Ákvað að stofna veitingastað í fæðingarorlofinu

Ferðumst innanlands | 28. júlí 2024

Ákvað að stofna veitingastað í fæðingarorlofinu

Selja Janthong hefur rekið veitingastaðinn Uss Bistro og Bar á Vopnafirði í tæp tvö ár. Selja hefur búið í 12 ár á Vopnafirði en hún settist þar að þegar hún kynntist sambýlismanni sínum.

Ákvað að stofna veitingastað í fæðingarorlofinu

Ferðumst innanlands | 28. júlí 2024

Selja í fjallgöngu með fjölskyldunni. Hún segir margar skemmtilegar gönguleiðir …
Selja í fjallgöngu með fjölskyldunni. Hún segir margar skemmtilegar gönguleiðir í nágrenni Vopnafjarðar Ljósmynd/Aðsend

Selja Jant­hong hef­ur rekið veit­ingastaðinn Uss Bistro og Bar á Vopnafirði í tæp tvö ár. Selja hef­ur búið í 12 ár á Vopnafirði en hún sett­ist þar að þegar hún kynnt­ist sam­býl­is­manni sín­um.

Selja Jant­hong hef­ur rekið veit­ingastaðinn Uss Bistro og Bar á Vopnafirði í tæp tvö ár. Selja hef­ur búið í 12 ár á Vopnafirði en hún sett­ist þar að þegar hún kynnt­ist sam­býl­is­manni sín­um.

„Ég ætlaði ekki að búa svona lengi hérna en hér er ég ennþá,“ seg­ir Selja sem er taí­lensk að upp­runa en flutti sex ára til Íslands. „Þetta er út úr leið en Vopna­fjörður er við sjó­inn og mér líður vel við sjó­inn. Ég er frá Breiðdals­vík og ólst þar upp.“

Selja hef­ur með tím­an­um lært að meta Vopna­fjörð. „Mér líður vel í sveit­inni, ég er ekki fyr­ir stress og hraða. Þetta er fal­legt bæj­ar­stæði, nátt­úr­an er fal­leg, það er mikið af stöðum sem þú get­ur farið að skoða.“

Eld­ar taí­lensk­an mat

Hvernig fer maður út í það að opna veit­ingastað?

„Það var ein geggj­un, ég trúi ekki enn að ég hafi gert það. Ég var í fæðing­ar­or­lofi og var að hugsa næstu skref. Mig langaði ekki aft­ur í gömlu vinn­una. Áður en ég eignaðist strák­inn var ég að reyna að finna mér mat­ar­vagn og ætlaði að fara í það,“ seg­ir Selja. Þá vildi hins veg­ar svo til að veit­inga­rými í Kaup­vangi losnaði. Hún seg­ir að það hafi verið gengið á hana og hún ákvað að slá til.

Uss Bistro og Bar býður upp á asísk­an mat. „Ég ein­beiti mér að Taílandi af því ég er frá Taílandi. En þetta er blandað. Þetta er lít­ill seðill en fyr­ir alla. Ég lærði af mömmu en svo er ég dug­leg að fylgj­ast með mat­reiðsluþátt­um. Ég hef búið til marga rétti sjálf. Ég reyni að nota eins fersk krydd og ég get í mat­inn af því það er það sem skipt­ir mestu máli.“

Hvernig leggst veit­ingastaður­inn í fólk?

„Mjög vel, ég er al­veg rosa­lega hissa hvað mér hef­ur gengið vel miðað við að vera á Vopnafirði. Það geng­ur sér­stak­lega vel á sumr­in. Fólk er að koma að aust­an sér­stak­lega til að borða hjá mér af því ég hef teng­ingu aust­ur. Mamma var að elda á hót­el­inu á Breiðdals­vík þannig að fólk þekk­ir hana og veit að ég er dótt­ir henn­ar. Svo byrjaði ég að hjálpa henni. Núna hjálp­ar hún mér þegar hún get­ur.“

