Að skoða Ítalíu með einkabáti getur fært upplifun þína upp á næsta plan. Hvort sem þú skoðar stórborg, strandbæ eða náttúrusvæði þá er upplifunin önnur á bát og er það eitthvað sem ferðasíðan Tripadvisor mælir svo sannarlega með.
Að skoða Ítalíu með einkabáti getur fært upplifun þína upp á næsta plan. Hvort sem þú skoðar stórborg, strandbæ eða náttúrusvæði þá er upplifunin önnur á bát og er það eitthvað sem ferðasíðan Tripadvisor mælir svo sannarlega með.
Að skoða Ítalíu með einkabáti getur fært upplifun þína upp á næsta plan. Hvort sem þú skoðar stórborg, strandbæ eða náttúrusvæði þá er upplifunin önnur á bát og er það eitthvað sem ferðasíðan Tripadvisor mælir svo sannarlega með.
Það er hreint ómissandi að sjá höfuðborg Ítalíu frá öðru sjónarhorni. Í Róm búa tæplega þrjár milljónir manna og iðar borgin af lífi frá morgni til kvölds. Það getur því verið góð tilbreyting að skoða borgina í ró og næði, án þess að finna fyrir troðningi á fjölförnum götum Rómar.
Borgin Feneyjar er í allri sinni fegurð oft nefnd drottning Adríahafsins og mikil upplifun að sigla um kanala og virða fyrir sér stórhýsi og glæsihallir. Eftir að kynnt sér ómælda fegurð borgarinnar er tilvalið að sigla undir Rialto-brúna áður en þú kemur að einu frægasta kennileiti borgarinnar, Plazzo Ducale.
Sikiley er stærsta eyja Miðjarðahafsins og ein af perlum Ítalíu. Þar er margt að skoða og því tilvalið að ferðast um á bát. Á Sikiley er að finna falda smábæi í fjöllum og við sjó, fögur sveitahéruð og byggingar frá forntímum Rómverja.
Sardinía er önnur stærsta eyjan á Miðjarðarhafinu á eftir Sikiley. Hún er klettótt, umkringd grænbláum sjó og hvítum ströndum eins og Cala Luna sem er einungis hægt að heimsækja á bát.