„Ekki að ástæðulausu að þeir eru oft kallaðir besti vinur mannsins“

Dýrin | 27. júlí 2024

„Ekki að ástæðulausu að þeir eru oft kallaðir besti vinur mannsins“

Langþráður draumur Ísaks Ólafssonar rættist fyrir fjórum árum þegar hundurinn Ynja kom inn í líf hans. Hann hafði lengi dreymt um að eignast hund af tegundinni Rough Collie en var aftarlega á biðlista eftir hvolpi þegar hann fékk óvænt skilaboð um að bláyrjótt tík úr gotinu væri laus.

„Ekki að ástæðulausu að þeir eru oft kallaðir besti vinur mannsins“

Dýrin | 27. júlí 2024

Vinirnir Kópur, Ynja, Húni og Skuggi.
Vinirnir Kópur, Ynja, Húni og Skuggi. Ljósmynd/Ísak Ólafsson

Langþráður draum­ur Ísaks Ólafs­son­ar rætt­ist fyr­ir fjór­um árum þegar hund­ur­inn Ynja kom inn í líf hans. Hann hafði lengi dreymt um að eign­ast hund af teg­und­inni Rough Collie en var aft­ar­lega á biðlista eft­ir hvolpi þegar hann fékk óvænt skila­boð um að bláyrj­ótt tík úr got­inu væri laus.

Langþráður draum­ur Ísaks Ólafs­son­ar rætt­ist fyr­ir fjór­um árum þegar hund­ur­inn Ynja kom inn í líf hans. Hann hafði lengi dreymt um að eign­ast hund af teg­und­inni Rough Collie en var aft­ar­lega á biðlista eft­ir hvolpi þegar hann fékk óvænt skila­boð um að bláyrj­ótt tík úr got­inu væri laus.

Ísak er bú­sett­ur í Svíþjóð um þess­ar mund­ir þar sem hann er í meist­ara­námi í líf­fræði við há­skól­ann í Lundi. Hann hef­ur mik­inn áhuga á ljós­mynd­un og hef­ur sér­stakt dá­læti á bæði dýra- og nátt­úru­ljós­mynd­un, en á síðasta ári hafnaði mynd eft­ir Ísak í fimmta sæti í ljós­mynda­keppni ferðavefs mbl.is. 

Ísak hefur mikinn áhuga á ljósmyndun, útivist og dýrum.
Ísak hef­ur mik­inn áhuga á ljós­mynd­un, úti­vist og dýr­um. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

„Ynja er 4 ára bláyrj­ótt­ur Rough Collie sem kem­ur frá rækt­un­inni Næt­ur Collie. Í ætt­bók fékk hún nafnið Næt­ur Ævin­týri eft­ir hljóm­sveit­inni Ævin­týri en öll systkin­in fengu nöfn eft­ir ís­lensk­um hljóm­sveit­um. Ég valdi nafnið Ynja fyr­ir hana því grái lit­ur­inn á henni minn­ir svo­lítið á lit­inn á úlf­um en orðið ynja er kven­dýrið hjá úlf­um kall­ast úlfynja,“ seg­ir Ísak.

„Svo hef­ur mér alltaf fund­ist rough collie svo tign­ar­leg teg­und og orðið ynja er einnig notað yfir gyðjur úr nor­rænni goðafræði (ásynj­ur), en mér finnst ásynj­um ein­mitt alltaf vera lýst sem tign­ar­leg­um og fal­leg­um per­són­um sem að er ekki mjög ólíkt því hvernig ég myndi lýsa  teg­und­inni. Því var Ynja nafn sem mér þótti passa vel við hana,“ bæt­ir hann við. 

Ynja er af tegundinni Rough Collie sem margir kannast við …
Ynja er af teg­und­inni Rough Collie sem marg­ir kann­ast við úr mynd­un­um um Lassie. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

Hvernig lágu leiðir ykk­ar sam­an?

