Réttað aftur yfir Weinstein í nóvember

MeT­oo - #Ég líka | 19. júlí 2024

Réttað aftur yfir Weinstein í nóvember

Búist er við því að ný réttarhöld, í kjölfar ógildingar dóms yfir kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein, hefjist 12. nóvember.

Réttað aftur yfir Weinstein í nóvember

MeT­oo - #Ég líka | 19. júlí 2024

Dómurinn fyrri var ógiltur í apríl.
Dómurinn fyrri var ógiltur í apríl. AFP

Bú­ist er við því að ný rétt­ar­höld, í kjöl­far ógild­ing­ar dóms yfir kvik­mynda­fram­leiðand­an­um Har­vey Wein­stein, hefj­ist 12. nóv­em­ber.

Bú­ist er við því að ný rétt­ar­höld, í kjöl­far ógild­ing­ar dóms yfir kvik­mynda­fram­leiðand­an­um Har­vey Wein­stein, hefj­ist 12. nóv­em­ber.

Wein­stein var dæmd­ur fyr­ir nauðgun í mál­inu og til 23 ára fang­elsis­vist­ar. 

CBS grein­ir frá.

Dóm­ur í máli Wein­stein frá ár­inu 2020 var ógilt­ur í apríl á þessu ári og vísað á ný til lægra dóm­stigs.

Dóm­ur­inn var ógilt­ur þar sem dóm­ar­inn í mál­inu er tal­inn hafa gert mis­tök með því að leyfa sak­sókn­ur­um í mál­inu að kalla til vitni sem sögðu frá at­b­urðum sem voru ekki hluti af ákæru máls­ins. 

Greint er frá því að sak­sókn­ari hygg­ist bera fram ný sönn­un­ar­gögn máli sínu til stuðnings en fleiri kon­ur hafi fall­ist á að bera vitni gegn Wein­stein. 

mbl.is