Alfreð og Þjóðverjar í úrslitaleikinn

Ólympíuleikarnir í París | 9. ágúst 2024

Alfreð og Þjóðverjar í úrslitaleikinn

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu leika til úrslita í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum eftir sigur á Spani, 25:24, í miklum spennuleik í Lille.

Alfreð og Þjóðverjar í úrslitaleikinn

Ólympíuleikarnir í París | 9. ágúst 2024

Alfreð Gíslason þjálfar þýska liðið.
Alfreð Gíslason þjálfar þýska liðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Al­freð Gísla­son og læri­svein­ar hans í þýska landsliðinu leika til úr­slita í hand­bolta­keppni karla á Ólymp­íu­leik­un­um eft­ir sig­ur á Spani, 25:24, í mikl­um spennu­leik í Lille.

Al­freð Gísla­son og læri­svein­ar hans í þýska landsliðinu leika til úr­slita í hand­bolta­keppni karla á Ólymp­íu­leik­un­um eft­ir sig­ur á Spani, 25:24, í mikl­um spennu­leik í Lille.

Juri Knorr skoraði sig­ur­mark Þjóðverja um 90 sek­únd­um fyr­ir leiks­lok. Dan­mörk og Slóven­ía mæt­ast í hinum undanúr­slita­leikn­um í kvöld.

Þjóðverj­ar voru yfir nán­ast all­an leik­inn og náðu mest fjög­urra marka for­skoti í fyrri hálfleik. Spán­verj­ar neituðu að gef­ast upp og tókst að jafna í 12:12 fyr­ir hlé, sem voru hálfleikstöl­ur.

Þjóðverj­ar voru snögg­ir að ná for­skot­inu á ný í seinni hálfleik og var staðan 20:18 þegar stund­ar­fjórðung­ur var til leiks­loka.

Spán­verj­ar neituðu að gef­ast upp og þeir komust yfir í fyrsta skipti í stöðunni 23:22, tíu mín­út­um fyr­ir leiks­lok. Að lok­um voru Þjóðverj­ar hins veg­ar sterk­ari og Al­freð leik­ur um gull­verðlaun á Ólymp­íu­leik­um í fyrsta skipti.

Ren­ars Usc­ins skoraði sex mörk fyr­ir Þýska­land og þeir Johann­es Golla og Juri Knorr gerðu fjög­ur. Maður leiks­ins var hins veg­ar markvörður­inn Andreas Wolff með 22 skot var­in, þar af eitt víti.

Daniel Fer­nández skoraði mest hjá Spán­verj­um eða fimm mörk. Ian Tarra­fet aog Agustín Ca­sa­do voru með fjög­ur hvor.

Þýska­land 25:24 Spánn opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is