Byrjaði að taka steinefni og eignaðist fulldempað fjallahjól

Hjólreiðar | 28. júlí 2024

Byrjaði að taka steinefni og eignaðist fulldempað fjallahjól

Dagný Pétursdóttir fjallahjólari segir hjólreiðar ekki bara vera heilsueflandi fyrir líkamann þar sem útiveran gefur henni líka mikið. Hún hefur hjólað víða um Vesturland og er um þessar mundir, ásamt Einkunnanefnd og HjólaVest, að byggja upp útivistarsvæðið Einkunnir í Borgarfirðinum.

Byrjaði að taka steinefni og eignaðist fulldempað fjallahjól

Hjólreiðar | 28. júlí 2024

Dagný Pétursdóttir heldur hér á fjallahjólinu sínu.
Dagný Pétursdóttir heldur hér á fjallahjólinu sínu. Ljósmynd/Aðsend

Dagný Pét­urs­dótt­ir fjalla­hjól­ari seg­ir hjól­reiðar ekki bara vera heilsu­efl­andi fyr­ir lík­amann þar sem úti­ver­an gef­ur henni líka mikið. Hún hef­ur hjólað víða um Vest­ur­land og er um þess­ar mund­ir, ásamt Ein­kunna­nefnd og Hjóla­Vest, að byggja upp úti­vist­ar­svæðið Ein­kunn­ir í Borg­ar­f­irðinum.

Dagný Pét­urs­dótt­ir fjalla­hjól­ari seg­ir hjól­reiðar ekki bara vera heilsu­efl­andi fyr­ir lík­amann þar sem úti­ver­an gef­ur henni líka mikið. Hún hef­ur hjólað víða um Vest­ur­land og er um þess­ar mund­ir, ásamt Ein­kunna­nefnd og Hjóla­Vest, að byggja upp úti­vist­ar­svæðið Ein­kunn­ir í Borg­ar­f­irðinum.

„Ég hjólaði rosa­lega mikið sem krakki og fannst það alltaf skemmti­legt. Ég hef alla tíð verið mikið tengd úti­veru og nátt­úr­unni og mér leið alltaf vel ut­an­dyra og helst ef ég komst út í nátt­úr­una. Á ung­lings­aldri hætti ég al­veg að hjóla eða þangað til ég var búin að eiga börn­in mín,“ seg­ir Dagný og bæt­ir við:

„Svo má bara segja að hjól­reiðarn­ar hafi fundið mig aft­ur því eft­ir mikið heilsu­leysi, sem tengd­ist langvar­andi svefn­leysi og allskyns „sjúk­dóms­grein­ing­um“, þá gerðist tvennt. Árið 2017 byrjaði ég að taka steinefni að staðaldri og ég eignaðist fulldempað fjalla­hjól. Þá varð bara ekki aft­ur snúið.“

Dagný segir fjallahjólreiðar miklu meira en hreyfingu.
Dagný seg­ir fjalla­hjól­reiðar miklu meira en hreyf­ingu. Ljós­mynd/​Aðsend

Kost­irn­ir við hjól­reiðarn­ar eru fjöl­marg­ir.

„Það sem ég elska við hjól­reiðar sem heilsu­efl­ingu er það hversu mjúk­um hönd­um þær fara um lík­amann. Ég var orðin það lé­leg að ég gat ekki lyft lóðum né farið í fjall­göng­ur, sem mér fannst miður. En ég var með sterk læri og neðri hluta þannig að hjól­reiðar henta mér mjög vel og styrkja þar að auki þessa viðkvæmu liði okk­ar, hné og mjaðmir.

Síðast en ekki síst fékk ég að vera úti í nátt­úr­unni ein með sjálfri mér sem var al­gjör­lega mín besta leið til þess að næra tauga­kerfið mitt og þannig byrjaði heils­an smám sam­an að koma til baka,“ seg­ir Dagný.

Það er gott að slaka líka á.
Það er gott að slaka líka á. Ljós­mynd/​Aðsend

Feg­urðin er víða á Vest­ur­landi

Hvar finnst mér skemmti­leg­ast að hjóla?

„Á heiðum, múl­um og fell­um ein­hvers staðar þar sem ég þarf að klifra vel upp, bruna jafn­slétt­una og svo bruna niður. Staður skipt­ir ekki máli og mér finnst alltaf gam­an.“

Blaðamaður spyr hvort Dagný hafi byrjað nýtt hjólaæði í Borg­ar­f­irðinum en hún vill ekki kann­ast við það. „Það væri gam­an að fá fleiri í hópn­um og þá sér­stak­lega í fjalla­hjól­reiðunum því Borg­ar­fjörður­inn hef­ur mikið upp á að bjóða þar. En það fylgj­ast marg­ir með manni sem er ótrú­lega skemmti­legt,“ seg­ir Dagný.

Get­ur þú mælt með skemmti­leg­um stöðum til þess að hjóla um á Vest­ur­landi?

„Það eru svo ótelj­andi fal­leg­ir staðir á Vest­ur­landi og hver hef­ur sinn sjarma. Stund­um er það auðnin og enda­laus flat­neskja, stund­um er það skóg­ur og stund­um fjara, en ég fer oft­ast Skarðsheiðina – sem er reynd­ar línu­veg­ur við enda henn­ar. Svo finnst mér Jafna­sk­arðið, Svarta­gil og Grjót­háls skemmti­leg. Lund­ar­reykja­dal­ur, Skorra­dal­ur, Drag­háls­inn og svo er Jök­ul­háls­inn á Snæ­fellsnesi skemmti­leg­ur. Svo hef ég farið flest­ar heiðar sem til­heyra Vest­fjörðum og leiðin upp Unaðsdal­inn á Snæfjalla­strönd og að Jök­ul­fjörðum var ólýs­an­leg.

