Tíminn eftir Byrgismálið var hræðilegur

Áhugavert fólk | 30. júlí 2024

Tíminn eftir Byrgismálið var hræðilegur

Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Götusmiðjunnar, segir að tíminn eftir Byrgismálið hafi verið hræðilegur af því að fólk hafi ruglað sér saman við Guðmund í Byrginu.

Tíminn eftir Byrgismálið var hræðilegur

Áhugavert fólk | 30. júlí 2024

Mummi Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, hefur …
Mummi Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, hefur átt stórmerkilega og viðburðarríka ævi. Skjáskot/Youtube

Mummi Týr Þór­ar­ins­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Götu­smiðjunn­ar, seg­ir að tím­inn eft­ir Byrg­is­málið hafi verið hræðileg­ur af því að fólk hafi ruglað sér sam­an við Guðmund í Byrg­inu.

Mummi Týr Þór­ar­ins­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Götu­smiðjunn­ar, seg­ir að tím­inn eft­ir Byrg­is­málið hafi verið hræðileg­ur af því að fólk hafi ruglað sér sam­an við Guðmund í Byrg­inu.

Mummi, sem er nýj­asti gest­ur­inn í Podcasti Sölva Tryggva­son­ar, seg­ir málið hafa elt sig í mörg ár, sem hafi verið sér­stak­lega sárt af því að hann hafi átt stór­an þátt í að koma mál­inu af stað. 

„Ég hef aldrei sagt þetta op­in­ber­lega áður, en ég var að frétta af krökk­um inni í Byrg­inu og að það væru mjög óeðli­leg­ir hlut­ir í gangi þar. Ég hef sam­band við barna­vernd­ar­nefnd og segi þeim að það séu ung­ling­ar í Byrg­inu sem eigi ekki að vera þar. Svo hnippi ég í Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son sem var með Komp­ás á þess­um tíma. Þannig hefst í raun Byrg­is­málið. Ég hringdi í Jó­hann­es og hann fór í kjöl­farið af stað í að rann­saka þetta. Ég sagði hon­um að það yrði að kíkja á þetta af því að þar væru ung­ar stelp­ur komn­ar í ástar­sam­band við starfs­menn. Ég var bú­inn að til­kynna þetta niður í Barna­vernd­ar­stofu en þeir sögðust aldrei hafa fengið tölvu­póst­ana frá mér. Ég var meira að segja far­inn að fá sím­töl þar sem var drullað yfir mig, af því að það var verið að rugla mér sam­an við Guðmund í Byrg­inu. Það átti að fara að hand­rukka mig og þá vissi ég að ég yrði að gera eitt­hvað í þessu.”

„Við heit­um báðir Guðmund­ur“

Mummi þekk­ir það vel að vera á milli tann­anna á fólki og að fólk hafi á hon­um skoðanir eft­ir ár­araðir í op­in­berri umræðu. En hann seg­ir að þegar Byrg­is­málið hafi komið upp hafi farið í hönd mjög erfiður tími, þar sem rugl­ing­ur­inn hafi verið mik­ill í lang­an tíma:

„Kvöldið sem þessi Komp­ásþátt­ur var sýnd­ur var ég uppi á sviði með Ragga Bjarna og fleir­um á tón­leik­um þar sem átti að styrkja Götu­smiðjuna um eina millj­ón króna. Tón­leik­arn­ir gengu vel og það var mikið klappað, en þegar ég labbaði niður af sviðinu seg­ir kon­an sem hélt utan um þetta við mig: „Þú komst ekk­ert sér­stak­lega vel út úr þess­um Komp­ásþætti, en ég vil að þú vit­ir að þú færð að halda millj­ón­inni“. Ég man bara að það fyrsta sem ég hugsaði var: „Fokk!”. Komp­ásþátt­ur­inn var sýnd­ur á sunnu­dags­kvöldi og var í sjón­varp­inu á sama tíma og ég er þarna uppi á sviði. Ég hugsaði strax hvort all­ir þess­ir þúsund manns sem voru þarna inni væru að hugsa hvort að ég væri þessi maður sem verið væri að fjalla um. Sím­arn­ir voru þarna komn­ir nokkuð sterkt inn og upp­lýs­ingaflæðið orðið hratt. Við heit­um báðir Guðmund­ur og vor­um báðir með sítt grátt hár á þess­um tíma að reka meðferðarúr­ræði. Ég þurfti eft­ir þetta að fara á fullt í að reyna að koma fólki í skiln­ing um að þetta væri ekki ég sem verið var að fjalla um," seg­ir Mummi, sem seg­ir að tím­inn eft­ir þetta hafi í raun verið bölv­an­leg­ur:

„Það var hringt í starfs­fólkið mitt eft­ir þátt­inn og spurt hvort ég hafi leitað á það og fleira í þeim dúr. Þetta hef­ur í raun fylgt mér í mörg ár. Ég hef lent í því margoft að fólk öskri á mig úti á götu og fleiri op­in­ber­um stöðum. Að ég sé kallaður perri og öll­um ill­um nöfn­um. Þetta gekk svo langt að ég þurfti að senda frá mér frétta­til­kynn­ingu þar sem ég sagði að ég væri ekki Guðmund­ur í Byrg­inu. Þetta var skelfi­leg­ur tími og það er ekki langt síðan ég lendi síðast í því að þurfa að leiðrétta þetta.”

