Búverk fyrri tíðar og fróðleikur á skemmtilegum Ferguson-degi

Búverk fyrri tíðar og fróðleikur á skemmtilegum Ferguson-degi

Næstkomandi laugardag, 10. ágúst, verður svonefndur Ferguson-dagur á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði. Þennan dag verða félagar í Fergusonfélaginu með viðveru á safninu, sinna reglulegu viðhaldi og segja frá vélunum. Ef veður leyfir verða vélar teknar út og viðraðar. Auk þess eru aðrir eigendur gamalla dráttarvéla og tækja hvattir til að koma með sínar vélar á svæðið.

Búverk fyrri tíðar og fróðleikur á skemmtilegum Ferguson-degi

Vesturland í öllu sínu veldi | 9. ágúst 2024

Á Hvanneyri er í senn fræðslu- og sögusetur íslensks landbúnaðar.
Á Hvanneyri er í senn fræðslu- og sögusetur íslensks landbúnaðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Næst­kom­andi laug­ar­dag, 10. ág­úst, verður svo­nefnd­ur Fergu­son-dag­ur á Land­búnaðarsafni Íslands á Hvann­eyri í Borg­ar­f­irði. Þenn­an dag verða fé­lag­ar í Fergu­son­fé­lag­inu með viðveru á safn­inu, sinna reglu­legu viðhaldi og segja frá vél­un­um. Ef veður leyf­ir verða vél­ar tekn­ar út og viðraðar. Auk þess eru aðrir eig­end­ur gam­alla drátt­ar­véla og tækja hvatt­ir til að koma með sín­ar vél­ar á svæðið.

Næst­kom­andi laug­ar­dag, 10. ág­úst, verður svo­nefnd­ur Fergu­son-dag­ur á Land­búnaðarsafni Íslands á Hvann­eyri í Borg­ar­f­irði. Þenn­an dag verða fé­lag­ar í Fergu­son­fé­lag­inu með viðveru á safn­inu, sinna reglu­legu viðhaldi og segja frá vél­un­um. Ef veður leyf­ir verða vél­ar tekn­ar út og viðraðar. Auk þess eru aðrir eig­end­ur gam­alla drátt­ar­véla og tækja hvatt­ir til að koma með sín­ar vél­ar á svæðið.

Einnig verður kynn­ing á glæ­nýrri bók Bjarna Guðmunds­son­ar, Bú­verk og breytt­ir tím­ar, en þessi bók bæt­ist við fjölda annarra áður út­kom­inna bóka Bjarna um land­búnaðar­sögu lands­ins. Þarna hef­ur hann sett sam­an mik­inn fróðleik um ýmis þau bú­verk sem sum hver eru al­veg horf­in og önn­ur hafa breyst mikið.

Á laug­ar­dag verður sömu­leiðis kaffi­hlaðborð Kven­fé­lags­ins 19. júní í Skemm­unni, elsta hús­inu á Hvann­eyr­arstað. Reynsl­an sýn­ir að það er ekki síður kaffi­hlaðborðið sem dreg­ur fólk á staðinn. Auk þessa verður sveita­markaður í hlöðu Hall­dórs­fjóss – sem er hluti af rými safns­ins. Þar munu ýms­ir fram­leiðend­ur selja margt gott og gagn­legt.

mbl.is