Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, trúlofaðist sínum heittelskaða, Jakob Fannari Hansen, í byrjun júlímánaðar.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, trúlofaðist sínum heittelskaða, Jakob Fannari Hansen, í byrjun júlímánaðar.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, trúlofaðist sínum heittelskaða, Jakob Fannari Hansen, í byrjun júlímánaðar.
Bónorðið var afar rómantískt, eins og atriði úr bíómynd, en Jakob Fannar fór á skeljarnar og bað Gerðar um borð í báti er parið sigldi um hið djúpbláa Garda-vatn, stærsta stöðuvatn Ítalíu.
Gerður svífur enn um á bleiku skýi, enda ógleymanlegt augnablik, og deildi myndskeiði af bónorðinu með fylgjendum sínum á Instagram á föstudag.
Það má sko læra ýmislegt um rómantík af myndskeiðinu.
„Hið fullkomna bónorð,” skrifaði Gerður við færsluna.