190 milljóna sumarhús við Þingvallavatn

Heimili | 23. júlí 2024

190 milljóna sumarhús við Þingvallavatn

Á fallegum útsýnisstað við Þingvallavatn stendur 267 fm sumarhús sem reist var árið 2013. Húsið stendur á 5.900 fm eignarlóð og hefur verið innréttað á sjarmerandi máta, en það var Rut Káradóttir innanhússarkitekt sem sá um hönnunina.

190 milljóna sumarhús við Þingvallavatn

Heimili | 23. júlí 2024

Ásett verð er 190.000.000 krónur.
Ásett verð er 190.000.000 krónur. Samsett mynd

Á fal­leg­um út­sýn­is­stað við Þing­valla­vatn stend­ur 267 fm sum­ar­hús sem reist var árið 2013. Húsið stend­ur á 5.900 fm eign­ar­lóð og hef­ur verið inn­réttað á sjarmer­andi máta, en það var Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt sem sá um hönn­un­ina.

Á fal­leg­um út­sýn­is­stað við Þing­valla­vatn stend­ur 267 fm sum­ar­hús sem reist var árið 2013. Húsið stend­ur á 5.900 fm eign­ar­lóð og hef­ur verið inn­réttað á sjarmer­andi máta, en það var Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt sem sá um hönn­un­ina.

Þegar kem­ur að efn­is­vali hef­ur greini­lega verið vandað til verka, en í hús­inu má sjá heill­andi efnivið og áferð sem setja svip sinn á rýmið. Þar á meðal má nefna flott­an við í sér­smíðuðum inn­rétt­ing­um og ís­lenskt stuðlaberg sem prýðir bæði gólf og arin.

Eld­hús og borðstofa eru í björtu og rúm­góðu al­rými með ein­stöku út­sýni yfir Þing­valla­vatn. Eld­hús­inn­rétt­ing­in er með sér­lega góðu vinnu- og skápaplássi ásamt stórri eyju, en frá borðstofu er út­gengt út á ver­önd. 

Sumarhúsið stendur á fallegum útsýnisstað við Þingvallavatn.
Sum­ar­húsið stend­ur á fal­leg­um út­sýn­is­stað við Þing­valla­vatn. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is
Eldhúsið er bjart og rúmgott.
Eld­húsið er bjart og rúm­gott. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is

Fal­leg­ur efniviður sem skap­ar hlý­lega stemn­ingu

Í stof­unni er einnig fal­legt út­sýni yfir vatnið og til fjalla en þar má sjá glæsi­leg­an arin úr stuðlabergi og þaðan er einnig út­gengt á ver­önd. Mik­ill sjarmi er yfir hús­inu og þó það sé nú­tíma­legt þá gef­ur hlý­leg­ur viður­inn í loft­um, hurðum og inn­rétt­ing­um eign­inni nota­lega sum­ar­húsa­stemn­ingu. 

Alls eru þrjú svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi í hús­inu. Ásett verð er 190.000.000 krón­ur. 

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Skála­brekku­gata

Í stofunni eru stórir gluggar sem veita einstakt útsýni.
Í stof­unni eru stór­ir glugg­ar sem veita ein­stakt út­sýni. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is
Eignin hefur verið innréttuð á skemmtilegan máta.
Eign­in hef­ur verið inn­réttuð á skemmti­leg­an máta. Ljós­mynd/​Af fast­eigna­vef mbl.is
mbl.is