Heyrðu í almannavörnum sjö tímum fyrir hlaup

Katla | 4. ágúst 2024

Heyrðu í almannavörnum sjö tímum fyrir hlaup

Í aðdraganda jökulhlaupsins í Skálm fyrir viku vakti Veðurstofa Íslands ekki sérstaka athygli almennings á því að órói væri að mælast undir Mýrdalsjökli. Fyrsta símtal Veðurstofunnar til almannavarna var um sjö klukkutímum fyrir hlaup.

Heyrðu í almannavörnum sjö tímum fyrir hlaup

Katla | 4. ágúst 2024

Flóðið náði fljótt að Þjóðveginum en nánast enginn fyrirvari var …
Flóðið náði fljótt að Þjóðveginum en nánast enginn fyrirvari var fyrir almenning. Ljósmynd/Sveinbjörn Darri Matthíasson

Í aðdrag­anda jök­ul­hlaups­ins í Skálm fyr­ir viku vakti Veður­stofa Íslands ekki sér­staka at­hygli al­menn­ings á því að órói væri að mæl­ast und­ir Mýr­dals­jökli. Fyrsta sím­tal Veður­stof­unn­ar til al­manna­varna var um sjö klukku­tím­um fyr­ir hlaup.

Í aðdrag­anda jök­ul­hlaups­ins í Skálm fyr­ir viku vakti Veður­stofa Íslands ekki sér­staka at­hygli al­menn­ings á því að órói væri að mæl­ast und­ir Mýr­dals­jökli. Fyrsta sím­tal Veður­stof­unn­ar til al­manna­varna var um sjö klukku­tím­um fyr­ir hlaup.

Matt­hew James Roberts, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu- og rann­sókn­ar­sviðs Veður­stof­unn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að Veður­stof­an hafi fyrst heyrt í al­manna­vörn­um klukk­an 6.20 um morg­un­inn vegna auk­inn­ar raf­leiðni í Skálm.

Þá var auk­inn órói far­inn að mæl­ast und­ir jökl­in­um um klukk­an 11. Hlaupið hófst klukk­an 13.20 og var komið að Þjóðvegi 1 á milli klukk­an 14-15.

mbl.is greindi fyrst­ur allra fjöl­miðla frá at­b­urðinum klukk­an 13.35, eft­ir að hafa heyrt í Veður­stof­unni að fyrra bragði. 

Heyrðu þris­var sinn­um í al­manna­vörn­um fyr­ir hlaup

Alls heyrði Veður­stof­an í bakvakt al­manna­varna þris­var sinn­um fyr­ir jök­ul­hlaupið. Um morg­un­inn birt­ist til­kynn­ing á vef Veður­stof­unn­ar þess efn­is að raf­leiðni hefði mælst í ám um­hverf­is Mýr­dals­jök­ul.

Í út­varps­frétt­um RÚV klukk­an 12.20 var varað við mögu­legu yf­ir­vof­andi hlaupi, en Veður­stof­an taldi að um ár­viss­an at­b­urð væri að ræða.

„Við tók­um þessu sem jarðhita­suð, sem ger­ist mjög oft í lok hlaupa. Tek sem dæmi Skaft­ár­hlaup, eft­ir svona sig­ketill – þegar þeir tæm­ast – það kem­ur oft svona jarðhita­suð út af þrýst­ings­lækk­un,“ seg­ir Matt­hew.

Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknarsviðs Veðurstofunnar.
Matt­hew James Roberts, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu- og rann­sókn­ar­sviðs Veður­stof­unn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Margt sem við þurf­um að læra frá þessu“

Var ekki neinn tíma­punkt­ur hjá Veður­stof­unni þar sem þið vissuð að það væri mögu­lega að koma hlaup og þið gætuð látið al­menn­ing vita?

„Það var að minnsta kosti sím­tal aft­ur með al­manna­vörn­um og til­kynn­ing sem fór út í gegn­um út­varpið um há­degi. Það var lækk­un í vatns­hæð, lækk­un í raf­leiðni og þetta var enn þá óvíst. Er þetta at­b­urður sem er að þró­ast í átt­ina að því að verða hættu­legt eða ekki?

Svo allt í einu kem­ur þessi snar­aukn­ing í raf­leiðni, óróa og vatns­hæð og þetta breyt­ist allt á inn­an við klukku­stund. Það er margt sem við þurf­um að læra frá þessu. Fyrst og fremst þurf­um við að greina okk­ar gögn bet­ur í raun­tíma,“ seg­ir hann.

Hér má sjá kort af útbreiðslu jökulhlaupsins í Skálm.
Hér má sjá kort af út­breiðslu jök­ul­hlaups­ins í Skálm. Tölvu­teiknuð mynd/​Veður­stofa Íslands

Veður­stof­an er nú að rýna í þær mæl­ing­ar og gögn sem söfnuðust til að fá skýra mynd af aðdrag­anda at­b­urðar­ins í Skálm.

