Draumaeldhús í 127 fm íbúð í Vesturbænum

Heimili | 21. júlí 2024

Draumaeldhús í 127 fm íbúð í Vesturbænum

Við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna afar sjarmerandi endaíbúð á efstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1956. Eignin telur alls 127 fm og hefur verið innréttuð á fallegan máta. 

Draumaeldhús í 127 fm íbúð í Vesturbænum

Heimili | 21. júlí 2024

Eignin er á efstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var …
Eignin er á efstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1956. Samsett mynd

Við Hjarðar­haga í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur er að finna afar sjarmer­andi enda­í­búð á efstu hæð í snyrti­legu fjöl­býl­is­húsi sem reist var árið 1956. Eign­in tel­ur alls 127 fm og hef­ur verið inn­réttuð á fal­leg­an máta. 

Við Hjarðar­haga í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur er að finna afar sjarmer­andi enda­í­búð á efstu hæð í snyrti­legu fjöl­býl­is­húsi sem reist var árið 1956. Eign­in tel­ur alls 127 fm og hef­ur verið inn­réttuð á fal­leg­an máta. 

Eld­húsið gríp­ur strax augað, en það er í opnu og björtu al­rými ásamt borðstofu og stofu. Þar má sjá ljósa stíl­hreina inn­rétt­ingu með góðu vinnu- og skápaplássi sem tón­ar fal­lega við fag­ur­gul­an lit sem prýðir veggi og loft rým­is­ins.

Falleg hönnun og mjúkir litir eru í forgrunni í eldhúsinu.
Fal­leg hönn­un og mjúk­ir lit­ir eru í for­grunni í eld­hús­inu. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is

Fag­ur­gult eld­hús og dönsk hönn­un

Í eld­hús­inu má einnig sjá flotta út­færslu á svo­kölluðum tækja­skáp sem fell­ur inn í inn­rétt­ing­una og gef­ur rým­inu skemmti­leg­an karakt­er. Fal­leg­ir hönn­un­ar­mun­ir prýða einnig rýmið, þar á meðal hið fal­lega Drop Chand­elier Bulp-ljós frá 101 Copen­hagen sem er inn­blásið af dönsk­um mód­ern­isma og set­ur svip sinn án efa á rýmið. 

Eign­in stát­ar af fjór­um svefn­her­bergj­um og einu baðher­bergi. Ásett verð er 103.900.000 króna. 

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Hjarðar­hagi 40

Eignin er björt með fallegum gluggum.
Eign­in er björt með fal­leg­um glugg­um. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is
Fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi prýða eignina.
Fjög­ur svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi prýða eign­ina. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is
mbl.is