Sögð vera byrjuð saman á ný

Poppkúltúr | 2. ágúst 2024

Sögð vera byrjuð saman á ný

Tónlistarstjörnurnar Shawn Mendes og Camila Cabello eru sagðar hafa kynt undir ástareldinum enn og aftur. Parið hefur átt í haltu mér slepptu mér sambandi frá árinu 2019.

Sögð vera byrjuð saman á ný

Poppkúltúr | 2. ágúst 2024

Shawn Mendes og Camila Cabello á Met Gala-hátíðinni árið 2021.
Shawn Mendes og Camila Cabello á Met Gala-hátíðinni árið 2021. AFP/ Angela Weiss

Tón­list­ar­stjörn­urn­ar Shawn Mendes og Camila Ca­bello eru sagðar hafa kynt und­ir ástar­eld­in­um enn og aft­ur. Parið hef­ur átt í haltu mér slepptu mér sam­bandi frá ár­inu 2019.

Tón­list­ar­stjörn­urn­ar Shawn Mendes og Camila Ca­bello eru sagðar hafa kynt und­ir ástar­eld­in­um enn og aft­ur. Parið hef­ur átt í haltu mér slepptu mér sam­bandi frá ár­inu 2019.

Orðróm­ur um end­ur­fundi Mendes og Ca­bello fór af stað í byrj­un júlí­mánaðar en þá sást til þeirra sam­an á úr­slita­leik Suður-Am­er­íku­keppni karla í knatt­spyrnu. Þau létu vel að hvort öðru á meðan leikn­um stóð og sáust spjalla sam­an og hlæja.

Mendes og Ca­bello hættu fyrst sam­an árið 2021. Þau tóku sam­an í apríl á síðasta ári en það sam­band ent­ist aðeins í ör­fá­ar vik­ur. Í millitíðinni er Mendes sagður hafa slegið sér upp með söng­kon­unni Sa­br­inu Carpenter, kírópraktorn­um Jocelyn Mir­anda og sjón­varps­kon­unni Charlie Tra­vers.

„Af eða á“ sam­bandið tek­ur á

Þó virðist sem Mendes og Ca­bello geti ómögu­lega sleppt tak­inu á hvort öðru. 

Þetta „af eða á“ sam­band þeirra virðist þó vera að taka mikið á and­lega heilsu Ca­bello en hún birti mynd af sér á sam­fé­lags­miðlum þar sem hún lá upp­gef­in í rúm­inu sínu. 

„Ég fæ sting í hjartað hvert sem ég horfi. Ég reyni mitt besta að vera til staðar fyr­ir vini mína, aðdá­end­ur og fólkið sem veit­ir mér styrk en það er erfitt þegar glasið þitt er tómt,“ seg­ir Ca­bello.

Page six

View this post on In­sta­gram

A post shared by camila (@camila_ca­bello)

mbl.is