Segir vararíkissaksóknara á bjargbrúninni

Segir vararíkissaksóknara á bjargbrúninni

„Hann verður að gæta sín mjög því hann má ekki gera sig vanhæfan til þess að fjalla um mál slíks fólks og þessi lína er náttúrlega óljós og erfitt að draga hana. En auðvitað verður hann að gæta þess,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari, um Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara og ummæli hans undanfarna daga.

Segir vararíkissaksóknara á bjargbrúninni

Vararíkissaksóknari áminntur | 22. júlí 2024

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hann verður að gæta sín mjög því hann má ekki gera sig vanhæfan til þess að fjalla um mál slíks fólks og þessi lína er náttúrlega óljós og erfitt að draga hana. En auðvitað verður hann að gæta þess,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari, um Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara og ummæli hans undanfarna daga.

„Hann verður að gæta sín mjög því hann má ekki gera sig vanhæfan til þess að fjalla um mál slíks fólks og þessi lína er náttúrlega óljós og erfitt að draga hana. En auðvitað verður hann að gæta þess,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari, um Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara og ummæli hans undanfarna daga.

Umræða hefur skapast í samfélaginu undanfarið vegna opinberrar tjáningar vararíkissaksóknarans. Í samtali við mbl.is 16. júlí lét Helgi þau orð falla að Ísland væri að breytast og að ýmis dæmi væru um að hingað til lands komi menn sem hafi önn­ur viðhorf til ná­ung­ans, laga, reglna og mann­rétt­inda.

Kom sú umræða í kjölfar dómsmáls Mohamad Kourani sem hafði meðal annars átt í hótunum við Helga um árabil.

Oddur Ástþórsson lögmaður sagði þá orðræðu Helga ala á sundrung og fordómum.

Hættur sem allir hjóti að geta talað um

Aðspurður segir Jón Steinar að Helgi þurfi að fara varlega og gæta sín á því að gera sig ekki vanhæfan en hann vill ekki kveða svo sterkt að orði að orðræða Helga hafi kastað rýrð á hann eða hæfni hans til að sinna starfi sínu.

„Hann er í raun og veru bara að tala um að þessar árásir sem eru á hann persónulega og fjölskyldu hans. En hann fyrst og fremst er auðvitað bara að tala um það er mjög háskalegt fyrir okkur að fá hingað inn menn sem kannski tengjast hryðjuverkasamtökum úti í heimi sem við vitum að er nú alveg nóg af. Þetta eru hættur sem allir hljóta að geta talað um. Hann hlýtur að mega taka þátt í umræðum opinberlega um það svo lengi sem hann er ekki að tala um einhverja einstaka menn sem hann hefur það fyrir sökum. Það má hann auðvitað ekki gera,“ segir Jón. 

Helgi fari alveg út á bjargbrúnina

Leiðir þá umræðan að félaginu Solaris sem segja Helga hafa gert sig vanhæfan í starfi sínu er hann sakaði hjálparsamtökin um að berjast hörðum höndum „fyr­ir nær óheft­um aðgangi fólks frá Miðaust­ur­lönd­um að Íslandi, að því er virðist, án þess að láta sig varða bak­grunn þess fólks og hugs­an­leg tengsl við öfga- og hryðju­verka­sam­tök.“

Solaris fordæmdi ummæli Helga þær ásakanir sem hann setti fram á hendur samtakanna, sjálfboðaliðum þeirra og skjólstæðingum. Segir Jón að Helgi megi ekki setja fram slíkar ásakanir hafi hann enga formlega vitneskju um þær.

„Þetta er dálítið vandmeðfarið. Annars vegar er það þannig að hann hefur auðvitað tjáningarfrelsi til þess að fjalla um afbrot en hann má auðvitað ekki fara að saka einhverja einstaklinga eða félög um slíkt nema það sé viðurkennt eða hafi komið fram,“ segir Jón og nefnir að þá gæti vel verið að vararíkissaksóknarinn hafi þá brotið af sér. 

„Það er nú varla hægt að ásaka svona félag um það að hafa ekki kannað bakgrunn manna. Ég held að hann fari nú alveg út á bjargbrúnina þegar hann er að gefa það í skyn,“ segir fyrrum hæstaréttardómarinn að lokum. 

mbl.is