Besta hugleiðslan að sitja í berjalyngi á góðum sumardegi í Mjóafirði

Ferðumst innanlands | 6. ágúst 2024

Besta hugleiðslan að sitja í berjalyngi á góðum sumardegi í Mjóafirði

Austurland er Ragnhildi Aðalsteinsdóttur afar kært en hún ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, bjó síðan í Fellabæ á menntaskólaárunum en flutti til Reykjavíkur um tvítugt. Hún segist vera nokkuð dugleg að heimsækja æskuslóðirnar en stór hluti fjölskyldu hennar býr enn fyrir austan. Hún samgleðst þeim sem eiga eftir að upplifa að koma í Stórurð í fyrsta skipti.

Besta hugleiðslan að sitja í berjalyngi á góðum sumardegi í Mjóafirði

Ferðumst innanlands | 6. ágúst 2024

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir ólst upp fyrir austan.
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir ólst upp fyrir austan. Ljósmynd/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Aust­ur­land er Ragn­hildi Aðal­steins­dótt­ur afar kært en hún ólst upp á Vaðbrekku í Hrafn­kels­dal, bjó síðan í Fella­bæ á mennta­skóla­ár­un­um en flutti til Reykja­vík­ur um tví­tugt. Hún seg­ist vera nokkuð dug­leg að heim­sækja æsku­slóðirn­ar en stór hluti fjöl­skyldu henn­ar býr enn fyr­ir aust­an. Hún sam­gleðst þeim sem eiga eft­ir að upp­lifa að koma í Stór­urð í fyrsta skipti.

Aust­ur­land er Ragn­hildi Aðal­steins­dótt­ur afar kært en hún ólst upp á Vaðbrekku í Hrafn­kels­dal, bjó síðan í Fella­bæ á mennta­skóla­ár­un­um en flutti til Reykja­vík­ur um tví­tugt. Hún seg­ist vera nokkuð dug­leg að heim­sækja æsku­slóðirn­ar en stór hluti fjöl­skyldu henn­ar býr enn fyr­ir aust­an. Hún sam­gleðst þeim sem eiga eft­ir að upp­lifa að koma í Stór­urð í fyrsta skipti.

Ragn­hild­ur á að baki nám í fjöl­miðla­fræði, ljós­mynd­un og leiðsögn og starfaði lengi sem blaðamaður á Vik­unni og fleiri blöðum. Um þess­ar mund­ir vinn­ur hún við leiðsögn bæði hér heima og er­lend­is. Ragn­hild­ur tek­ur einnig að sér fjöl­breytt ljós­mynda­verk­efni og hún hef­ur verið dug­leg að taka fal­leg­ar mynd­ir á ferðalög­um sín­um um landið enda mik­ill úti­vist­ar- og göngugarp­ur og varla til ís­lenskt fjall sem Ragga, eins og hún er oft­ast kölluð, hef­ur ekki klifið. Hún seg­ir Aust­ur­land vera dá­sam­legt á svo marga vegu. „Þetta svæði er mitt „heim“ og sér­hver þúfa sem tek­ur á móti mér umfaðmar þá til­finn­ingu. Aust­ur­landið býr yfir fjöl­breyttri nátt­úru­feg­urð með háum tind­um og mjó­um fjörðum við aust­ur­strönd­una, ein­um gróður­sæl­asta stað lands­ins uppi á Héraði og síðan víðáttu ör­æf­anna uppi á heiðunum norðan Vatna­jök­uls. Mögu­leik­arn­ir til úti­vist­ar eru því gríðarmarg­ir.“

Upp­á­haldsstaðir Röggu eru þónokkr­ir og fyrst seg­ist hún verða að nefna Stór­urð sem sé ein­hver stór­kost­leg­asti staður í víðri ver­öld sem hún hef­ur heim­sótt. „Ég sam­gleðst öll­um sem eiga eft­ir að heim­sækja staðinn, það jafn­ast ekk­ert á við að koma þangað í fyrsta sinn, ég varð alla vega fyr­ir ein­hverri and­legri upp­lif­un. Þar fyr­ir ofan tróna síðan Dyr­fjöll­in sem eru með fal­legri tind­um á land­inu. Hell­is­heiði eystri býður upp á frá­bært út­sýni yfir Héraðsfló­ann. Sum­um finnst nokkuð bratt að keyra þarna yfir en þegar skyggnið er gott er það sann­ar­lega þess virði.“ Hún bæt­ir við að Atla­vík í Hall­ormsstaðaskógi bjóði upp á eitt fal­leg­asta og veður­sæl­asta tjald­stæði lands­ins og fátt jafn­ist á við úti­legu þar á aust­firsk­um góðviðris­dög­um.

