Klára mögulega söluna á Íslandsbanka í vetur

Flóttafólk á Íslandi | 9. ágúst 2024

Klára mögulega söluna á Íslandsbanka í vetur

Forgangsmál ríkisstjórnarinnar á komandi þingvetri verða efnahagsmál, útlendingamál, orkumál, menntamál og samgönguáætlun. Ýmislegt bendir til þess að hægt verði að klára sölu á hlut ríkisins í Íslandbanka í vetur. 

Klára mögulega söluna á Íslandsbanka í vetur

Flóttafólk á Íslandi | 9. ágúst 2024

Bjarni Benediktsson segir ýmislegt benda til þess að hægt verði …
Bjarni Benediktsson segir ýmislegt benda til þess að hægt verði að klára söluna á Íslandsbanka í vetur. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon

For­gangs­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar á kom­andi þing­vetri verða efna­hags­mál, út­lend­inga­mál, orku­mál, mennta­mál og sam­göngu­áætlun. Ýmis­legt bend­ir til þess að hægt verði að klára sölu á hlut rík­is­ins í Ísland­banka í vet­ur. 

For­gangs­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar á kom­andi þing­vetri verða efna­hags­mál, út­lend­inga­mál, orku­mál, mennta­mál og sam­göngu­áætlun. Ýmis­legt bend­ir til þess að hægt verði að klára sölu á hlut rík­is­ins í Ísland­banka í vet­ur. 

Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is að rík­is­stjórn­ar­fundi lokn­um.

Hann seg­ir að fjár­lög næsta árs og und­ir­bún­ing­ur fyr­ir fjár­mála­áætl­un séu þætt­ir sem eiga stuðla að auknu jafn­vægi í efna­hags­mál­um.

Fer eft­ir markaðsaðstæðum

„Það var ánægju­legt að fá heim­ild til að ljúka söl­unni á Íslands­banka á vorþing­inu. Þannig efna­hags­mál­in verða áfram í brenni­depli,“ seg­ir Bjarni.

Held­urðu að það verði klárað að selja eft­ir­stand­andi hlut rík­is­ins í bank­an­um á þessu ári?

„Það verður á end­an­um að vera mat [fjár­mála]ráðuneyt­is­ins hvort að markaðsaðstæður séu góðar en það er ým­is­legt sem bend­ir til þess að það sé raun­hæft að losa um þann eign­ar­hlut í vet­ur,“ seg­ir hann.

Íslandsbanki í Smáranum.
Íslands­banki í Smár­an­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Orku­mál áfram á dag­skrá

Bjarni seg­ir að ákveðnum áföng­um hafi verið náð í orku­mál­um á vorþing­inu en málið sé áfram á dag­skrá fyr­ir kom­andi þing. Ekki tókst til dæm­is að koma í gegn vindorku­frum­varpi á vorþing­inu. 

„Það eru stór mál áfram til úr­lausn­ar fyr­ir vet­ur­inn, til dæm­is á sviði vindorku. Við þurf­um að búa þannig um hnút­anna að það verði hægt að afla þeirr­ar orku sem nauðsyn­legt er fyr­ir upp­bygg­ingu lands­ins áfram og í orku­skipt­in,“ seg­ir hann.

„Úrlausn­ar­efni sem við þurf­um að fást við“

Hann fagn­ar því að út­lend­inga­frum­varp Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur hafi verið samþykkt á vorþing­inu en seg­ir meira þurfi að gera í mála­flokkn­um.

„Við erum að sjá vís­bend­ing­ar um breyt­ingu í aðsókn um um­sókn­ir um hæli á Íslandi. Þar eru enn þá engu að síður úr­lausn­ar­efni sem við þurf­um að fást við í vet­ur,“ seg­ir Bjarni.

Guðrún hef­ur meðal ann­ars greint frá því að hún hygg­ist leggja fram nýtt út­lend­inga­frum­varp í haust og þá vill hún koma á fót mót­tökumiðstöð fyr­ir hæl­is­leit­end­ur þegar þeir koma til lands­ins.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra. mbl.is/Ó​ttar

Sam­göngu­áætlun og mennta­mál for­gangs­mál

Fyr­ir utan efna­hags­mál­in, út­lend­inga­mál­in og orku­mál­in þá eru fleiri mál sem taka þarf á.

Ekki tókst að af­greiða sam­göngu­áætlun úr þingi á vorþing­inu og seg­ir Bjarni að unnið verði að henni á kom­andi þingi.

„Mennta­mál­in eru að kom­ast aft­ur í kast­ljósið vegna þess að þar virðist vera þörf á breyt­ingu, aðgerðum og inn­gripi til þess að bregðast við slæm­um mæl­ing­um á ár­angri í mennta­kerf­inu. Þetta eru mál sem ég myndi segja að væru í ákveðnum skiln­ingi for­gangs­mál fyr­ir vet­ur­inn.“

Mikil umræða hefur verið um vandræði íslenskra grunnskóla. Ásmundur Einar …
Mik­il umræða hef­ur verið um vand­ræði ís­lenskra grunn­skóla. Ásmund­ur Ein­ar Daðason er mennta- og barna­málaráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is