Opna veginn að austanverðu: Um 200 bílar í röð

Katla | 28. júlí 2024

Opna veginn að austanverðu: Um 200 bílar í röð

Miklar bílaraðir mynduðust við vegalokanirnar á hringveginum á Suðurlandi, en veginum var lokað á kafla í gær vegna jökulhlaups.

Opna veginn að austanverðu: Um 200 bílar í röð

Katla | 28. júlí 2024

Mikil röð hefur myndast við austurenda vegalokunarinnar á Hringveginum.
Mikil röð hefur myndast við austurenda vegalokunarinnar á Hringveginum. Ljósmynd/Jón Axel Ólafsson

Mikl­ar bíl­araðir mynduðust við vega­lok­an­irn­ar á hring­veg­in­um á Suður­landi, en veg­in­um var lokað á kafla í gær vegna jök­ul­hlaups.

Mikl­ar bíl­araðir mynduðust við vega­lok­an­irn­ar á hring­veg­in­um á Suður­landi, en veg­in­um var lokað á kafla í gær vegna jök­ul­hlaups.

Vega­gerðin hóf að hleypa veg­far­end­um aust­an meg­in við vega­lok­un­ina í gegn kl. 21 í kvöld. Um 200 bif­reiðar hafa beðið við aust­ur­hluta veg­ar­ins, að sögn full­trúa stofn­un­ar­inn­ar.

Þor­steinn M. Krist­ins­son, aðal­varðstjóri á Suður­landi, hef­ur það einnig eft­ir sam­starfs­mönn­um sín­um á vett­vangi að mik­il röð hafi mynd­ast aust­an meg­in við lok­un­ina, sjálfsagt vest­an meg­in líka.

Stefnt var að því að opna veginn eftir kl. 20.
Stefnt var að því að opna veg­inn eft­ir kl. 20. Ljós­mynd/​Jón Axel Ólafs­son

Miklu betra að vera í vega­sjoppu

„Við vilj­um biðja fólk að vera þol­in­mótt,“ seg­ir Þor­steinn við mbl.is og hvet­ur fólk til þess að leggja ekki af stað fyrr en staðfest er að búið sé að opna.

Bíl­araðir gætu tafið vega­fram­kvæmd­ir, þar sem vöru­bíl­ar þurfi m.a. að flytja efni til og frá vett­vangi.

„Það er eng­inn til­gang­ur að keyra að lok­un,“ bæt­ir Þor­steinn við. „Það er ekk­ert gott að sitja fast­ur á þjóðvegi 1 og kom­ast hvorki lönd né strönd. Þá er nú betra að bíða á ein­hverri góðri vega­sjoppu.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is