Annað jökulhlaup gæti hafist

Katla | 28. júlí 2024

Annað jökulhlaup gæti hafist

Jökulhlaupinu í Skálm austan Mýrdalsjökuls er líklega lokið. Vatnshæðin er komin niður fyrir það sem var fyrir hlaup. Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í vestanverðum Mýrdalsjökli. Mögulegt er að annað jökulhlaup hefjist þar. Veðurstofan fylgist með stöðu mála.

Annað jökulhlaup gæti hafist

Katla | 28. júlí 2024

Veðurstofan fylgist með stöðu mála.
Veðurstofan fylgist með stöðu mála. Ljósmynd/Sveinbjörn Darri Matthíasson

Jök­ul­hlaup­inu í Skálm aust­an Mýr­dals­jök­uls er lík­lega lokið. Vatns­hæðin er kom­in niður fyr­ir það sem var fyr­ir hlaup. Nokkr­ir jarðskjálft­ar hafa mælst í vest­an­verðum Mýr­dals­jökli. Mögu­legt er að annað jök­ul­hlaup hefj­ist þar. Veður­stof­an fylg­ist með stöðu mála.

Jök­ul­hlaup­inu í Skálm aust­an Mýr­dals­jök­uls er lík­lega lokið. Vatns­hæðin er kom­in niður fyr­ir það sem var fyr­ir hlaup. Nokkr­ir jarðskjálft­ar hafa mælst í vest­an­verðum Mýr­dals­jökli. Mögu­legt er að annað jök­ul­hlaup hefj­ist þar. Veður­stof­an fylg­ist með stöðu mála.

„Það er svo­lít­ill órói núna vest­an meg­in í Mýr­dals­jökli. Það gæti eitt­hvað gerst þeim meg­in,“ seg­ir Böðvar Sveins­son, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Böðvar og aðrir sér­fræðing­ar Veður­stof­unn­ar munu funda í dag og fara yfir stöðuna.

Þá er talið mögu­legt að tvö hlaup hafi verið í gangi í gær, í Skálm og í vest­an­verðum Mýr­dals­jökli.

„Það er mjög trú­legt að það hafi verið lítið hlaup þarna meg­in líka. Það hafi í raun verið tvö hlaup í gangi í gær,“ seg­ir Böðvar.

mbl.is