Gervigreindin geti verið viðbót

Gervigreind | 24. júlí 2024

Gervigreindin geti verið viðbót

Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að þýðingar með gervigreind séu áhugaverðar og gott dæmi um það hvernig tæknin geti komið að gagni. Þó vakni upp spurningar um traust.

Gervigreindin geti verið viðbót

Gervigreind | 24. júlí 2024

Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun HÍ.
Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun HÍ. Ljósmynd/Julie Rowland

Páll Rafn­ar Þor­steins­son, verk­efna­stjóri hjá Siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands, seg­ir að þýðing­ar með gervi­greind séu áhuga­verðar og gott dæmi um það hvernig tækn­in geti komið að gagni. Þó vakni upp spurn­ing­ar um traust.

Páll Rafn­ar Þor­steins­son, verk­efna­stjóri hjá Siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands, seg­ir að þýðing­ar með gervi­greind séu áhuga­verðar og gott dæmi um það hvernig tækn­in geti komið að gagni. Þó vakni upp spurn­ing­ar um traust.

Rík­is­út­varpið hef­ur hafið út­gáfu á grein­um þýdd­um af gervi­greind. Grein­arn­ar eru hluti af sam­starfi sem nefn­ist „evr­ópskt sjón­ar­horn“ og er á veg­um Eurovisi­on.

„Þegar flagg­skip, eins og RÚV eða Morg­un­blaðið, byrj­ar að þreifa fyr­ir sér með gervi­greind þá eru þau að setja ákveðið for­dæmi. Þá vakn­ar áhuga­verð spurn­ing um það hvað við erum að normalísera þegar við erum að nota tækn­ina í smá­um skref­um. Þetta er líka spurn­ing um traust og trú­verðug­leika. Fjöl­miðlar standa og falla með því,“ seg­ir Páll í sam­tali við mbl.is.

Get­ur verið skaðleg

Páll seg­ir að þýðing­ar með gervi­greind séu áhuga­verðar og gott dæmi um það hvernig tækn­in geti komið að gagni. Hann tel­ur að með til­komu gervi­greind­ar í blaðamennsku, sem vissu­lega geti létt und­ir með verk­um sem krefjast ekki mik­ill­ar hugs­un­ar, geti skap­ast svig­rúm fyr­ir blaðamenn til að leggja meiri áherslu á þau verk­efni sem útheimti meira inn­sæi, skiln­ing í sam­hengi, gagn­rýna hugs­un og dómgreind.

Þá vill Páll einnig sjá gervi­greind gera það að verk­um að les­end­ur hafi meiri tíma til að neyta gæða frétta­efn­is. „Það myndi auðvelda okk­ur að hugsa djúpt um mik­il­væg efni og eiga upp­byggi­leg­ar umræður,“ seg­ir Páll. 

Vand­inn sé að greina á milli þess sem sé gagn­legt að leysa með gervi­greind og hvar hún komi ekki að gagni, og geti bein­lín­is verið var­huga­verð.

Páll seg­ir umræðuna oft ein­kenn­ast af ótta við að gervi­greind­ar­tækn­in sé að verða of greind eða hættu­lega greind, en hann tel­ur að við ætt­um að hafa meiri áhyggj­ur af því að hún sé ekki nógu greind. Hætt­an sé sú að við not­um hana til þess að sinna verk­efn­um sem hún valdi ekki og hún sé ekki nægi­lega hæf til að vinna. Það geti haft nei­kvæðar af­leiðing­ar, jafn­vel mjög skaðleg­ar.

Þurf­um að vera meðvituð

Í sam­hengi fjöl­miðlun­ar seg­ir Páll það mjög mik­il­vægt að vera meðvitaður og gæta þess að tækn­in þjóni mark­miðum og þeim gild­um sem höfð eru í blaðamennsku.

Hann seg­ir að fjöl­miðlamenn þurfi að hafa ríka vit­und um mögu­leika tækn­inn­ar svo og tak­mark­an­ir og hætt­ur. „Það er því mik­il­vægt að hafa skýra sýn á hvaða til­gangi gervi­greind­in á að þjóna og hafa fag­leg gildi ávallt í fyr­ir­rúmi,“ seg­ir Páll. 

Það sé einnig mik­il­vægt að fjöl­miðlamenn hafi rík­an skiln­ing á tækn­inni, hvers hún er megn­ug, og nýti hana þar sem hún kem­ur sann­ar­lega að gagni. Til þess sé nauðsyn­legt að prófa hana.

Verða að vera til viðmið

Í víðara sam­hengi seg­ir Páll mik­il­vægt að hafa í huga atriði eins og gagn­sæi í frétta­flutn­ingi. Það ætti til dæm­is að merkja efni sem er til­komið með gervi­greind. Það verði að vera til ein­hver viðmið um það. Síðan þurfi að tryggja þau kerfi sem er not­ast við, að þau séu áreiðan­leg og ör­ugg. Einnig þurfi þau að vera í stöðugri end­ur­skoðun.

Mjög mik­il­vægt sé að það liggi fyr­ir með skýr­um hætti hvar ábyrgðin liggi ef eitt­hvað fer úr­skeiðis. Fjöl­miðlar beri ábyrgð á því efni sem þeir miðla. Því tengt sé mik­il­vægt að það sé fyr­ir hendi mann­leg yf­ir­sýn. Rit­stjórn­ar­leg­ar ákv­arðanir eigi alltaf að vera tekn­ar af mann­eskju.

Páll tel­ur að það þurfi að koma til ákveðin vinna þar sem séu sett ein­hver viðmið um það hvernig eigi að nota tækn­ina.

„Við meg­um ekki smætta all­ar þess­ar spurn­ing­ar sem gervi­greind­in vek­ur í ein­hverj­ar tækni­leg­ar spurn­ing­ar og gera ráð fyr­ir eða von­ast til þess að við finn­um ein­hver tækni­leg svör. Þetta eru mjög erfiðar siðferðileg­ar spurn­ing­ar sem snú­ast um siðferðileg gildi og í grunn­inn um það hvað það er að vera mann­eskja,“ seg­ir Páll.

Þá þarf að hafa í huga að tækn­in megi ekki vera notuð á þann hátt að hún hafi slæm­ar af­leiðing­ar eða valdi skaða.

„Þessi tækni býður upp á magnaða mögu­leika en það er mik­il­vægt að fara ekki of geyst, bæði að gera ekk­ert sem veld­ur skaða en líka það að fæla ekki al­menn­ing frá henni,“ seg­ir Páll.

mbl.is