Beta Reynis: Með galopið hjarta

Heilsurækt | 4. ágúst 2024

Beta Reynis: Með galopið hjarta

Elísabet Reynisdóttir, Beta Reynis, næringarfræðingur skrifar um lífið og veltir fyrir sér hvort fólk myndi lifa lífi sínu öðruvísi ef það gæti skrifað líf sitt eins og skáldsögu. Til dæmis skáldsögu eftir Isabel Allende. 

Beta Reynis: Með galopið hjarta

Heilsurækt | 4. ágúst 2024

Beta Reynis mælir með því að skoða líf sitt eins …
Beta Reynis mælir með því að skoða líf sitt eins og um skáldsögu væri að ræða. Hverju myndum við breyta ef við vissum hver endalokin væru? Samsett mynd

Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir, Beta Reyn­is, nær­ing­ar­fræðing­ur skrif­ar um lífið og velt­ir fyr­ir sér hvort fólk myndi lifa lífi sínu öðru­vísi ef það gæti skrifað líf sitt eins og skáld­sögu. Til dæm­is skáld­sögu eft­ir Isa­bel Allende. 

Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir, Beta Reyn­is, nær­ing­ar­fræðing­ur skrif­ar um lífið og velt­ir fyr­ir sér hvort fólk myndi lifa lífi sínu öðru­vísi ef það gæti skrifað líf sitt eins og skáld­sögu. Til dæm­is skáld­sögu eft­ir Isa­bel Allende. 

Fyr­ir sléttu ári síðan skrifaði ég hér á Smartland­inu um upp­lif­un mína af bók­inni Skuggi Vinds­ins eft­ir spænska rit­höf­und­inn Car­los Ruiz Za­fón. Sag­an hafði gripið mig helj­ar­tök­um, ekki síst þar sem ég las hana meira og minna meðan ég var stödd úti í Barcelona, á sjálfu sögu­sviði bók­ar­inn­ar. Það, að geta gengið um göt­ur og torg sem komu fyr­ir í bók sem ég var þá ein­mitt að lesa, magnaði upp­lif­un­ina af lestr­in­um enn frek­ar. Ég hreifst full­kom­lega af aðal­per­són­unni, hon­um Daní­el bók­sala, og fann fyr­ir ást­inni og hit­an­um sem bók­staf­lega flæddi í stríðum straum­um af blaðsíðunum. Að lesa góða bók og upp­lifa sög­una svo sterkt er al­veg hreint mögnuð upp­lif­un! 

Það má segja að þessi bóka­gagn­rýni mín hafi slegið í gegn. Staðreynd­in svo ég sé al­veg hrein­skil­in, er nefni­lega sú, að ég næ yf­ir­leitt aðeins að lesa eina góða bók á ári. En samt sem áður, hér skeiða ég aft­ur fram á rit­völl­inn, um sléttu ári síðar, til að segja ykk­ur frá bók sem ég las nú ný­lega og hafði álíka mik­il áhrif á mig og Skuggi vinds­ins á sín­um tíma.

Rétt eins og þá var hér kom­in bók sem hreif mig full­kom­lega með sér í ferðalag til­finn­inga og ástríðu. Þér að segja er bók­in al­gjört auka­atriði í þess­ari grein, það ert þú sem skipt­ir öllu máli. Von mín er nefni­lega sú, að þessi pist­ill minn kveiki hjá þér löng­un til að laga það sem þú vilt og þarft að laga í eig­in lífi, að lest­ur­inn verði þér hvatn­ing til að taka ábyrgð á heilsu þinni, þú náir í fram­hald­inu að hlúa bet­ur að sjálfri/​um þér og laða fram það besta sem lífið get­ur mögu­lega fært þér.

Til þess að svo megi verða þarftu að skott­ist með mér inn í heim ímynd­un­ar­afls­ins. Blanda því sam­an við smá dass af raun­veru­leika en það kom­bó er ávís­un að breyttri og betri framtíð, með meiri ábyrgð og bættri heilsu. Skot­held upp­skrift að góðu lífi!

Þessi bók sem mig lang­ar að segja þér frá er eft­ir upp­á­halds­rit­höf­und­inn minn, hana Isa­bel Allende og heit­ir Yfir höf­in.

Beta mælir með bókinni Yfir höfin.
Beta mæl­ir með bók­inni Yfir höf­in. Ljós­mynd/​Eyþór Arn­ar Ingvars­son

Rétt eins og Skuggi vinds­ins ger­ist skáld­sag­an Yfir höf­in að hluta til í Barcelona, en þó að stærst­um hluta í Chile. Sag­an fylg­ir aðal­sögu­hetj­unni heila mann­sævi. Og það fékk mig ein­mitt til að hugsa: Hvað ef við ímynd­um okk­ur að við séum sögu­per­són­ur í bók, og fengj­um að fylgj­ast með, sem les­andi, lífi okk­ar frá fæðingu allt að dán­ar­dægri? Sjá fyr­ir okk­ur upp­hafið og end­inn og allt þar á milli. Væri það ekki ágæt­is áminn­ing um hvernig lífi við vilj­um lifa? Eru mögu­lega ein­hverj­ir þætt­ir og venj­ur í lífi okk­ar sem nú er kom­inn tími til að taka föst­um tök­um og breyta, áður en það verður of seint?