Útsýni yfir Héraðsflóa frá þeim stað sem gengið er niður …
Útsýni yfir Héraðsflóa frá þeim stað sem gengið er niður Þerri­bjarg, norðan af Hell­is­heiði eystri. Ljós­mynd/​Aðsend

Marg­ir spenn­andi og flott­ir tind­ar

Hún bend­ir á nokkra tinda niðri á fjörðum sem séu henni sér­stak­lega kær­ir. „Hólmat­ind­ur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, Hvítserk­ur við Húsa­vík­ur­heiði milli Borg­ar­fjarðar eystri og Húsa­vík­ur og Eystra­horn við Lón í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu eru all­ir ein­stak­ir. Að lok­um verð ég að nefna bæði Fljóts­dals­heiði og Jölul­dals­heiði með sinni kraft­miklu víðáttu, oft eyðimerk­ur­lands­lagi og fal­leg­um vötn­um, tjörn­um, gróðri og mýr­um inn á milli. Þar sem svo tróna yfir Snæ­fellið til suðaust­urs og Herðubreið til norðvest­urs. Á þess­um heiðum eru einnig ein af aðal­heim­kynn­um hrein­dýr­anna sem mér þykir afar vænt um.“

Hólmatindur á Eskifirði er myndarlegt fjall.
Hólmat­ind­ur á Eskif­irði er mynd­ar­legt fjall. Ljós­mynd/​Aðsend

Þrjár magnaðar göngu­leiðir – Þerri­bjarg, Magna­hell­ir og Hólma­nes

Ragga held­ur upp á nokkr­ar göngu­leiðir á svæðinu og nefn­ir fyrst Þerri­bjarg. „Það er nokkuð erfið ganga og brött en verðlaun­in því betri. Það sem er kannski óvenju­leg­ast við göngu­leiðina er að hún byrj­ar í um 600 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, gengið er niður að sjó, og síðan aft­ur upp. Mesta erfiðið er því eft­ir að aðal­nátt­úruperl­an hef­ur verið heim­sótt. Ekið er upp á Hell­is­heiði eystri og þaðan eft­ir veg­slóða þar til komið er að skilti með upp­lýs­ing­um um göngu­leiðina. Nauðsyn­legt er að vera á fjór­hjóla­drifn­um bíl. Fyrst er gengið út fjall­g­arðinn, síðan niður bratta brekku al­veg að Múla­höfn. Loks er gengið meðfram sjón­um þar til komið er að út­sýn­is­staðnum þar sem Þerri­bjarg blas­ir við. Ég mæli með því að fólk fari frá út­sýn­is­staðnum og alla leið niður á Langasand til að njóta feg­urðar­inn­ar enn bet­ur. Gang­an er í heild­ina um 11 km með 820 metra heild­ar­hækk­un.“

Ragnhildur segir að það sé magnað að ganga á Þerribjarg …
Ragn­hild­ur seg­ir að það sé magnað að ganga á Þerri­bjarg þótt gang­an sé erfið og brött. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún nefn­ir líka Magna­helli sem henti flest­um að ganga að en leiðin er um 2,5 km. „Þessi hell­ir er í Hafra­hvömm­um við Dimm­ug­ljúf­ur. Ekið er að Kára­hnjúka­virkj­un og mal­ar­veg í norður með Dimm­ug­ljúfr­um vest­an við stífl­una. Þá er fljót­lega komið að slóða sem ligg­ur niður að bíla­stæðinu með upp­lýs­inga­skilti þar sem gang­an hefst. Á leiðinni að hell­in­um er út­sýn­ispall­ur þar sem við blas­ir hrika­leg nátt­úru­feg­urð þessa mik­il­feng­lega gljúf­urs.“ Síðasta göngu­leiðin sem hún vill nefna er Hólma­nesið sem er friðlýst­ur fólkvang­ur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. „Þetta er um 4 km lang­ur hring­ur frá bíla­stæðinu við ræt­ur Hólmat­inds. Þar eru áhuga­verðar berg­mynd­an­ir og mikið fugla­líf. Stund­um eru líka hrein­dýr á vappi á nes­inu.“

