Óvenjuleg hegðun Kötlu á bak við hlaupið

Katla | 3. ágúst 2024

Óvenjuleg hegðun Kötlu á bak við hlaupið

„Flest gögn passa illa við eldgos. Það er náttúrulega ekki hægt að útiloka það en þá passar það ekki við svona forboða annarra eldgosa þar sem er skammtíma jarðskjálftavirkni á undan, oftast í einhverja klukkutíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um jökulhlaupið sem varð í Mýrdalsjökli á laugardag fyrir viku.

Óvenjuleg hegðun Kötlu á bak við hlaupið

Katla | 3. ágúst 2024

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

„Flest gögn passa illa við eld­gos. Það er nátt­úru­lega ekki hægt að úti­loka það en þá pass­ar það ekki við svona for­boða annarra eld­gosa þar sem er skamm­tíma jarðskjálfta­virkni á und­an, oft­ast í ein­hverja klukku­tíma,“ seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, um jök­ul­hlaupið sem varð í Mýr­dals­jökli á laug­ar­dag fyr­ir viku.

„Flest gögn passa illa við eld­gos. Það er nátt­úru­lega ekki hægt að úti­loka það en þá pass­ar það ekki við svona for­boða annarra eld­gosa þar sem er skamm­tíma jarðskjálfta­virkni á und­an, oft­ast í ein­hverja klukku­tíma,“ seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, um jök­ul­hlaupið sem varð í Mýr­dals­jökli á laug­ar­dag fyr­ir viku.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Magnús Tumi hlaupið vera óvenju­legt. Jök­ul­hlaup af þessu tagi hafi komið upp fjór­um sinn­um á síðustu 69 árum og sé það langt frá venju­legri hegðun. Á hverju ári komi aukið jarðhita­vatn frá jökl­in­um sem safn­ast hef­ur fyr­ir og leiðir svo út í árn­ar.

„Þetta er bara part­ur af hegðun þessa svæðis. En hins veg­ar koma svo þess­ir at­b­urðir sem hafa komið núna fjór­um sinn­um á síðustu 70 árum og þeir eru bara miklu, miklu stærri,“ seg­ir Magnús.

Tals­vert tjón varð á hring­veg­in­um milli Vík­ur og Kirkju­bæj­ark­laust­urs.
Tals­vert tjón varð á hring­veg­in­um milli Vík­ur og Kirkju­bæj­ark­laust­urs. mbl.is/​Há­kon

En hvað veld­ur þá jök­ul­hlaup­inu?

„Það sem ger­ist er að katl­arn­ir, það byrj­ar að safn­ast vatn und­an þeim, og það eru nú aðeins mis­mun­andi skoðanir á hvað valdi. Ein skoðun er sú að þetta séu pínu­lít­il eld­gos und­ir jökl­in­um. En það eru ýmis vanda­mál við þá hug­mynd. Held­ur sé þetta auk­inn jarðhiti þar sem að vatn safn­ast fyr­ir und­ir jökl­in­um í ein­hvern tíma,“ seg­ir jarðeðlis­fræðing­ur­inn og bend­ir á að hér heima sé alltaf fyr­ir­boði á eld­gos­um í gegn­um jarðskjálfta­hrin­ur.

Sé það vegna þess að Ísland er með lokuð eld­fjöll. Þrýst­ing­ur mynd­ast og bergið þarf að brotna svo að kvik­an kom­ist upp. Því fylgja jarðskjálft­ar og órói.

„Þetta sjá­um við ekki fyr­ir jök­ul­hlaup. Það vinn­ur gegn þeirri hug­mynd að þetta sé eld­gos.“

Mis­mun­andi skoðanir á því hvað veld­ur hlaup­inu

Hann seg­ir að það séu þó séu mis­mun­andi skoðanir á mál­inu þar sem jök­ul­hlaupi fylgi órói sem get­ur líkst gosóróa.

„Hann lík­ist gosóróa en hann get­ur líka verið bara vatnið að fossa þarna niður. Það býr til óróa. Þannig það eru aðeins mis­mun­andi skoðanir á þessu. Við get­um ekki verið al­veg viss um að þetta sé svona en það bend­ir flest til þess að mínu mati að það byrjaði að safn­ast þarna vatn í ekk­ert lang­an tíma og síðan hleyp­ur það und­an.“

Nefn­ir Magnús Tumi þó að mis­mun­andi skoðanir séu á mál­inu breyti það því ekki að um mjög óvenju­leg­ar aðstæður er að ræða.

„Það verður þarna mik­il aukn­ing og bráðnun í svo­lít­inn tíma og hvað veld­ur því er ekki al­veg ljóst. Þess vegna er lík­leg­ast að þetta séu jarðhita­breyt­ing­ar.“

mbl.is/​Há­kon

Þurfi að fylgj­ast vel með Kötlu

Seg­ir hann ís­lenska nátt­úru mjög sér­stæða með sín­um eld­fjöll­um með jökl­um og ekki enn séu kom­inn mæli­tæki sem geti varað við hlaupi nema þá bara með ör­fárra stunda fyr­ir­vara.

Magnús Tumi tel­ur því mik­il­vægt að fylgj­ast þurfi með Kötlu og skerpa þurfi á því að fólk fari var­lega á svæðinu.

Er hætt­an liðin hjá?

„Miðað við sög­una er ólík­legt að það komi eitt­hvað annað í fram­haldi af þessu en við mun­um nátt­úru­lega bara fylgj­ast með því hvernig þetta þró­ast á næst­unni upp á það hvort að það er auk­inn jarðhiti þarna,“ seg­ir Magnús Tumi og bæt­ir við:

„Það þarf bara að vera mjög vak­andi fyr­ir Kötlu af því að hún er svo ná­lægt byggð. Það verður að passa upp á að fylgj­ast alltaf vel með henni. Það er bara part­ur af því að búa á Íslandi.“

mbl.is