Hvar verður þú yfir verslunarmannahelgina?

Ferðumst innanlands | 2. ágúst 2024

Hvar verður þú yfir verslunarmannahelgina?

Nú styttist óðum í verslunarmannahelgina sem er að margra mati skemmtilegasta helgi sumarsins. Hér er listi yfir nokkrar góðar útihátíðir víða um land sem gaman er að skella sér á!

Hvar verður þú yfir verslunarmannahelgina?

Ferðumst innanlands | 2. ágúst 2024

Það má búast við miklu fjöri yfir verslunarmannahelgina.
Það má búast við miklu fjöri yfir verslunarmannahelgina. Samsett mynd

Nú stytt­ist óðum í versl­un­ar­manna­helg­ina sem er að margra mati skemmti­leg­asta helgi sum­ars­ins. Hér er listi yfir nokkr­ar góðar úti­hátíðir víða um land sem gam­an er að skella sér á!

Nú stytt­ist óðum í versl­un­ar­manna­helg­ina sem er að margra mati skemmti­leg­asta helgi sum­ars­ins. Hér er listi yfir nokkr­ar góðar úti­hátíðir víða um land sem gam­an er að skella sér á!

Þjóðhátíð í Eyj­um

Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um hef­ur lengi verið stærsta úti­hátíð lands­ins og hún fagn­ar 150 ára af­mæli í ár en bú­ist er við allt að 15.000 manns mæti í dal­inn. Þjóðhátíð er nú þegar haf­in en hátíðargest­ir mega bú­ast við mik­illi tón­list­ar­veislu langt fram á nótt frá föstu­degi til sunnu­dags. Þar koma meðal ann­ars fram Bubbi Mort­hens, FM95BLÖ, Stuðmenn, Clu­bDub og Jó­hanna Guðrún sem flyt­ur Þjóðhátíðarlagið, Töfr­ar, í ár.

Spáð er ágætu veðri í Vest­manna­eyj­um um helg­ina, þurrt og skýjað á í dag og sunnu­dag en sól á laug­ar­dag. Hit­inn verður á bil­inu 10-11 stig yfir alla dag­ana.  

Þjóðhátíð 2023.
Þjóðhátíð 2023. Ljós­mynd/Ó​skar Pét­ur

Síld­ar­æv­in­týrið á Sigluf­irði

Síld­ar­æv­in­týrið á Sigluf­irði hef­ur fjöl­breytta dag­skrá fyr­ir alla fjöl­skyld­una þar sem mikið af hæfi­leika­ríku tón­listar­fólki úr Fjalla­byggð mun koma fram. Dag­skrá­in hófst í gær en hún verður í fullu fjöri fram á sunnu­dag. Ókeyp­is er á barna- og ung­linga­skemmt­un­ina en þar verður meðal ann­ars boðið upp á grill­veislu, hoppu­kastala, sund­laug­ar­diskó, froðufjör og flug­elda­sýn­ingu.

Hit­inn verður á bil­inu 9-11 stig en þurru og mildu veðri er spáð í dag og laug­ar­dag en rign­ing er í kort­un­um á sunnu­dag. 

Siglufjörður.
Siglu­fjörður. Ljós­mynd/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Ein með öllu á Ak­ur­eyri

Ein með öllu á Ak­ur­eyri býður upp á stút­fulla fjöl­skyldu­dag­skrá frá morgni og fram eft­ir kvöldi frá deg­in­um í dag til sunnu­dags. Þegar það fer að rökkva taka við tón­leika­höld. Spa­ri­tón­leik­arn­ir sem fara fram á sunnu­deg­in­um eru stærstu tón­leik­ar hátíðar­inn­ar. Þar koma fram meðal ann­ars Herra Hnetu­smjör, Pretty­boitjok­ko, Stjórn­in og Páll Óskar.

Spáð er hita á bil­inu 12-18 stig á Ak­ur­eyri. Skýjað verður í dag og á morg­un en það gæti komið lít­ils­hátt­ar rign­ing á sunnu­dag­inn. 