„Ég fékk hana Ynju í apríl 2020 í miðjum kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Ég hafði loks­ins náð að sann­færa for­eldra mína um að fá okk­ur aft­ur hund eft­ir að gamli hund­ur­inn okk­ar Flóki fór frá okk­ur árið 2016.

Í árs­byrj­un var ég byrjaður að skoða rækt­end­ur og hafði fundið rækt­anda á ensk­um Cocker Spaniel sem var með got. Cocker Spaniel var teg­und sem kom mikið til greina hjá okk­ur en hann Flóki var ein­mitt am­er­ísk­ur Cocker Spaniel. Ég hafði því sam­band við rækt­and­ann og við fór­um og skoðuðum hvolp­ana og það leit allt út fyr­ir að við vær­um að fara að fá okk­ur hvolp þaðan.

Síðan einn morg­un­inn, rúmri viku áður en við átt­um að fá enska Cocker Spaniel hvolp­inn sá ég að Rough Collie rækt­andi hafði deilt mynd á Face­book af ný­fædd­um bláyrj­ótt­um og þrílit­um hvolp­um. Rough Collie hafði verið mín drauma­teg­und al­veg frá því ég man eft­ir mér svo ég þurfti þarna að ákveða hvort ég tæki áhætt­una á því að geta mögu­lega fengið Rough Collie hvolp eða hvort ég myndi fá ensk­an Cocker Spaniel hvolp. Ég ákvað að hafa sam­band við Rough Collie rækt­and­ann og hún setti mig á biðlist­ann og ég lét því hinn rækt­and­ann vita af breytt­um plön­um hjá mér.“

Leiðir Ísaks og Ynju lágu saman í miðjum kórónuveirufaraldri.
Leiðir Ísaks og Ynju lágu sam­an í miðjum kór­ónu­veirufar­aldri. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

„Vik­urn­ar liðu og heyrði ekk­ert frá rækt­and­an­um fyrr en að ég senda aft­ur á hana og hún sagði mér að ég væri nú ekki of­ar­lega á biðlist­an­um og von­ir mín­ar um að eign­ast drauma­hund­inn minnkuðu því tölu­vert þenn­an dag. Allt í einu einn dag­inn sendi hún síðan á mig og spyr hvort ég hafi áhuga á blá­um rakka sem að kom mér mjög á óvart, bæði því hún sagði að ég væri ekki hátt uppi á list­an­um en líka því ég sagðist hafa meiri áhuga á tík. En ég auðvitað sagðist hafa áhuga og ég var því aft­ur skrefi nær mín­um draumi.

Ég byrjaði því að reyna finna nöfn sem mér fynd­ist passa við blá­an rakka. Rækt­and­inn kom mér svo enn einu sinni á óvart þegar hún sendi síðan á mig hvort ég vildi frek­ar bláa tík og þar sem að mig langaði meira í tík en rakka sagði ég já við því og þar með var það ákveðið að Næt­ur Ævin­týri, eða Ynja eins hún heit­ir hjá okk­ur, yrði part­ur að fjöl­skyld­unni og draum­ur minn um að eign­ast minn eig­in Rough Collie orðinn að veru­leika.“

Það hafði verið langþráður draumur Ísaks að eignast hund af …
Það hafði verið langþráður draum­ur Ísaks að eign­ast hund af þess­ari teg­und. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

Hvað var það sem heillaði þig við teg­und­ina?

„Rough Collie hef­ur svo lengi verið mín drauma­teg­und að ég man eig­in­lega ekki hvað það var sem heillaði mig fyrst við teg­und­ina. Þegar ég var lít­ill fannst mér fátt skemmti­legra en að fletta í gegn­um hunda­bæk­ur og lesa mér til um hunda­teg­und­irn­ar þar og að horfa á hunda­bíó­mynd­ir og það hef­ur verið þar sem ég kynnt­ist þess­ari teg­und fyrst. Útlitið á teg­und­inni er það fyrsta sem maður tek­ur eft­ir. Teg­und­in að mínu mati er mjög tign­ar­leg með þenn­an mikla feld og hvernig hún ber sig. Svo hafði ég margoft horft á Lassie mynd­irn­ar og varð al­veg heillaður af teg­und­inni út frá þeim.