Bók­in bar nafn með rentu því hún bar huga minn svo sann­ar­lega yfir höf­in. Hófst í Barcelona, þaðan sem ég flakkaði með sögu­per­són­un­um yfir At­lands­hafið, alla leið til Chile.

Ég fann fyr­ir útþrá og lífsþorsta, ástríðu og hita og löng­un til að upp­lifa aðra menn­ingu og sögu. Ég varð reið og sorg­mædd yfir órétt­læt­inu sem sum­ir verða fyr­ir á lífs­leiðinni, og hvernig póli­tík hef­ur í gegn­um ald­irn­ar verið tor­tím­ing­arafl mann­skepn­unn­ar.

Sag­an byrj­ar þar sem Victor, aðal­sögu­per­són­an, er korn­ung­ur maður og end­ar þegar hann er kom­inn um átt­rætt. Victor upp­lif­ir fas­is­mann í Barcelona og um­skipt­in í Chile up­p­úr 1970, þegar Sal­vador Allende var steypt af stóli og Augu­sto Pin­ochet falið ein­ræðis­vald. Victor verður ást­fang­inn, eða rétt­ara sagt hug­sjúk­ur, eins og oft vill verða þegar við erum ung og með horm­óna­kerfið á fullu gasi.

Í gegn­um æv­ina þræl­ar Victor sér út sem lækn­ir. Stund­um er hann bara ósköp venju­leg­ur maður sem fram­kvæm­ir að því er virðist hugs­un­ar­laust það sem lífið ætl­ast til af hon­um, frek­ar en það sem hug­ur hans í raun og veru stend­ur til. Lífið líður áfram og Victor með.

Mér fannst at­hygl­is­vert að fylgja per­són­um bók­ar­inn­ar eft­ir yfir heila mann­sævi og sjá fyr­ir mér lífs­stíl þeirra. Ég kynnt­ist sögu­per­són­um sem virt­ust hugsa vel um sig og gæta hófs í mat og drykk, og öðrum sem klár­lega voru að deyfa óham­ingju sína með ofáti eða ann­arri óæski­legri hegðun. Þær sögu­per­són­ur sem voru veik­ar fyr­ir og deyfðu sig með mat, áfengi eða ann­arri fíkn, stóðu óneit­an­lega valt­ari fæti en þær sem náðu að fara bet­ur með sig. Góð áminn­ing um það hversu erfitt það get­ur verið fyr­ir okk­ur breysk­ar mann­eskj­urn­ar að viðhalda góðum lífs­stíl út lífið.

Sum okk­ar ferðast í gegn­um þetta líf sem áhorf­andi að líf­inu, frek­ar en virk­ir þátt­tak­end­ur. Við meðtök­um það sem ger­ist, án viðspyrnu, en höf­um oft ekk­ert vald eða þrótt til að gera rót­tæk­ar breyt­ing­ar. Oft skort­ir okk­ur nægj­an­lega ábyrgð og þor til að taka af skarið og standa sem best með okk­ur sjálf­um.

Væri það ekki al­deil­is frá­bært ef við gæt­um tímaflakkað fram í tím­ann og tekið púls­inn á okk­ur þegar komið er að leiðarlok­um lífs­ins? Ég gæti svo vel trúað því að það myndi ná að hrista hressi­lega upp í mörg­um og fá þá til að breyta lífs­stíl sín­um í snar­hasti! Framtíðin gæti mögu­lega orðið ör­lítið bjart­ari ef feng­ist tæki­færi til að sjá og meta stöðuna á loka­sprett­in­um í upp­runa­legri út­gáfu lífs­bók­ar­inn­ar, og þannig fá færi á að breyta um kúrs á miðri leið svo sag­an fái ann­an endi.

Oft ráðum við ekki al­veg at­b­urðarrás­inni í eig­in lífi en hvað ef við hefðum vald og tæki­færi til að stjórna henni? Við erum og verðum aldrei alltaf sól­ar­meg­in í líf­inu, þannig er það bara. Lífið býður ávallt upp á áskor­an­ir, alls kon­ar hindr­an­ir sem þarf að tækla. Mín skoðun er sú að til að tak­ast gæfu­sam­lega á við það óvænta í líf­inu, t.d. heilsu­áskor­an­ir og áföll, skipti miklu máli að vera ávallt sem best und­ir­bú­inn. Gera alltaf ráð fyr­ir því besta sem lífið fær­ir okk­ur, en einnig vera und­ir­bú­inn und­ir það versta. Og það ger­um við ein­mitt með því að hugsa vel um okk­ur og end­ur­skoða lífs­stíl­inn reglu­lega.

