru með mismunandi markmið. Meðan sumir …
Kepp­end­ur í The Rift eru með mis­mun­andi mark­mið. Meðan sum­ir kepp­ast við tím­ann eru aðrir helst í keppni við sjálf­an sig og að ná að sigr­ast á ís­lenskri nátt­úru og 200 km vega­lengd­inni. Svo er auðvitað mik­il­vægt að hafa góða skapið með í svona verk­efni. Ljós­mynd/​The Rift

„Komdu og njóttu með okk­ur“

Ólaf­ur seg­ir að í ár verði auk­in áhersla sett á markið og svæðið þar í kring. „Við ætl­um að gera það að mun skemmti­legri upp­lif­un þegar fólk kem­ur í markið.“ Seg­ir hann að mun meira verði í boði en bara að koma í mark og svo upp á hót­el í sturtu. Í fyrra skapaðist nokkuð góð stemn­ing þegar fólk fékk sér pylsu og eitt­hvað að drekka eft­ir keppn­ina og slakaði á við enda­markið til að spjalla við aðra hjól­ara. Seg­ir Ólaf­ur að auk­in áhersla sé sett á þetta atriði til að skapa sem bestu stemn­ing­una. Þannig verði fullt af veit­ing­um í boði, hoppu­kastal­ar fyr­ir börn, klakabað til að leggj­ast í beint eft­ir keppn­ina og margt fleira. Aðaláhersl­an sé að búa til góðar minn­ing­ar fyr­ir alla sem komi.

„Við hvetj­um alla þá sem hafa áhuga á hjól­reiðum að koma á Hvolsvöll upp úr há­degi og taka á móti hjól­ur­um, fá sér pylsu og eitt­hvað að drekka með því. Þú ert ekki nema eina og hálfa klukku­stund aust­ur og það verður gam­an hjá okk­ur við enda­markið,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að lok­um: „Komdu og njóttu með okk­ur því þetta er al­vöru keppni.“

mbl.is