Matt­hew seg­ir að upp­lýs­inga­gjöf til viðbragðsaðila og al­menn­ings í aðdrag­anda hlaups­ins verði rýnd og þá verði skoðað hvaða gögn voru höfð til hliðsjón­ar við þá upp­lýs­inga­gjöf.

Fólk fundið fyr­ir brenni­steinslykt

Þið heyrðuð í al­manna­vörn­um klukk­an 6.20. Vissu þið þá að það væri að koma jök­ul­hlaup?

„Þetta er svo­lítið flókið mál vegna þess að það var hlaup í gangi til að byrja með. Í síðustu viku voru mjög skýr merki um vatns­hæðar­aukn­ingu og raf­leiðniaukn­ingu í Skálm. En þetta var svona minni­hátt­ar breyt­ing þess vegna vor­um við að túlka þetta sem hefðbundið sum­ar­hlaup frá Mýr­dals­jökli,“ seg­ir Matt­hew.

Á sumr­in eru lít­il jök­ul­hlaup ekki óal­geng og seg­ir hann að upp­haf þessa flóðs hafi svipað mjög til venju­legra sum­arflóða.

„Síðustu vik­una var þessi stig­hækk­andi aukn­ing í raf­leiðni og vatns­hæð en samt var þetta ekki hættu­legt. Það var nán­ast eng­in sjá­an­leg breyt­ing. Við vor­um búin að fá nokkr­ar til­kynn­ing­ar frá fólki um brenni­steinslykt. Þetta var svona staðfest­ing á því að jú, það er ein­hver vatns­auki í gangi, frá lík­lega þess­um tveim­ur kötl­um á Mýr­dals­jökli,“ seg­ir hann.

Vegaskemmdir vegna hlaupsins.
Vega­skemmd­ir vegna hlaups­ins. mbl.is/​Há­kon

Um 90 mín­útna glugga að ræða

Spurður hvort að Veður­stof­an hafi vitað á ein­hverj­um tíma­punkti að stórt jök­ul­hlaup væri að hefjast sem myndi ná yfir Þjóðveg­inn seg­ir hann að á milli klukk­an 12.30 - 14.00 hafi það verið ljóst.

„Svona eft­ir á ef ég horfi til baka núna – við erum að gera það núna, þessa inn­an­hússrýni sem er í gangi – það var þessi gluggi sem var 90 mín­út­ur. Þetta hefði jú pottþétt gefið fólki meira tæki­færi til að breyta ferðaáætl­un, snúa við, fyr­ir Vega­gerðina til að loka veg­un­um og svo fram­veg­is. Því miður út af því það vant­ar fleiri mæli­tæki ná­lægt jök­ul­stöðunum. Þetta er í al­vöru svona svart­ur svan­ur–dæmi. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1955 að það komi stórt flóð í Skálm,“ seg­ir Matt­hew.

Ljóst að bæta þarf mæl­ing­ar

Hann seg­ir að hlaupið í Skálm hafi komið veru­lega á óvart og seg­ir ljóst að það þurfi að bæta mæl­ing­ar til að tryggja meiri fyr­ir­vara í framtíðinni.

Nefn­ir hann að bæta þurfi við vatns­hæðarmæli og raf­leiðni­mæli ásamt vef­mynda­vél í Skálm, ofar í far­veg­in­um við jök­ul­sporðinn, líkt og Veður­stof­an er með í Múla­kvísl.

„Ég vill tryggja ör­yggi fyr­ir lands­menn og við gæt­um staðið miklu bet­ur. Þetta er vinna sem er í gangi núna,“ seg­ir hann og bæt­ir við að haldn­ir verði íbúa­fund­ir á svæðinu til að upp­lýsa fólk nán­ar um það sem gerðist síðastliðinn laug­ar­dag.

Sam­skipt­um ábóta­vant

Ferðaþjón­ar á Suður­landi gagn­rýndu sam­skipta­leysi Veður­stof­unn­ar og al­manna­varna í hlaup­inu síðasta sunnu­dag og þá sagði björg­un­ar­sveit­armaður að marg­ir ferðamenn vissu ekki af vega­lok­un­um.

Stofn­un­in varaði til að mynda ein­ung­is við auk­inni snjóflóðahættu ásam­fé­lags­miðlin­um Face­book, kvöldið áður en þrjú snjóflóð féllu í og við byggð í Nes­kaupstað að morgni 27. mars.

Sök­um hinn­ar lítt áber­andi til­kynn­ing­ar var ekk­ert fjallað um hætt­una á fréttamiðlum lands­ins og gengu íbú­ar því granda­laus­ir til náða að kvöldi sunnu­dags­ins 26. mars.

mbl.is