Danir héldu út og mæta Alfreð

Ólympíuleikarnir í París | 9. ágúst 2024

Danir héldu út og mæta Alfreð

Danmörk er komin í úrslitin í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Slóveníu, 31:30, í kvöld. 

Danir héldu út og mæta Alfreð

Ólympíuleikarnir í París | 9. ágúst 2024

Danir fagna sigrinum.
Danir fagna sigrinum. AFP/Francois Lo Pestri

Dan­mörk er kom­in í úr­slit­in í hand­knatt­leik karla á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís eft­ir sig­ur á Slóven­íu, 31:30, í kvöld. 

Dan­mörk er kom­in í úr­slit­in í hand­knatt­leik karla á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís eft­ir sig­ur á Slóven­íu, 31:30, í kvöld. 

Dan­mörk mæt­ir Þýskalandi, sem Al­freð Gísla­son stýr­ir, næst­kom­andi sunnu­dag en Slóven­ía mæt­ir Spáni í brons­leikn­um sam­dæg­urs. 

Danska liðið var með yf­ir­hönd­ina nán­ast all­an tím­ann og var staðan í hálfleik 15:10 Dön­um í vil. 

Und­ir lok leiks náði Slóven­ía að klóra sig aft­ur inn í leik­inn. Þá fékk Mikk­el Han­sen ví­tak­ast til að tryggja Dön­um sig­ur­inn þegar að 15 sek­únd­ur voru eft­ir. Hann klúðraði því hins veg­ar og Slóven­ar geyst­ust í sókn. 

Slóven­ía náði ekki að jafna í síðustu sókn­inni og fer Dan­mörk því áfram í úr­slita­leik­inn. 

Magn­us Land­in skoraði sex mörk fyr­ir Dan­mörku en Mikk­el Han­sen og Lukas Jörgensen skoruðu fimm. 

Al­eks Vlah skoraði þá sjö fyr­ir Slóven­íu. 

mbl.is