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir hefur ferðast mikið um Austurland og er gjarnan …
Ragn­hild­ur Aðal­steins­dótt­ir hef­ur ferðast mikið um Aust­ur­land og er gjarn­an með mynda­vél­ina að vopni. Ljós­mynd/​Aðsend

Álfa­drottn­ing, lund­ar og sel­ir

Ragga seg­ir það eig­in­lega vera skyldu að rúnta niður á Borg­ar­fjörð eystri til að skoða lunda­byggðina í Hafn­ar­hólm­an­um og fá sér eitt­hvað gott að borða á veit­inga­stöðum heima­manna og eiga svo fund við álfa­drottn­ing­una sjálfa í Álfa­borg­inni. „Mig lang­ar auk þess að nefna sela­skoðun á hest­baki á bæn­um Hús­ey en hann er við Héraðsflóa milli Lag­ar­fljóts og Jök­uls­ár á Dal. Þar er mikið fugla­líf, kyrrð og nátt­úru­feg­urð. Svo er ekki annað hægt en að nefna Óbyggðasetrið í Fljóts­dal en þar er sýn­ing um æv­in­týri óbyggðanna og sam­band fólks við nátt­úr­una og óblíð nátt­úru­öfl­in hér á árum áður. Þar er einnig boðið upp á heim­il­is­leg­ar veit­ing­ar, gist­ingu og ýmsa afþrey­ingu, eins og göng­ur, hjól­reiða- og hesta­leigu. Skammt frá er end­ur­gerður kláf­ur fyr­ir jök­ulsána sem gest­ir mega prófa.“

Hafnarhólminn á Borgarfirði eystri.
Hafn­ar­hólm­inn á Borg­ar­f­irði eystri. Ljós­mynd/​Aðsend

Fjöl­breytt afþrey­ing fyr­ir börn­in

Á Aust­ur­landi er margt að gera fyr­ir börn og nefn­ir Ragga sund­laug­arn­ar á Eskif­irði og Eg­ils­stöðum í því sam­hengi sem séu prýðileg­ar þó þær láti ekki mikið yfir sér. „Göngu­ferð með börn­in upp að Far­daga­fossi fyr­ir ofan Eg­ilsstaði er stutt og skemmti­leg, ekki síst þegar lítið er í ánni má með smá klöngri fara fyr­ir aft­an foss­inn. Einnig er gam­an að heim­sækja hrein­dýrag­arðinn á Vín­landi í Fell­um þar sem tömdu hrein­dýr­in Garp­ur og Mosi búa.“ Hún bæt­ir við að einn flott­asti baðstaður lands­ins sé fyr­ir aust­an, Vök Baths við Urriðavatn. „Þar er dá­sam­legt að liggja í heitu laug­inni upp við aðstöðuhúsið sem og í heitu pott­un­um sem liggja ofan í Urriðavatn­inu. Þá er næst­um því skylda að fara ofan í vatnið sjálft og taka smá sund­sprett.“

Í hellinum bak við Fardagafoss.
Í hell­in­um bak við Far­daga­foss. Ljós­mynd/​Aðsend

Ævin­týra­leg fjöll og fal­leg­ir stein­ar

Aust­f­irðirn­ir eru afar sér­stak­ir í jarðfræðileg­um skiln­ingi seg­ir hún. „Þeir eru elsta svæði lands­ins á eft­ir Vest­fjörðum. Í fjöll­un­um má sjá hraunstafl­ana hvern ofan á öðrum, við firði og dali sem jökl­ar hafa grafið á hinum mörgu kulda­skeiðum ís­ald­ar. Á nokkr­um stöðum á Aust­ur­landi eins og á Borg­ar­f­irði eystri og í Lóns­ör­æf­um má finna stór lípar­ítsvæði sem gefa okk­ur til kynna að þarna eru gaml­ar út­brunn­ar meg­in­eld­stöðvar. Á Aust­ur­landi má finna margs kon­ar fal­leg­ar stein­teg­und­ir sem finna má á Steina­safni Petru á Stöðvarf­irði, en Petra Sveins­dótt­ir upp­hafs­kona safns­ins gekk reglu­lega um fjöll­in á Aust­fjörðum og safnaði fá­gæt­um stein­teg­und­um.“ Hún seg­ist mæla með heim­sókn á safnið.