Ég kynnti mér síðan teg­und­ina bet­ur og sá að það var svo margt við þessa teg­und sem passaði vel við mig. Hún var upp­haf­lega ræktuð sem fjár­hund­ur og því eru þetta mjög klár­ir hund­ar sem eru auðveld­ir í þjálf­un og njóta þeir þess að vinna og vera úti og var það eitt­hvað sem ég leitaðist eft­ir í hundi. Teg­und­in er mjög blíð og barn­góð og teng­ist eig­and­an­um vel og það er eitt­hvað sem ég tók eft­ir þegar ég horfði á Lassie. Þannig að fyr­ir mér var þetta hin full­komna teg­und og eft­ir að hafa eign­ast hana sjálf­ur er ég ennþá á þeirri skoðun.“

Ísak segir tegundina henta hans lífsstíl afar vel.
Ísak seg­ir teg­und­ina henta hans lífs­stíl afar vel. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

Áttir þú gælu­dýr þegar þú varst yngri?

„Fyrsta gælu­dýrið sem ég átti var kan­ín­an Dúlla. Síðan átti ég dísarpáfa­gauk­inn Kobba og am­er­íska Cocker­inn hann Flóka. Svo það hafa nán­ast alltaf verið ein­hver dýr á heim­il­inu mínu og á tíma­bili voru Dúlla, Kobbi og Flóki sam­an en það var mikið fjör að hafa svona mörg dýr á heim­il­inu en einnig mik­il vinna og skuld­bind­ing.“

Hverj­ir eru kost­irn­ir við að eiga hund?

„Það eru svo marg­ir kost­ir við að eiga hund að ég held að það sé ómögu­legt að nefna þá alla, en svo fer það líka eft­ir hund­um og per­són­um. Fyr­ir mér þá er einn helsti kost­ur­inn að hund­ar eru svo frá­bær­ir fé­lag­ar. Það er ekki að ástæðulausu að þeir eru oft kallaðir besti vin­ur manns­ins.“

Ynja og Ísak eru miklir vinir.
Ynja og Ísak eru mikl­ir vin­ir. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

„Ann­ar stór kost­ur fyr­ir mér er að hund­ar lifa alltaf í nú­inu. Fyr­ir mann­eskju eins og mig sem á það til að of­hugsa hluti og fest­ast svo­lítið í framtíðarpæl­ing­um þá svo gott að hafa hund hjá sér sem kem­ur manni aft­ur í núið til að njóta augna­bliks­ins. Þá hef ég kynnst ótrú­lega mikið af frá­bæru fólki í gegn­um hund­ana mína en hund­ar eru oft frá­bær­ir ís­brjót­ar í sam­ræðum því fólki finnst hund­ar oft svo skemmti­leg­ir og það er alltaf auðvelt að tala um hund­ana sína.

Hund­arn­ir fá mann til að hreyfa sig meira og vera meira út í nátt­úr­unni sem er mik­ill kost­ur að mínu mati og maður upp­lif­ir svo margt skemmti­legt sem hefði aldrei geta gerst ef ekki væri hund­ur á heim­il­inu. Það eru svo marg­ir fleiri kost­ir en þetta er svona það helsta fyr­ir mig.“

Ísak hefur upplifað margt skemmtilegt með Ynju.
Ísak hef­ur upp­lifað margt skemmti­legt með Ynju. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

En ókost­irn­ir?

„Það að eiga hund er vissu­lega mik­il skuld­bind­ing. Það þarf að sinna þeim og stund­um þarf að fórna öðrum hlut­um til að sinna þeim. Það get­ur verið kostnaðarsamt að eiga hund. Það þarf að kaupa hunda­fóður og alla þá nauðsyn­legu hluti sem hund­ur­inn þarf og svo þarf að fara til dýra­lækn­is en það get­ur kostað sitt og þá sér­stak­lega ef eitt­hvað al­var­legt kem­ur upp. Hund­arn­ir eru al­gjör hluti af fjöl­skyld­unni svo ef eitt­hvað kem­ur upp á þá get­ur það tekið veru­lega á. Svo lifa hund­ar því miður ekki að ei­lífu svo það er mjög sárt þegar kem­ur að því að kveðja þá.“

Ynja er stór partur af fjölskyldunni.
Ynja er stór part­ur af fjöl­skyld­unni. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

Hver er ykk­ar dag­lega rútína?

