Afkomuspá Play felld úr gildi

Flugfélagið Play | 22. júlí 2024

Afkomuspá Play felld úr gildi

Vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gefur vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play verði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður.

Afkomuspá Play felld úr gildi

Flugfélagið Play | 22. júlí 2024

Uppgjör Play fyrir 2. ársfjórðung verður kynnt síðar í þessari …
Uppgjör Play fyrir 2. ársfjórðung verður kynnt síðar í þessari viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gefur vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play verði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður.

Vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gefur vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play verði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play til Kauphallarinnar. Þó er tekið fram að afkoman stefni í að vera betri en á síðasta ári, en það er ekki útfært nánar í tilkynningunni. Play mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudag.

„Erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga um þessar mundir gefur PLAY tilefni til að veita ekki frekari leiðsögn um rekstrarþætti félagsins fram á við,“ segir í tilkynningunni.

Tap Play á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam um þremur milljörðum króna, en tap félagsins á síðasta ári nam um 4,8 milljörðum króna. Félagið tryggði sér fjóra milljarða króna í hlutafjárútboði í lok febrúar sl. Forstjóraskipti áttu sér stað um miðjan mars þegar Birgir Jónsson lét af störfum og Einar Örn Ólafsson, sem þá hafði verið stjórnarformaður, tók við starfinu.

mbl.is