Þrjú tilboð í Skagann 3X til skoðunar

Skaginn 3X gjaldþrota | 23. júlí 2024

Þrjú tilboð í Skagann 3X til skoðunar

Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabús Skagans 3X, segir í samtali við mbl.is að þrjú tilboð séu nú til skoðunar í eignir fyrirtækisins.

Þrjú tilboð í Skagann 3X til skoðunar

Skaginn 3X gjaldþrota | 23. júlí 2024

Skiptastjóri í þrotabúi Skagans 3x leggur áherslu á að mikilvægt …
Skiptastjóri í þrotabúi Skagans 3x leggur áherslu á að mikilvægt sé að ljúka málinu fljótt til að koma í veg fyrir frekara tjón. mbl.is/Sigurður Bogi

Helgi Jó­hann­es­son, skipta­stjóri þrota­bús Skag­ans 3X, seg­ir í sam­tali við mbl.is að þrjú til­boð séu nú til skoðunar í eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins.

Helgi Jó­hann­es­son, skipta­stjóri þrota­bús Skag­ans 3X, seg­ir í sam­tali við mbl.is að þrjú til­boð séu nú til skoðunar í eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins.

„Það eru tvö til­boð núna á borðinu í ein­stak­ar eign­ir, síðan þetta eina til­boð í allt,“ seg­ir Helgi og á þar við til­boð frá ís­lensk­um fjár­fest­um sem tek­ur til allra eigna þrota­bús­ins auk fast­eigna þar sem starf­sem­in hef­ur verið hýst en eru ekki í eigu þrota­bús­ins.

Hann legg­ur áherslu á að mest sé verið að vinna í stóra til­boðinu sem nær yfir all­ar eign­irn­ar, en að til­boðin í ein­stak­ar eign­ir séu einnig í skoðun.

Vongóður um að fleiri til­boð ber­ist

Helgi von­ast til að fleiri til­boð ber­ist og seg­ist hafa heyrt að áhugi sé til staðar hjá fleir­um en þegar hafa sett fram til­boð. Hann tel­ur að það sé ákveðin stemn­ing í kring­um málið og von­ar að fleiri til­boð komi fram á næst­unni.

Mik­il­vægt að klára málið sem fyrst

Skipta­stjór­inn legg­ur áherslu á að mik­il­vægt sé að ljúka mál­inu fljótt til að koma í veg fyr­ir frek­ara tjón. Hann von­ar að niðurstaða fá­ist sem fyrst, þótt ekki sé hægt að segja ná­kvæma tíma­setn­ingu á því.

„Þetta er stórt mál og marg­ir hags­mun­ir sem tengj­ast þessu, en því fyrr því betra,“ seg­ir Helgi og bæt­ir við að hraðari niðurstaða sé nauðsyn­leg fyr­ir fyrr­um starfs­fólk Skag­ans 3x sem hann von­ar að fái vinnu aft­ur ef starf­sem­in fer í gang á ný.

„Þetta er allt sam­an unnið eins hratt og hægt er, en marg­ir sem koma að því,“ seg­ir Helgi.

mbl.is