„Þar sem ég er í námi er­lend­is núna og hafði því miður ekki tök á því að taka Ynju með mér höf­um við enga dag­lega rútínu. En þegar ég kem til Íslands í frí þá reyni ég að eyða sem mest­um tíma með henni og þá kom­umst við í ein­hverja smá rútínu.

Við för­um alltaf í einn göngu­túr fyr­ir há­degi alla daga. Ynja er reynd­ar lítið að stressa sig yfir því að fara strax út á morgn­ana eft­ir að ég vakna og ligg­ur hún stund­um í bæl­inu sínu án þess að rumska þar til um há­deg­is­bilið. Síðan för­um við yf­ir­leitt í lengri göngu­túr eða lausa­göngu seinnipart­inn þar sem ég hreyfi hana aðeins meira, fer í fris­bí- eða bolta­leik með henni. Hún fær síðan að borða í kring­um sjö leytið eða eft­ir að við erum búin að borða kvöld­mat.“

Ynja og Ísak njóta þess að fara í göngur saman.
Ynja og Ísak njóta þess að fara í göng­ur sam­an. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

„Við tök­um því svo yf­ir­leitt ró­lega á kvöld­in og svo fyr­ir hátt­inn hleypi ég henni aðeins út til að pissa fyr­ir nótt­ina. Um helg­ar fer ég oft í fjall­göng­ur eða lengri göngu­túra með hana og gef mér tíma til að snyrta hana aðeins, greiða og þess hátt­ar því þessi teg­und er með svo­lít­inn feld sem þarf að sinna af og til.“

Þessum fallega feld fylgir svolítil vinna.
Þess­um fal­lega feld fylg­ir svo­lít­il vinna. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

Hafið þið deilt ein­hverj­um eft­ir­minni­leg­um lífs­reynsl­um eða skemmti­leg­um minn­ing­um?

„Í gegn­um þessi fjög­ur ár sem Ynja hef­ur verið part­ur af fjöl­skyld­unni höf­um við upp­lifað og gert margt. All­ir göngu­túr­arn­ir og ferðirn­ar sem við höf­um farið í, en líka bara ró­legu stund­irn­ar heima þar sem ég sit í sóf­an­um og horfi á sjón­varpið og Ynja kem­ur og hlamm­ar sér ofan á fæt­urn­ar mína, gef­ur frá sér nokkr­ar þreytu­leg­ur stun­ur og stein­sofn­ar þar. 

Þegar ég fékk Ynju hafði ég líka lengi haft áhuga á ljós­mynd­un en ein­hvern­veg­inn aldrei gert neitt við þann áhuga. Þegar ég fékk Ynju ákvað ég að ég ætlaði að vera dug­leg­ur að taka mynd­ir af henni til að eiga minn­ing­ar til á mynd. Ég á því marg­ar skemmti­leg­ar minn­ing­ar úr öll­um ljós­mynda­æv­in­týr­un­um sem við höf­um farið í og er kannski eng­in ein sem stend­ur mest upp úr.“

Ljósmyndaáhugi Ísaks jókst mikið eftir að hann fékk Ynju.
Ljós­mynda­áhugi Ísaks jókst mikið eft­ir að hann fékk Ynju. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

„Eitt mjög skemmti­legt ljós­mynda­æv­in­týri sem við fór­um í var þegar við keyrðum og heim­sótt­um Loftsala­helli og Reyn­is­fjöru og hitt­um þar tvo er­lenda hunda­ljós­mynd­ara sem höfðu sér­stak­lega komið til Íslands til að taka mynd­ir af hund­um í ís­lenskri nátt­úru. En út af Ynju þá hef­ur ljós­mynda­áhugi minn auk­ist mjög. Ég hef fengið tæki­færið til að taka mynd­ir af frá­bær­um hund­um og kynnst eig­end­un­um þeirra og eru öll þau augna­blik mjög eft­ir­minni­leg og dýr­mæt fyr­ir mig.“

Ynja glæsileg á Reynisfjöru.
Ynja glæsi­leg á Reyn­is­fjöru. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

Er hund­ur­inn með ein­hverj­ar sérþarf­ir eða sér­visk­ur?