Feg­urðin við það að vera á fjöll­um er ekki endi­lega ein­hver vá-upp­lif­un held­ur bara ná­lægðin við móður Jörð, drekka úr lípar­ítám og leggj­ast á milli þúfna. Ég held að marg­ir geti tengt við það.“

Það jafnast ekkert á við að drekka fersk vatn úr …
Það jafn­ast ekk­ert á við að drekka fersk vatn úr á. Ljós­mynd/​Aðsend

Gott að enda í Kross­laug

Hver er erfiðasta hjóla­ferð sem þú hef­ur farið í?

Erfiðasta ferðin er held held ég alltaf sú ferð sem þú ert í hverju sinni því eins og ég segi oft: „Hversu oft sem þú hef­ur farið verður leiðin aldrei auðveld­ari, þú ferð bara hraðar.“ Stund­um er stutta jafn­sléttu­leiðin sú erfiðasta. Svo er dags­formið okk­ar svo svaka­lega mis­jafnt og þá sér­stak­lega hjá okk­ur kon­um, stund­um er ég bara óstöðvandi og get farið enda­laust og stund­um bara ekki eins mikið með þetta og þá bara er það þannig. Aðal­málið er að hafa gam­an.“

Hvernig finnst þér best að láta líða úr þér eft­ir góða hjóla­t­úr?

„Ég elska ef ég get lagt við nátt­úru­laug og hjólað þaðan og farið langt, endað svo í laug­inni áður en ég keyri í sól­setr­inu heim. Það jafn­ast ein­hvern veg­inn ekk­ert á við það. Oft­ast verður Kross­laug í Lund­ar­reykja­dal fyr­ir val­inu þar.“

Dagnýju finnst gott að enda í Krosslaug.
Dag­nýju finnst gott að enda í Kross­laug. Ljós­mynd/​Aðsend

Kyrrðar­upp­lif­un á fólkvangi

Dagný sinn­ir upp­bygg­ingu á fólkvangi og úti­vist­ar­svæði sem heit­ir Ein­kunn­ir rétt norðan við Borg­ar­nes.

„Ég hef mikið verið að hjóla þar upp frá og svo vor­um við í Hjól­reiðafé­lagi Vest­ur­lands með ung­menna­nám­skeið og kynn­ing­ar þar upp frá og erum að opna á hjóla­leiðir inni í skóg­in­um. Svo sit ég í Ein­kunna­nefnd og hef verið með gælu­verk­efni í gangi sem fell­ur að slök­un­ar- og kyrrðar­upp­lif­un­um. Ég er með verk í vinnslu þar sem kom­inn er kyrrðar­lund­ur þar sem eru hengi­rúm og belg­ur og fleiri hengi­rúm koma fljót­lega. Einnig verða sett­ir upp hengistól­ar sem vísa til vest­urs svo hægt sé að horfa á sól­ina setj­ast í al­gjörri nú­vit­und. Stig­ar og ról­ur munu verða sett upp ásamt nátt­úru­hljóðfæri. Ég er ótrú­lega spennt fyr­ir þessu verk­efni og sé ég þetta sem frá­bæra leið til þess að fá fólk til þess að staldra við, njóta og anda inn í dag­inn og það er ekk­ert betra en að gera það úti í nátt­úr­unni.“

Kyrrðarlundur, Einkunnir í Borgarfirði.
Kyrrðar­lund­ur, Ein­kunn­ir í Borg­ar­f­irði. Ljós­mynd/​Aðsend

Pantaði gleðiveður fyr­ir hjóla­ferð árs­ins

Dagný hjól­ar ár­lega á milli Skessu­horns og Hafn­ar­fjalls og Tungu­kolls og dals­ins þar á milli.

„Þessi leið er mín upp­á­halds og ég fer hana oft, í byrj­un ertu á línu­vegi að klifra upp í um 500 metra hæð, svo fer gleðin að taka við og haldið er áfram þar til farið er niður að lípar­ítá. Svo ligg­ur leiðin áfram upp og þá breyt­ist und­ir­lendið í meiri drullu og stór­grýti og farið er af línu­veg­in­um og yfir á mjóa reiðgötu. Þaðan ligg­ur leiðin svo í niður­bunu sem er ótrú­lega skemmti­leg. Við fylgj­um svo jaðri Hafn­ar­fjalls að sum­ar­búðunum í Ölveri og ef ég hef tíma tek ég hring­inn.

Ég hef farið ár­lega þarna yfir með opna ferð í byrj­un júní og hef­ur fullt af fólki alls staðar að komið með sem er ótrú­lega skemmti­legt og þessi leið kem­ur fólki oft á óvart. En í ár fór­um við 22. júní og sett­um inn pönt­un á gleðiveður. Þetta verk­efni þykir mér mjög vænt um og verður þetta ef ég tel rétt sjö­unda skiptið okk­ar. Fyr­ir mig að fara þessa leið sem og aðrar er al­gjör lífæð og verð ég al­veg friðlaus ef ég kemst ekki í lang­an tíma.“

Dagný seg­ir fjalla­hjól­reiðarn­ar vera svo miklu meira en hreyf­ingu. „Þær eru al­gjör grunn­ur að minni vellíðan. Mér finnst ótrú­lega gam­an að deila þessu sporti með 10 ára syni mín­um og ég elska að hjóla með ung­menn­um. Svo nær­andi sam­vera.“

Dagný deilir hjólaáhuganum með syni sínum. Hér er hann við …
Dagný deil­ir hjóla­áhug­an­um með syni sín­um. Hér er hann við Rauðasand á hjól­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is