Bregðast við sóðaskapnum með djúpgámum

Sorphirða | 6. ágúst 2024

Bregðast við sóðaskapnum með djúpgámum

Kvartanir um rusl í kringum sorptunnur stúdentaíbúðanna í gamla Hótel Sögu hafa vakið athygli undanfarið.

Bregðast við sóðaskapnum með djúpgámum

Sorphirða | 6. ágúst 2024

Sorp hafði flætt upp úr tunnum við Sögu á fimmtudaginn.
Sorp hafði flætt upp úr tunnum við Sögu á fimmtudaginn. Ljósmynd/Aðsend

Kvart­an­ir um rusl í kring­um sorptunn­ur stúd­enta­í­búðanna í gamla Hót­el Sögu hafa vakið at­hygli und­an­farið.

Kvart­an­ir um rusl í kring­um sorptunn­ur stúd­enta­í­búðanna í gamla Hót­el Sögu hafa vakið at­hygli und­an­farið.

Upp­lýs­inga­full­trúi Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta ger­ir ráð fyr­ir að djúp­gám­um verði komið fyr­ir í mánuðinum við Sögu, eins og hús­næðið nefn­ist nú, til að bregðast við sóðaskapn­um.

Heiður Anna Helga­dótt­ir, þjón­ust­u­stjóri og upp­lýs­inga­full­trúi FS, seg­ir í sam­tali við mbl.is að stofn­un­inni hafi ný­lega borist nokkr­ar kvart­an­ir um um­gengni í sorptunnu­skýli við Sögu.

Lýs­ir hún því að þegar slík­ar ábend­ing­ar ber­ist séu starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar send­ir til að taka til.

Ef sorp ratar ekki í tunnu þá fýkur það gjarnan …
Ef sorp rat­ar ekki í tunnu þá fýk­ur það gjarn­an og dreif­ist um svæðið. Ljós­mynd/​Aðsend

Nefn­ir hún að auk skjóts viðbragðs við kvört­un­um þá kanni þeir sem sjá um fast­eign­ir FS mjög reglu­lega hvernig sé umlits og hreinsi til ef sóðal­egt er. Tek­ur hún þó fram að rusl virðist oft safn­ast sam­an á mjög skömm­um tíma.

„Þeir fóru til dæm­is á þriðju­dag­inn og hreinsuðu – fyr­ir viku að vísu – en svo var ástandið svona sem sagt seinna í vik­unni,“ seg­ir hún en íbúi í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur kvartaði fyr­ir helgi und­an sóðaskap við Sögu og sýndi mynd­ir sem hann hafði tekið þar á fimmtu­dag­inn.

Djúp­gám­ar vænt­an­leg­ir seinnipart ág­úst

Sorp­hirða við Sögu hef­ur áður ratað í frétt­ir en í sept­em­ber á síðasta ári var einnig vak­in at­hygli á slæmri um­gengni þar. Sorp flæddi þá upp úr tunn­um og var mikið af dóti og drasli í kring, eins og nú í ág­úst. 

Heiður sagði þá í viðtali við mbl.is að til stæði að koma fyr­ir djúp­gám­um við Sögu í til­raun til að bæta úr mál­um. Spurð hver staðan sé á þeim fram­kvæmd­um svar­ar Heiður að þær séu hafn­ar.

„Það er bara allt í far­vegi og mér skilst að þeir eigi að koma upp bara núna á næstu vik­um,“ seg­ir hún og bæt­ir við að hún voni að til­koma gámanna muni verða til þess að snyrti­legra verði umlits við Sögu.

Heiður tek­ur fram að fram­kvæmd­irn­ar séu að vissu leyti háðar öðrum fram­kvæmd­um Há­skóla Íslands á svæðinu, sem gætu orðið til ein­hverra tafa á verklok­um. 

„En það er stefnt að því, eins og staðan er í dag, að taka þá í notk­un núna 20. ág­úst,“ seg­ir hún.

mbl.is