„Ynja er mjög mik­ill karakt­er og lendi ég oft í því að hún ger­ir eitt­hvað sem ég bara skil alls ekki. Á þeim augna­blik­um óska ég þess oft að ég gæti bara spurt hana hvað væri í gangi og fengið svar frá henni. Hún er mjög næm­ur hund­ur og ef eitt­hvað er ekki eins og venju­lega þá er hún mjög fljót að láta vita að hún sé ekki al­veg sátt. Þá hleyp­ur hún upp að mér og pot­ar sínu langa trýni í fót­inn, eða ef ég er sitj­andi þá kem­ur hún og lyft­ir upp hand­leggn­um mín­um til að gefa mér merki um að hún vilji eitt­hvað eða eitt­hvað sé ekki eins og venju­lega.“

Ísak lýsir Ynju sem miklum karakter.
Ísak lýs­ir Ynju sem mikl­um karakt­er. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

„Hún elsk­ar líka allt fólk og hef ég oft lent í vand­ræðum í göngu­túr­um ef ein­hver er labb­andi á eft­ir okk­ur því þá neit­ar hún að halda áfram fyrr en að hún hef­ur heilsað þess­um mann­eskj­um. Síðan ef við löbb­um fram­hjá fólki og það nefn­ir hana Ynju óbeint og ekk­ert endi­lega við okk­ur  þá veit hún samt ná­kvæm­lega að það var að tala um hana og hún verður að fá að fara til þeirra heilsa þeim.“

Hvernig geng­ur að skipu­leggja frí með dýr á heim­il­inu?

„Það að skipu­leggja frí með dýr á heim­il­inu get­ur verið svo­lítið flókið en sem bet­ur fer á ég mjög mikið af góðu fólki í kring­um mig sem að er til í að passa hana ef við þurf­um á því að halda.

Núna þegar ég bý er­lend­is er ég svo hepp­inn með það að for­eldr­ar mín­ir voru til­bún­ir að sjá um hana á meðan ég er í nám­inu. Svo það hef­ur sem bet­ur fer alltaf gengið frek­ar vel að skipu­leggja frí en ann­ars auðvitað reyni ég að hafa hana alltaf með ef aðstæður leyfa.“

Ísak reynir að taka Ynju alltaf með sér í ferðalög …
Ísak reyn­ir að taka Ynju alltaf með sér í ferðalög þegar það er hægt. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son

Ein­hver góð ráð til annarra gælu­dýra­eig­enda?

„Þetta er kannski svo­lítið klisju­kennt svar en ég helst að mitt helsta ráð er bara að njóta þess tíma sem fólk hef­ur með gælu­dýr­un­um sín­um. Þau verða ekki með okk­ur að ei­lífu svo það er mik­il­vægt að eyða sem mest­um gæðastund­um með þeim allt frá eft­ir­minni­legu æv­in­týr­un­um og ferðalög­un­um, en ekki gleyma augna­blik­um hvers­dags­lífs­ins því það eru þau sem skipta oft mestu máli. Takið nóg af mynd­um og mynd­bönd­um en ekki gleyma al­veg að lifa í nú­inu með dýr­un­um ykk­ar.“

Ísak vill minna hundaeigendur á að njóta tímans með hundunum, …
Ísak vill minna hunda­eig­end­ur á að njóta tím­ans með hund­un­um, enda er hann afar dýr­mæt­ur. Ljós­mynd/Í​sak Ólafs­son
mbl.is