Steinasafn Petru á Stöðvarfirði
Steina­safn Petru á Stöðvarf­irði Ljós­mynd/​Aðsend

Spenn­andi svæði fyr­ir sæl­kera

Aust­ur­landið er stund­um kallað ís­lenska mat­arkarf­an en hvað verða all­ir að smakka? „Ein­hvers kon­ar hrein­dýra­kjöt, til dæm­is á veit­inga­stöðunum Niel­sen eða Lyng á Hót­el Héraði. Á Seyðis­firði er veit­ingastaður­inn Norð Aust­ur sus­hi&bar þar sem hægt er að fá eitt besta sus­hi lands­ins. Svo verð ég að nefna veit­ingastaðinn Bókakaffi í Fella­bæ sem býður upp á strang­heiðarleg­an ís­lensk­an mat. Í há­deg­inu á miðviku­dög­um eru t.d. alltaf kótilett­ur í raspi og eft­ir há­degi á föstu­dög­um er boðið upp á kaffi­hlaðborð sem myndi sóma sér vel í hvaða ferm­ing­ar­veislu sem er. Ís með dýfu í Sölu­skál­an­um (nú N1 Eg­ils­stöðum) er síðan al­ger skylda,“ bæt­ir Ragga við mjög ákveðin og bæt­ir við að Klaust­ur­kaffi á Skriðuk­laustri sé upp­á­haldsveit­ingastaður­inn henn­ar fyr­ir aust­an. Þar sé áhersla á ís­lenska mat­ar­gerð gerða frá grunni og hrá­efni úr nærum­hverf­inu, eins og t.d. lamba­kjöt, hrein­dýra­kjöt, hrúta­ber og lerk­i­sveppi.

Veitingastaðurinn Klausturskaffi er í miklu uppáhaldi hjá Ragnhildi.
Veit­ingastaður­inn Klaust­ur­skaffi er í miklu upp­á­haldi hjá Ragn­hildi. Ljós­mynd/​Aðsend

Gisti­mögu­leik­arn­ir marg­ir en tveir í upp­á­haldi hjá Röggu

Mæl­ir með því að ferðalang­ar gisti aðeins úti í sveit. „Mig lang­ar að nefna tvo af mín­um upp­á­halds­stöðum, ann­ars veg­ar gisti­staðinn Fljóts­dals­grund sem er á ein­um veður­sæl­asta stað Aust­ur­lands, inn­ar­lega í Fljóts­dal á Héraði og hins veg­ar Hót­el Stuðlagil sem er í gamla heima­vist­ar­skól­an­um mín­um á Jök­ul­dal. Þetta eru kannski ekki mest „fansí“ gisti­staðirn­ir, ef svo má að orði kom­ast, en á báðum þess­um stöðum eru af­bragðs-staðar­hald­ar­ar, virki­lega sjarmer­andi andi og góð þjón­usta.“ Hún vill einnig benda fólki á að uppi uppi á Fljóts­dals­heiði, á leiðinni inn að Kára­hnjúka­virkj­un, sé ferðaþjón­ust­ustaður­inn Lauga­fell. „Þar er virki­lega fal­lega göngu­leið niður með Laugará, upp með Jök­ulsá í Fljóts­dal og til baka. Á eft­ir er svo hægt að skella sér í heitu pott­ana sem búið er að hlaða í kring­um heitu lind­ina á svæðinu.“ 

Þegar hún er spurð hvar sé best að hvíla sig og hlaða batte­rí­in á svæðinu svar­ar hún ákveðin: Mjóifjörður. „Þar er mesta orku að finna þegar kem­ur að því að hlaða batte­rí­in, ekki síst síðsum­ars þegar ber­in eru kom­in. Að sitja í berja­lyngi á góðum sum­ar­degi í fal­legri brekku í Mjóaf­irði er ein sú besta hug­leiðsla sem hægt er að hugsa sér,“ bæt­ir hún bros­andi við að lok­um.

Jökulsá í Fljótsdal og Snæfellið í bakgrunni. Myndin var tekin …
Jök­ulsá í Fljóts­dal og Snæ­fellið í bak­grunni. Mynd­in var tek­in á göngu­leiðinni frá Lauga­felli. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is