Takast á við 1.000 km á Vestfjörðum

Hjólreiðar | 22. júlí 2024

Lengsta hjólreiðakeppni Íslands hefst í vikunni

Á morgun leggja af stað 32 hjólreiðamenn frá Ísafirði í um 1.000 km langa ferð um Vestfirði þar sem þeir keppa í lengstu hjólreiðakeppni landsins. Ber keppnin nafnið Arna Westfjords Way Challenge og stendur í fimm daga.

Lengsta hjólreiðakeppni Íslands hefst í vikunni

Hjólreiðar | 22. júlí 2024

Hjólreiðamaður við Svalvoga.
Hjólreiðamaður við Svalvoga. Ljósmynd/Ágúst G. Atlason

Á morg­un leggja af stað 32 hjól­reiðamenn frá Ísaf­irði í um 1.000 km langa ferð um Vest­f­irði þar sem þeir keppa í lengstu hjól­reiðakeppni lands­ins. Ber keppn­in nafnið Arna West­fjords Way Chal­lenge og stend­ur í fimm daga.

Á morg­un leggja af stað 32 hjól­reiðamenn frá Ísaf­irði í um 1.000 km langa ferð um Vest­f­irði þar sem þeir keppa í lengstu hjól­reiðakeppni lands­ins. Ber keppn­in nafnið Arna West­fjords Way Chal­lenge og stend­ur í fimm daga.

Tyler Wacker er einn af keppn­is­stjór­un­um, en hann er einnig meðeig­andi Cycl­ing West­fjords ehf. og eig­andi hjól­reiðaversl­un­ar­inn­ar Fjord Hub. 

Tyler seg­ir í sam­tali við mbl.is að und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir keppn­ina hafi gengið vel, sér­stak­lega þar sem keppn­in sé nú hald­in í þriðja skipti og keppn­is­hald­ar­ar hafi öðlast reynslu í fyrri keppn­um og viti við hverju eigi að bú­ast. 

Keppendur að hjóla fram hjá Dynjanda.
Kepp­end­ur að hjóla fram hjá Dynj­anda. Ljós­mynd/Á​gúst G. Atla­son

Keppn­in fer fram á fimm dög­um þar sem hjólað er í fjóra daga og einn dag­ur er hvíld­ar­dag­ur, en fyrsti dag­ur keppn­inn­ar er 23. júlí. Þátt­tak­end­ur hjóla um 250 km á dag og fá tæki­færi til að skoða marga menn­ing­ar­lega staði á leiðinni. Er heild­ar­tími kepp­enda stöðvaður á menn­ing­ar­stopp­um þannig að þeir fái næg­an tíma til að njóta áhuga­verðra staða á Vest­fjörðum. „Við erum eina keppn­in í heim­in­um sem hef­ur blandað menn­ing­ar­leg­um gild­um inn í keppni,“ seg­ir Tyler. 

Keppendur hjóla leiðina í alls konar aðstæðum.
Kepp­end­ur hjóla leiðina í alls kon­ar aðstæðum. Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son
Hjólað saman í fallegu landslagi.
Hjólað sam­an í fal­legu lands­lagi. Ljós­mynd/Á​gúst G. Atla­son

Veita menn­ing­ar­verðlaun 

Veitt eru verðlaun fyr­ir besta tím­ann, frá fyrsta til þriðja sæt­is. Einnig eru veitt menn­ing­ar­verðlaun til þess kepp­anda sem lagði mest af mörk­um til að njóta menn­ing­ar­inn­ar á leiðinni. Tyler seg­ir að vel sé tekið á móti þátt­tak­end­um og að stemm­ing­in sé alltaf góð. 

Keppn­in býður einnig upp á þann val­kost að hjóla aðeins einn dag, frá Pat­reks­firði til Ísa­fjarðar, sem er 211 km leið. „Það er stóra keppn­in og svo er litla keppn­in,“ seg­ir Tyler, en sú keppni heit­ir Arctic Fish Midnig­ht Special og í ár taka 15 manns þátt í henni. 

Keppendur leggja af stað.
Kepp­end­ur leggja af stað. Ljós­mynd/Á​gúst G. Atla­son

Síðasti dag­ur­inn erfiðast­ur og fal­leg­ast­ur 

„Síðasti dag­ur­inn er erfiðast­ur og fal­leg­ast­ur. Við bætt­um við Arctic Fish Midnig­ht Special í fyrra sem ger­ir fólki kleift að hjóla aðeins síðasta dag­inn, en það er einnig keppni ein og sér. Þannig að þeir geta hjólað 211 km leiðina og hjólað með þeim sem eru að taka þátt í stóru keppn­inni,“ bæt­ir hann við. 

Á síðasta deg­in­um er meðal ann­ars farið fram hjá Dynj­anda, um hina mik­il­feng­legu Kjarans­braut, sem einnig er þekkt sem Sval­voga­veg­ur, Gem­lu­falls­heiði og Breiðdals­heiði áður en komið er til Ísa­fjarðar.

„Við erum sér­stak­lega spennt fyr­ir því að hinir frægu ís­lensku hjól­reiðamenn Ingvar Ómars­son og Haf­dís Sig­urðardótt­ir eru að taka þátt í stóru keppn­inni. Ingvar hjólaði Arctic Fish Midnig­ht Special í fyrra og hann vissi að hann yrði að koma aft­ur fyr­ir stóru keppn­ina,“ seg­ir Tyler. 

Tyler Wacker er einn af skipuleggjendum Westfjords way challenge.
Tyler Wacker er einn af skipu­leggj­end­um West­fjords way chal­lenge. Ljós­mynd/​Josh Wein­berg

„Þetta er mik­il hátíð, það er fullt af fólki sem kem­ur að horfa á hjól­reiðamenn­ina leggja af stað,“ seg­ir Tyler.

„Við byrj­um á Ísaf­irði og för­um svo suður. Litli­bær, Heydal­ur, Reykja­nes, Bjarn­ar­fjörður, Drangs­nes, Hólma­vík, Strand­ir, Borðeyri, Búðardal­ur, Fells­strönd, Skarðsströnd, Króks­fjarðarnes, Flóka­lund­ur, Birki­mel­ur, Pat­reks­fjörður, Bíldu­dal­ur, Dynj­andi, Hrafns­eyri, Þing­eyri, Kaffi Sól og svo endað á Ísaf­irði,“ seg­ir Tyler. 

Að sögn Tylers er fullt af fólki sem fylg­ist með keppn­inni á net­inu, en hægt er að fylgj­ast með staðsetn­ingu þátt­tak­enda í gegn­um alla keppn­ina. 

Keppendur í menningarstoppi á Litlabæ.
Kepp­end­ur í menn­ing­ar­stoppi á Litla­bæ. Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son
mbl.is