Samskiptum ábótavant: „Síðan tók við óvissa“

Katla | 28. júlí 2024

Samskiptum ábótavant: „Síðan tók við óvissa“

Samskipti almannavarna og Veðurstofu Íslands við ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi hefur verið ábótavant í tengslum við jökulhlaupið í Skálm.

Samskiptum ábótavant: „Síðan tók við óvissa“

Katla | 28. júlí 2024

Guðjón, eigandi Katlatrack, ræddi við blaðamann í Vík.
Guðjón, eigandi Katlatrack, ræddi við blaðamann í Vík. mbl.is/Hákon

Sam­skipti al­manna­varna og Veður­stofu Íslands við ferðaþjón­ustuaðila á Suður­landi hef­ur verið ábóta­vant í tengsl­um við jök­ul­hlaupið í Skálm.

Sam­skipti al­manna­varna og Veður­stofu Íslands við ferðaþjón­ustuaðila á Suður­landi hef­ur verið ábóta­vant í tengsl­um við jök­ul­hlaupið í Skálm.

Þetta seg­ir Guðjón Guðmunds­son, eig­andi ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Katlatrack, í sam­tali við mbl.is en fyr­ir­tækið hans býður upp á ferðir í ís­hell­a í Kötlu­jökli. 

Gríðar­stórt jök­ul­hlaup flæddi í far­veg Skálm­ar aust­an Mýr­dals­jök­uls upp úr há­degi á laug­ar­dag og olli miklu tjóni á hring­veg­in­um við Skálm­ar­brú. Guðjóni fannst erfitt að geta ekki veitt viðskipta­vin­um svör þegar hlaupið hófst í gær og rýma þurfti svæðið.

Veg­ur­inn er enn lokaður að hluta, enda er hann skemmd­ur á um 700 metra kafla. 

Flóðhætta? Gasmeng­un?

„Það var mjög ábóta­vant fannst okk­ur – upp­lýs­inga­gjöf­in frá al­manna­vörn­um og Veður­stof­unni. Hvað væri að ger­ast og hvort að það yrðu lok­an­ir út þá dag­inn. Er gasmeng­un? Eru þeir að spá í flóðahættu?“ seg­ir Guðjón.

„Við höf­um svo­lítið þurft að lesa þetta í fjöl­miðlum og við höf­um kallað eft­ir því að eiga betra sam­tal í framtíðinni,“ seg­ir ferðaþjónn­inn í sam­tali við blaðamann í Vík

„Það er auðvitað viðskipta­vin­ur­inn sem er að heim­sækja okk­ur sem á end­an­um líður fyr­ir það að fá ekki svör um það hvernig hann á að haga sín­um ferðalög­um.“

Erfitt að geta ekki veitt svör

Um 30 kíló­metra lang­ur kafli er lokaður frá Vík í Mýr­dal og upp að af­leggj­ara að Meðallands­vegi. Katlatrack fer með ferðamenn í skoðun­ar­ferðir í ís­hella í Kötlu­jökli en vegna lok­ana þá er viðskipta­vin­um boðið upp á buggy-bíla­ferðir, sem Katlatrack býður einnig upp á.

„Við rýmd­um jök­ul­inn í gær, feng­um til­kynn­ingu um tvöleytið og þá kölluðum við alla heim. Síðan tók við óvissa. Marg­ir í sum­ar­frí­um þannig það var lítið um svör,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir erfitt fyr­ir þá að geta ekki veitt viðskipta­vin­um svör, sem eru eðli máls­ins sam­kvæmt með marg­ar spurn­ing­ar þegar svona at­b­urður ger­ist.

Lentu í veseni með hót­elg­ist­ingu

Hann seg­ir að eft­ir há­degi í gær hafi þurft að fresta nokkr­um ferðum og í dag fyr­ir há­degi þá hafi verið um 30-40 manns sem voru mætt í Vík og ætluðu í ferðir.

„Við reyn­um að aðstoða þau með að finna eitt­hvað annað að gera, annað hvort hjá okk­ur eða ein­hverj­um öðrum. Við erum ekk­ert óvön því að lenda í svona lok­un­um, það eru oft lokaðir veg­ir á vet­urna þannig við erum með ágæt­is verklag í kring­um það.“

Er fólk ekki að lenda í veseni með hót­elg­ist­ingu?

„Jú það var svo­lítið um það í gær og við vor­um að hjálpa fólki að finna pláss hérna út um sveit­ir Fólk var að fara á Hvolsvöll og Hellu og svo var auðvitað tals­vert af fólki sem var á leiðinni til okk­ar en var fast á Klaustri,“ seg­ir hann.

Verið er að gera við Skálmabrú og þjóðveginn.
Verið er að gera við Skálma­brú og þjóðveg­inn. mbl.is/​Há­kon

„Svo sjá­um við það í fjöl­miðlum“

Hann viður­kenn­ir aðspurður að fyr­ir­tækið verði fyr­ir fjár­hags­legu tjóni þegar svona at­b­urður ger­ist en „þessi bransi er sveiflu­kennd­ur,“ seg­ir hann. Þegar starf­sem­in er að miklu leyti við Kötlu þá sé viðbúið að nátt­úr­an láti í sér heyra. Fyrst og fremst skipti ör­yggi fólks máli.

En aft­ur að sam­skipt­um við yf­ir­völd. Í morg­un fékk Guðjón að vita að stjórn­völd myndu funda fyr­ir há­degi og í kjöl­far ættu að fást svör svör sem hægt væri að koma á fram­færi til viðskipta­vina.

„En svo sjá­um við það í fjöl­miðlum að sá fund­ur átti sér stað klukk­an tvö. Þá var þetta útséð og þá ákváðum við bara að fresta öllu ferðum og láta fólk vita svo það gæti hagað sín­um ferðum,“ út­skýr­ir ferðaþjónn­inn.

„Það hefði verið gott að eiga þetta sam­tal.“

Bær­inn sam­stillt­ur

Hann seg­ir að í framtíðinni þurfi sam­talið að vera meira.

„Ferðaþjón­ust­an hér er stór og sterk og bær­inn er sam­stillt­ur í því að veita góða þjón­ustu. Við sjá­um það á fólk­inu hvað það er all­ir eru til­bún­ir að leggj­ast á eitt,“ seg­ir hann.

„Björg­un­ar­sveitar­fólkið hér er óþreyt­andi í því að standa þessa lok­un­ar­pósta, hvort sem það eru snjóstorm­ar á vetri eða lok­un­um eins og þess­um. Þannig það eru all­ir að vinna að því sama, fyrsta lagi ör­yggið en eins líka að fólk fari sælt og bros­andi frá okk­ur.“ 

mbl.is