Lady Gaga ýjar að trúlofun

Poppkúltúr | 29. júlí 2024

Lady Gaga ýjar að trúlofun

Söng- og leikkonan Lady Gaga kallaði kærasta sinn, viðskiptamanninn Michael Polansky, unnusta sinn á meðan hún fylgdist með sundkeppni á Ólympíuleikunum í París í gær. 

Lady Gaga ýjar að trúlofun

Poppkúltúr | 29. júlí 2024

Tónlistarkona Lady Gaga kynnti Michael Polansky sem unnusat sinn.
Tónlistarkona Lady Gaga kynnti Michael Polansky sem unnusat sinn. Samsett mynd

Söng- og leik­kon­an Lady Gaga kallaði kær­asta sinn, viðskipta­mann­inn Michael Pol­an­sky, unn­usta sinn á meðan hún fylgd­ist með sund­keppni á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís í gær. 

Söng- og leik­kon­an Lady Gaga kallaði kær­asta sinn, viðskipta­mann­inn Michael Pol­an­sky, unn­usta sinn á meðan hún fylgd­ist með sund­keppni á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís í gær. 

„Þetta er unnusti minn Michael,“ sagði hún við for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, Gabriel Attal, í mynd­bandi sem birt­ist á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok. 

Hún kynnti sinn heitt­elskaða þegar for­sæt­is­ráðherr­ann hrósaði Gaga fyr­ir stór­kost­legt söng­atriði á opn­un­ar­hátíð Ólymp­íu­leik­ana sem fór fram á föstu­dag. 

Gaga hef­ur enn ekki staðfest það op­in­ber­lega hvort að þau Pol­an­sky eru trú­lofuð.  

Sögu­sagn­ir um að Gaga sé trú­lofuð hafa verið há­vær­ar síðan hún sást skarta hring með stór­um dem­anti í apríl síðastliðnum. Hún og Pol­an­sky hafa verið sam­an frá ár­inu 2019 og haldið sam­bandi sínu að mestu frá sviðsljós­inu. Í viðtali árið 2021 lýsti hún því hversu yfir sig ást­fang­in hún væri af Pol­an­sky og kallaði hann „allt lífið sitt“.

Söng­kon­an var áður trú­lofuð leik­ar­an­um Tayl­or Kinn­ey á ár­un­um 2015 til 2016. Síðar trú­lofaðist hún umboðsmann­in­um Christian Car­ino en þau hættu sam­an árið 2019. 

Page six

mbl.is