Háð sólbrúnku og hunsar viðvörunarbjöllurnar

Áhugavert fólk | 23. júlí 2024

Háð sólbrúnku og hunsar viðvörunarbjöllurnar

Danski áhrifavaldurinn Camilla Sørensen, sem er 26 ára, hefur verið gagnrýnd harðlega á netinu en hún segist vera háð sólbrúnku. Netverjar segja að hún líti út fyrir að vera 30 árum eldri en hún er og hafa áhyggjur af því að hún þrói snemma með sér húðkrabbamein. 

Háð sólbrúnku og hunsar viðvörunarbjöllurnar

Áhugavert fólk | 23. júlí 2024

Danski áhrifavaldurinn Camilla Sørensen er háð sólbrúnku.
Danski áhrifavaldurinn Camilla Sørensen er háð sólbrúnku. Samsett mynd

Danski áhrifa­vald­ur­inn Camilla Søren­sen, sem er 26 ára, hef­ur verið gagn­rýnd harðlega á net­inu en hún seg­ist vera háð sól­brúnku. Net­verj­ar segja að hún líti út fyr­ir að vera 30 árum eldri en hún er og hafa áhyggj­ur af því að hún þrói snemma með sér húðkrabba­mein. 

Danski áhrifa­vald­ur­inn Camilla Søren­sen, sem er 26 ára, hef­ur verið gagn­rýnd harðlega á net­inu en hún seg­ist vera háð sól­brúnku. Net­verj­ar segja að hún líti út fyr­ir að vera 30 árum eldri en hún er og hafa áhyggj­ur af því að hún þrói snemma með sér húðkrabba­mein. 

Søren­sen svaraði fyr­ir sig í TikT­ok mynd­bandi sem hef­ur fengið yfir 17 millj­ón­ir áhorfa, en þar seg­ir hún sól­brúnk­una gefa henni aukið sjálfs­traust. 

Þrátt fyr­ir mikla gagn­rýni hef­ur hún verið dug­leg að deila metnaðarfullri sólbaðsrútínu sinni þar sem hún tal­ar einnig um hversu fljótt hún fær lit úti í sól­inni, en hún fylg­ist stöðugt með styrk út­fjólu­bláu geisl­anna á sumr­in.

Hver mín­úta í rútínu Søren­sen er út­pæld þar sem hún skipt­ist á að sóla fram­hlið og aft­ur­hlið lík­am­ans á 10, 15 og 20 mín­útna fresti. Þetta ferli end­ur­tek­ur hún í allt að fjór­ar klukku­stund­ir á dag. 

Heils­u­sér­fræðing­ar hafa varað við áhætt­um sem geta fylgt rútínu Søren­sen. Sam­kvæmt breska heil­brigðisráðuneyt­inu auka út­fjólu­blá­ir geisl­ar lík­urn­ar á húðkrabba­beini. Ungt fólk und­ir 25 ára er þá sér­stak­leg­an ber­skjaldað og lík­legra til að þróa með sér húðkrabba­mein ef ekki er farið var­lega í sól­inni. Sér­fræðing­ar bæta því við að sól­ar­vörn sé gríðarlega mik­il­væg.  

Dailymail

mbl.is