Góð ráð til nýbakaðra mæðra

Mamman | 20. júlí 2024

Góð ráð til nýbakaðra mæðra

Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, birti á dögunum færslu á Instagram þar sem hún gaf góð ráð til nýbakaðra mæðra. 

Góð ráð til nýbakaðra mæðra

Mamman | 20. júlí 2024

Móðurhlutverkið er margslungið.
Móðurhlutverkið er margslungið. Ljósmynd/Kelly Sikkema

Haf­dís Guðna­dótt­ir, ljós­móðir og svefn­ráðgjafi barna, birti á dög­un­um færslu á In­sta­gram þar sem hún gaf góð ráð til nýbakaðra mæðra. 

Haf­dís Guðna­dótt­ir, ljós­móðir og svefn­ráðgjafi barna, birti á dög­un­um færslu á In­sta­gram þar sem hún gaf góð ráð til nýbakaðra mæðra. 

„Að vera heima í fæðing­ar­or­lofi með ný­fætt barn get­ur verið virki­lega krefj­andi tími. Þú ert með lítið barn sem þarf 100% á þér að halda og þú gef­ur allt þitt til, þess vegna er auðvelt að gleyma sín­um eig­in þörf­um.

Það sem mér finnst mik­il­vægt á þess­um tíma:

  • Að gera eitt­hvað sem eyk­ur þína vellíðan, mjög mjög mik­il­vægt! Þarf ekki að vera flókið eða mikið, smá facial rútína, dek­ur sturta, setj­ast og anda inn og út í 5 mín, gera stutta heima æf­ingu ef þú ert kom­in þangað, fá þér eitt­hvað gott að borða.
  • Að fara aðeins út úr húsi get­ur gert mjög mikið fyr­ir mann. 
  • Varðandi svefn barns­ins, gerðu það sem virk­ar til að róa og svæfa. Það er mjög hjálp­legt ef barnið get­ur sofnað á hina ýmsu vegu, á brjóst­inu, út frá ruggi, klappi, í rúm­inu með klappi eða höfuðstrok­um, á ferðinni. 
  • Þegar þú vakn­ar við barnið á næt­urn­ar, hlustaðu eft­ir því hvort það er bara að rumska á milli svefn­hringja eða gefa frá sér hljóð í svefni, eða hvort það sé svangt og þarf að drekka. Við vilj­um ekki trufla það ef það er sof­andi,“ skrif­ar Haf­dís í færsl­unni. 

 

mbl.is