Veitingastaðurinn Uss Bistro og Bar verður tveggja ára í sumar.
Veit­ingastaður­inn Uss Bistro og Bar verður tveggja ára í sum­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Fer í sum­ar­frí á vet­urna

Selja finn­ur líka fyr­ir ferðamönn­un­um sem eiga leið hjá. Hún seg­ir er­lendu ferðamenn­ina dug­lega að hringja og bóka borð. Íslend­ing­ar koma þó líka við. „Það var áber­andi mikið af Íslend­ing­um í fyrra.“

Selja fer ekki í hefðbundið sum­ar­frí eins og ferðamenn­irn­ir sem eiga leið hjá. Hún fer í sum­ar­fríið sitt á vet­urna og heim­sæk­ir þá stund­um Taí­land og sæk­ir inn­blást­ur í mat­ar­gerðina enda legg­ur hún sig alla fram við mat­reiðsluna. „Mér finnst rosa­lega gam­an að fara út að borða. Mig lang­ar að fólk úti á landi fái góðan mat. Ég sjálf verð þreytt á þess­um sama mat sem er alltaf í boði. Þegar þú borðar ham­borg­ara og pitsur verður þér illt í mag­an­um. Taí­lensk­ur mat­ur er heim­il­is­mat­ur. Hann er fyll­andi, það er mikið græn­meti og það er ekki rjómi í matn­um. Þetta er mat­ur sem ger­ir þig sadd­an.“

Auðkýf­ing­ur­inn Sir Jim Ratclif­fe er með þekkt­ari mönn­um á svæðinu en hann stend­ur fyr­ir hót­elupp­bygg­ingu í tengsl­um við laxveiði.

Hef­ur hann borðað hjá þér?

„Já, hann hef­ur gert það og allt hans fólk hef­ur komið til mín. Ann­ar son­ur hans var í mat hjá mér um dag­inn. Hann verður ör­ugg­lega meira hérna þegar hann verður bú­inn að byggja þetta. Hann kem­ur hingað til að njóta, slaka á og vera úti í nátt­úr­unni.“

Selja býður upp á taílenskan mat.
Selja býður upp á taí­lensk­an mat. Ljós­mynd/​Aðsend

Sund­laug­in engri lík

Á litl­um veit­ingastað verður eig­and­inn að ganga í öll störf en Selja pass­ar sig þó að vinna ekki of mikið. „Ég ákvað að setja mér það mark­mið til að sinna fjöl­skyld­unni minni. Ég hef verið mikið í þjón­ustu­störf­um og fjöl­skyld­an fer oft í annað sætið þegar fólk er í þessu. En við erum úti á landi. Ég stend all­ar vakt­ir sjálf og ég verð að gefa mér tíma til að anda inni á milli,“ seg­ir Selja og seg­ist loka staðnum þegar hún er ekki í vinn­unni.

Þegar Selja á frí og vill slaka á fer hún í sund. „Sund­laug­in heit­ir Selár­laug. Hún er á frá­bær­um stað, við hliðina á Selá, dýr­ustu laxveiðiá lands­ins. Það er rosa­lega fal­legt út­sýni úr sund­laug­inni. Á sumr­in sérðu veiðimenn­ina væfl­ast um, þú heyr­ir í ánni. Það er rosa­lega friðsælt. Það eru tíu mín­út­ur þangað út frá bæn­um.“

Fjöl­skyld­an ger­ir meira þegar hún vill gera sér glaðan dag. „Við erum líka mjög dug­leg að fara í laut­ar­ferðir. Það er lít­ill skóg­ur hérna sem við löbb­um oft í með bekkj­um og gras­flöt­um. Það er al­veg hægt að verja mörg­um klukku­tím­um þar.“ Svarti sand­ur­inn er til­val­inn fjöl­skyldustaður. „Sand­ur­inn er lang­ur og svart­ur. Svo er smá vatn út af ánni sem krakk­ar leika sér í í góðu veðri,“ seg­ir Selja og bæt­ir við að fjöldi göngu­leiða sé í ná­grenn­inu sem og ný­leg kaj­a­k­leiga.

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is