„Hið op­in­bera vildi ekki vita af þess­um vanda og af­neitaði hon­um“

Mummi er þekkt­ast­ur fyr­ir öt­ult starf með ung­ling­um í fíkni­vanda og rak mörg ár meðferðar­heim­ilið Götu­smiðjuna sem gott orð fór af. Hann seg­ist strax hafa fundið sig í þess­um bransa:

„Við áttuðum okk­ur á því að marg­ir af þess­um krökk­um áttu eng­an sam­astað, þannig að mér fannst ekk­ert annað í boði en að gera allt sem ég gæti til að skjóta skjóls­húsi yfir þau. Eft­ir að hafa horft á þessa krakka fara inn og út úr meðferðum og sum hver deyja rann mér blóðið til skyld­unn­ar. Hið op­in­bera vildi ekki vita af þess­um vanda og af­neitaði hon­um. Ég tók þess vegna bara af skarið og opnaði Götu­smiðjuna, meðferðarúr­ræði með óskil­greind­an tíma fyr­ir þá sem nýttu sér úrræðið. Eina skil­yrðið var að börn­in væru und­ir 18 ára og hafði Barna­vernd­ar­stofa svo­kallaða yf­ir­um­sjón með milli­göngu þeirra ung­menna sem nýttu sér úrræðið. Á þeim 14 árum sem Götu­smiðjan var starf­rækt fóru um 2.000 ung­menni í gegn­um úrræðið og ár­ang­ur­inn var mjög góður þó að ég segi sjálf­ur frá. Tveim­ur árum eft­ir meðferð voru 50% ung­menn­anna í góðum mál­um, sjálf­bær fé­lags­lega og fjár­hags­lega, með vinnu og þak yfir höfuðið.“

„Ég valdi göt­una frek­ar en heim­ilið“

Mummi var að eig­in sögn vill­ing­ur sem gekk mjög illa í fer­köntuðu skólaum­hverf­inu. Hann seg­ist hafa átt mjög erfiða æsku sem ekk­ert barn eigi að þurfa að upp­lifa:

„Ég valdi göt­una frek­ar en heim­ilið, af því að aðstæður á heim­il­inu voru svo slæm­ar. Ég bjó við aðstæður þar sem var mik­il drykkja og heim­il­isof­beldi og þess vegna var lítið annað að gera en að vera úti. Þannig að ég er í mín­um huga klass­ískt götu­barn. Minn heim­ur var úti á götu og ég fór helst bara heim til að borða og sofa. Á göt­unni var ég samþykkt­ur og þar fannst mér ég eiga mína fjöl­skyldu. Ég var gæ­inn sem skipu­lagði fyrsta inn­brotið mitt 10 ára gam­all og gerði það með bra­vör. Þegar ég fer inn í unglings­ár­in er þetta í raun dæmt til að mistak­ast. Ég var les­blind­ur og skrif­blind­ur, kom frá slæmu heim­ili og var kom­inn í glæpi og óreglu. Ég er 14 ára gam­all kom­inn á síðutog­ara með gaur­um eins og „Élja Grími“ og „Dadda-buff” sem voru blind­full­ir þegar við fór­um um borð. Þeir litu út eins og útigangs­menn þegar þeir komu um borð og þetta voru ekki beint aðstæður fyr­ir barn. Þarna er ég kom­inn í heim full­orðinna sem seinþroska krakki. Á ein­um stað var ég skít­hrædd­ur við þess­ar aðstæður og þessa menn, en ég varð að reyna að halda uppi grímu og bera mig vel. Ég var alltaf klár í kjaft­in­um og gat tekið sam­ræður við hvern sem var,” seg­ir Mummi, sem fór fljót­lega að mis­nota áfengi og endaði með því að fara í meðferð:

„Ég byrjaði að drekka 13 ára gam­all og ég man að fyrsta skiptið sem ég varð full­ur opnuðust himn­arn­ir. Ég gat allt í einu verið með sjálf­um mér og skömm­in og bit­ur­leik­inn hurfu. Morg­un­inn eft­ir hugsaði ég strax að þetta ætlaði ég að gera aft­ur. En auðvitað endaði þetta ekki vel. Ég var bara krakki að deyfa sárs­auka. Ég endaði á því að fara í meðferð, en fékk ekki að vera þar lengi. Mér var sparkað úr meðferð af Vogi eft­ir sjö daga fyr­ir að vera ekki nógu góður alki eins og það var orðað við mig.”

Mummi er kom­inn í betra jafn­vægi en nokkru sinni og er þakk­lát­ur og sátt­ur þegar hann horf­ir yfir far­inn veg:

„Það sem gleður mig mest er þegar ég hitti krakka sem voru hjá mér í Götu­smiðjunni og lifa núna fal­legu og inni­halds­ríku lífi. Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég hugsa um það og það seg­ir mér að ég hafi gert eitt­hvað rétt í gegn­um tíðina. Þetta eru í heild­ina þrjú þúsund ung­menni sem komu í gegn­um úrræðin hjá mér. Eðli máls­ins sam­kvæmt dóu sum­ir og aðrir fóru í fang­elsi, en fjöldi þessarra krakka náðu að eign­ast far­sælt og gott líf.”

mbl.is