Ein með öllu 2023 á Akureyri.
Ein með öllu 2023 á Ak­ur­eyri. Mbl.is/Þ​or­geir

Inni­púk­inn í Reykja­vík

Eins og hefð er fyr­ir, þá verður Inni­púk­inn hald­inn hátíðleg­ur í Reykja­vík. Inni­púk­um verður boðið upp á fjöl­breytta dag­skrá frá deg­in­um í dag til sunnu­dags sem fer fram í Gamla Bíói og og á skemmti­staðnum Rönt­gen. Þar koma meðal ann­ars fram hljóm­sveit­arn­ar Hips­um­haps, Hat­ari, Úlfur Úlfur og tón­list­ar­kon­an Una Torfa. 

Spáð er hinu fín­asta veðri á höfuðborg­ar­svæðinu yfir helg­ina. Hit­inn verður á bil­inu 13-15 stig.

Innipúkanum virðist vaxa ásmegin frá ári til árs.
Inni­púk­an­um virðist vaxa ásmeg­in frá ári til árs. Ljós­mynd/​Eggert Jó­hann­es­son

Flúðir um Versló

Það er alltaf nóg um að vera á hátíðinni Flúðir um Versló en þar verður frá­bær dag­skrá sem er nú þegar haf­in. Á hátíðinni er mik­il hefð fyr­ir tor­færu- og furðubáta­keppn­um sem gam­an er að fylgj­ast með. Á sunnu­dags­kvöld verður brekku­söng­ur í Torf­dal, rétt hjá tjaldsvæðinu á Flúðum.

Það er spáð skýjuðu veðri í dag en sól­in læt­ur sjá sig á morg­un og sunnu­dag. Hit­inn gæti farið í 15 stig.

Brekkusöngurinn á Flúðum.
Brekku­söng­ur­inn á Flúðum. Skjá­skot/​Face­book

Neista­flug á Nes­kaupsstað

Hátíðin Neista­flug á Nes­kaupsstað er nú þegar far­in af stað en þar er boðið upp á glæsi­lega fjöl­skyldu­dag­skrá fram á sunnu­dag. Hápunkt­ur hátíðar­inn­ar verða stór­tón­leik­ar þar sem fjöl­breytt flóra ís­lensks tón­listar­fólks mun stíga á svið. Meðal þeirra sem koma fram eru Laddy & Hljóm­sveit mann­anna, Bríet, Jón Jóns­son og Friðrik Dór. Að tón­leik­um lokn­um verður flug­elda­sýn­ing.

Rign­ing er í kort­un­um í dag og en það stytt­ir upp á morg­un. Hit­inn verður á bil­inu 10-12 stig. 

Kvöldvaka á Neistaflugi.
Kvöld­vaka á Neista­flugi. Ljós­mynd­ari/​Hlyn­ur Sveins­son

Saman­fest í Iðnó

Það verður mikið um að vera á Saman­fest í Iðnó. Sett verður upp fjöl­breytt dag­skrá tón­list­ar­atriða alla helg­ina frá deg­in­um í dag til sunnu­dags. Á dag­inn verður frítt pró­gramm frá kl. 16:00 - 18:00 fyr­ir alla. Síðan byrj­ar lif­andi hátíðardag­skrá frá kl. 20:00 - 23:00. Eft­ir það taka vel vald­ir plötu­snúðar við og klára kl 03:00. Þá verður DJ pró­gramm einnig á efri hæð húss­ins í Sunnu­sal.

Þar koma meðal ann­ars fram Svala Björg­vins, Tæ­son, Rorra og Hell­dóra. Yfir helg­ina mun sig­ur­veg­ari Europe­an Street Food Aw­ards á Íslandi, Chef Siggi Gunn­laugs, elda ljúf­fenga rétti af sér­sniðnum mat­seðli í „pop-up“ eld­húsi sínu. 

Spáð er sum­ar­blíðu.

Sólarveðri er spáð í höfuðborginni um helgina.
Sól­ar­veðri er spáð í höfuðborg­inni um helg­ina. Skjá­skot/​Face­book



mbl.is