Með gal­opið hjarta

„..hann stakk þrem­ur fingr­um hægri hand­ar ofan í gal­opið sárið, lagði þá utan um hjartað og kreisti nokkr­um sinn­um takt­fast, afar ró­lega og eðli­lega, hann viss ekki hve lengi, kannski í þrjá­tíu sek­únd­ur, kannski í heila ei­lífð. Skyndi­lega fann hann hjartað lifna við á milli fingra sér, fyrst skalf það nán­ast ógrein­an­lega en fljót­lega fór það að slá reglu­lega og af krafti.“ (bls 11).

Sjálf er og hef ég aldrei verið með stríðsáverka eins og lýst er í bók­inni, en stund­um er hjartað mitt sann­ar­lega sárt og stund­um er hjartað mitt gal­opið. Oft finnst mér að það þurfi að kreista það til að fá það til að slá í takt þegar mér finnst lífið vera að keyra mig í kaf. En sem bet­ur fer hef­ur ávallt verið auðvelt að koma því aft­ur í gang þegar þess hef­ur þurft. Og það á við um margt í líf­inu s.s. þegar lífs­stíl­inn er ekki eins góður og hann ætti að vera, og við gleymt að sinna sál og lík­ama.

Þegar við les­um góða bók þá get­um við engu breytt; sag­an er sögð, skrifuð og gef­in út. En hvað ef við hefðum afl að breyta okk­ar eig­in lífs­sögu? Hvað ef við hefðum þann mátt að getað snert hjartað eins og lýs­ing­in í bók­inni þar sem Vikt­or horf­ir á hjartað stöðvast og hann æðir með ber­um hönd­um í brjóst­holið og tek­ur utan um það og hnoðar það aft­ur í gang. Til þess þurfti hann þor og áræðni. Þegar þar er komið í bók­inni er hann lækna­nemi og alls óþjálfaður til að fram­kvæma slík­an gjörn­ing. Hann ein­fald­lega fylg­ir eðlis­hvöt­inni og þeirri hugs­un að hann hafi engu að tapa. Við höf­um engu að tapa held­ur, þurf­um bara að þora og fram­kvæma það sem við vilj­um fá út úr líf­inu. Skoðum endi­lega hvað það ná­kvæm­lega er sem er að stoppa okk­ur. Horf­umst óhrædd í augu við eig­in hindr­an­ir og leit­um leiða til að kom­ast yfir þær.

Þegar ég lokaði bók­inni að lestri lokn­um, hugsaði ég um sögu­per­són­urn­ar sem borðuðu og drukku áfengi í óhófi til að deyfa til­finn­ing­ar sína og líðan, og hversu sorg­legt það væri að þær hefðu aldrei náð þeim hæðum sem þær höfðu alla burði til að ná.

Við ráðum vissu­lega oft ekki al­veg at­b­urðarrás­inni í lífi okk­ar, en all­ar áskor­an­ir verða svo miklu létt­ari ef við mæt­um þeim vel nærð og þjálfuð. Ég hvet alla til að búa sig sem best und­ir lífs­sögu sína með því að vera lík­am­lega sterk, hreyfa sig reglu­lega, rækta and­ann og vera vel nærð. Það er eng­inn að tala um að vera í kjörþyngd eða eins og fyr­ir­sæt­ur og áhrifa­vald­ar á In­sta­gram. En það er svo sann­ar­lega alltaf mik­il­vægt að líða sem best í eig­in lík­ama og hafa orku til að tak­ast á við amst­ur dags­ins.

Með þess­ari bóka­gagn­rýni minni er ég, les­andi góður, semsagt að reyna að fá þig til að hrista upp í þínu eig­in lífi og lífs­sögu. Fá þig til að velta fyr­ir þér hvað það er sem þú vilt fá út úr líf­inu og þarft að gera svo það megi tak­ast. Leggj­um af stað núna, ég er hér fyr­ir þig! Kannski ekki sem fara­stjóri, því ég er þekkt fyr­ir að vera með ein­dæm­um átta­vilt og rata aldrei nokk­urn skapaðan hlut. En skila­boð mín til þín eru: lifðu og njóttu. Þú mátt svo sann­ar­lega gera mis­tök, vill­ast, tapa, vinna, syrgja, fagna. En mik­il­væg­ast af öllu er að þú náir að skrifa þína eig­in ævi­sögu þannig að hún endi á þann hátt sem þú vilt sjá hana enda.

mbl.is